Félagsbréf - 01.07.1958, Side 21

Félagsbréf - 01.07.1958, Side 21
félagsbréf 17 Það getur verið þjakandi eða létt verk að skrifa skáldsögu, Ijúf- sart eða lausn og áverki. Höfimdurinn getur sparað sér mikil heila- brot með því að segja sjálfum sér, að hans hlutverk sé að schaffen und nicht so viel reden, — en hann kemst ekki lengi hjá hugleið- mgum um form og innihald, þær vitja hans aftur. Hann veit af reynslunni, hafi honum tekizt að afla sér einhverrar reynslu, að það má fara á ýmsa vegu með efnið, sem hann hefur fyrir framan S1g, af hefnigimi, í sjálfskvalalosta, hneykslun, spámannlegum draum- U1n eða lausmælgi, — en þarna, í lindinni hið innra í lionum, er efnið tekið, og þetta efni er list, eðli, reynsla, þekking, sem sam- lagazt liefur eða rutt sér til rúms í beiskjublöndnu eða kannske hamingjusömu eða hálfvegis hamingjusömu mannlífi. Já, söguefnið er oftast sótt í afturhvarf liöfundarins til sjálfs sín. Það má kalla það sjálfgreiningu eða að minnsta kosti sjálfspeglun, °g það getur verið annáll raunverulegra eða ímyndaðra atvika, en það fer um sálarlíf þess, sem söguna skrifar og tekur lit af lífi hans, °g hann verður sífellt að gera livort tveggja í senn, leita þess og verjast því. Efnið er það, sem höfundurinn hefur aflað sér í tilver- unni eða minningarnar um það, sem hefur tapazt, — það, sem áunnizt hefur, og það tjón, sem hann hefur orðið fyrir. Og fyrir þetta, fyrir þessa margháttuðu reynslu, andlega, félagslega, líkamlega, trúar- lega og stjórnmálalega, getur höfundurinn talað um annað fólk og meira að segja af liálfu þess, og átt þess kost að skoða, rannsaka, meta .og gagnrýna sjálfan sig og sjá sjálfan sig með annarra augum. Þetta er það, sem ég þori að segja með hliðsjón af breytilegum viðhorfum ævi minnar um það efni, sem ég hef reynt að nota, oft klaufalega, stundum með mörgum spurningarmerkjum, í því starfi, sem ég hef fengizt við í allmörg ár: að reyna að skrifa skáldsögur. Jón Magnússon íslenzkaSi.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.