Félagsbréf - 01.07.1958, Page 27

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 27
félagsbréf 23 orðin reið vegna fjarveru lians og fór að skamma hann. Clii Cliang hugsaði sér að lækka í henni rostann og tók í snatri Chi-Wei-ör og hrafnaboga og dró liann til liins ýtrasta og skaut rétt við augað á henni. örin nam burt þrjú augnhár liennar, en svo mikill var hraði örvarinnar og svo öruggt miðað, að hún varð ekki einu sinni vör við, að neitt liefði gerzt, og hélt áfram að ávíta bónda sinn án þess svo mikið sem að depla augunum. Nú var ekki meira fyrir Chi Cliang að læra af kennara sínum Wei Fei. Hann virtist nú vera komirin mjög nærri hinu langþráða marki. En samt var enn einn þrándur í götu hans, það sá hann sér til gremju, og sá þrándur var sjálfur Wei Fei. Meðan Wei Fei lifði, gæti hann aldrei kallað sig mesta bogmann heimsins. Þó að hann stæði nú jafnfætis Wei Fei í listinni, þóttist liann viss um, að hann mundi aldrei geta tekið honum fram. Meðan sá maður lifði, mundi hinn mikli draumur lians aldrei geta rætzt. Þegar hann dag nokkurn var á gangi um akrana, kom hann auga á Wei Fei langt í fjarska. Án þess að hika andartak lyfti hann boga sínum, lagði ör á streng og miðaði. Hinn gamli meistari hafði skynjað, hvað var á seyði, og í skyndi gerði liann slíkt hið sama. Báðir skutu á sama augnabliki. örvamar skullu saman á miðri leið og féllu til jarðar. Chi Chang skaut þegar í stað annarri ör, en hún var stöðvuð miðja vega af öðru öruggu skoti af boga Wei Feis. Þannig hélt þessu furðulega einvígi áfram, unz örvamælir meistarans var tæmdur, en nemandinn átti eina ör eftir. „Nú lief ég tækifærið“, tautaði Clii Chang og miðaði þegar síðustu örinni. Wei Fei sá þetta og braut grein af þyrnirunna, sem þar var. Þegar örin flaug að hjarta- stað hans, sló liann odd hennar snöggt með einum þyrnibroddinum, svo að hún stakkst til jarðar við hlið lians. Þegar Chi Chang sá, að hið illa áform var að engu gert, þá fyllt- ist liann einlægri iðrun, sem hann hefði vissulega ekki fundiö til, ef nokkur örva lians hefði liæft það mark, sem henni var ætlað. En Wei Fei varð liins vegar svo glaður yfir að bjarga lífinu og svo ánægður yfir þessu síðasta afreki sínu, að hann gat ekki verið reið- ur þeim, sem sýndi lionum þetta tilræði. Mennirnir hlupu hver til annars og föðmuðust ástúðlega með tárum. (Vissulega höguðu menn sér einkennilega fyrr á tínium. Væri slík framkoma með öllu óhugs- andi nú á dögum? Sálarlíf manna í fornöld hlýtur að liafa verið gerólíkt því, sem nú er. Hvernig er annars hægt að skýra það, þegar Húan liertogi lieimtaði nýja krás, þá steikti yfirkokkur hins keis-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.