Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 15
PÉLAGSBRÉF
11
sem tilfinningarnar ráða, og hins, sem liugsar, milli þess, er gaum-
gæfir sjálfan sig, og hins, er segir frá.
En reyni liann liins vegar að nota sjálfsaumkunina svo að segja
óblandaða, þá ætla ég, að verk hans bíði tjón af því. Þá kann að
rangfærast framlag hans til ljósrar þekkingar á manninum, þá kann
svo að fara að verk hans byggist á röngum forsendum. Kenni hann
allt of mikið í hrjósti um sjálfan sig, getur svo farið að hann kenni
allt of lítið í brjósti um náunga sinn. Einn þeirra sigra, sem skáld-
sagnahöfundurinn eða skáldsagnalistamaðurinn getur unnið, er sá,
að vera einnig gagnrýninn á sjálfan sig og hafa þá sigrazt á sjálfs-
aumkun sinni.
Það hafa allir séð, hverjum breytingum sagnaskáldskapurinn lief-
ur tekið á síðustu þremur eða fjórum áratugum.
Franski gagnrýnandinn Albert Thibaudet gaf út bók strax að lok-
inni fyrri heimsstyrjöld, -—- La Campagne avec Thucydide —, 1 hern-
aði með Þúkídíd, — bók, sem var byggð á athugasemdum skrifuð-
um í stríðinu. Aþenski herfræðingurinn Þúkídíd, sem uppi var á
fimmtu öld fyrir Krist, varð að flýja land og ritaði þá verk sitt um
Pelopskagaófriðinn. Franski gagnrýnandinn hafði bók hans með sér
í bakpokanum og hripaði stundum athugasemdir á spássíuna. Það
var samtíð hans, lians eiginn áratugur, hans kynslóð, stríðið hans,
stríðið 1914—18, sem sótti að og vildi blandast texta hins gríska
sagnaritara. Nútíðin vildi lita frá sér í sögutextanum, nútíðin var
sterkari, þá eins og næstum ævinlega.
Á einum stað, í kafla um tilfinningar og hugmyndir, segir Thib-
audet (árið 1917):
Allsherjarstyrjöld verður ávallt deigla til ummyndunar, breyting-
ar. Ég skrifa þessar línur í deiglu af þessari gerð, í fullum liita deigl-
unnar. Það er harla óþægileg aðstaða. Það er ekki auðvelt að lýsa
efnaferlinum áður en honum er lokið og framleiðslan hefur fengið
fasta lögun. Eftir fáein ár stöndum við betur að vígi ...
Tliibaudet átti aðeins við það, að auðveldara er að lýsa styrjöld-
inni, deiglunni, tilfinningunum þá og breytingu hugmyndanna, þegar
styrjöldinni er lokið og deiglan hefur kólnað. Og frá sjónarmiði
þessa ófriðar, ársins 1917 og skotgrafanna, var upphaf hins þriðja
tugar aldarinnar auðvitað hagkvæmari aðstaða. Árið 1919 eða rétt
eftir 1920 hafði bráðinn málmurinn í deiglunni tekið á sig nokkurn
veginn áþreifanlega lögun. Reykurinn var á brott og menn þótt-