Félagsbréf - 01.07.1958, Page 30

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 30
26 FELAGSBREF urinn leit upp þangað, og Chi Chang fylgdi dæmi hans. Svo hátt var fuglinn, að jafnvel liinum skörpu augum Chi Changs virtist liann vera á stærð við sesam fræ. Kan lagði ósýnilega ör á óraunverulegan boga og skaut. Clii Chang virtist liann heyra hvin í loftinu, og á sama augnabliki hætti gleðan að hlaka vængjunum og féll eins og steinn til jarðar. Chi Cliang varð forviða. Honum fannst, að nú hefði hann skynjað endimörk þeirrar listar, sem hann hafði af svo mikilli grunnfræni ákveðið að verða meistari í. 1 níu ár dvaldi liann í fjöllunum lijá gamla einsetumanninum. Enginn veit, livers konar þjálfun liann gekk undir þennan tíma. Þegar hann að níu árum liðnum hélt niður fjöllin og sneri heim, urðu allir undrandi á þeirri breytingu, sem orðin var á honum. Hann var ekki lengur ákveðinn og hrokafullur á svip. Nú var komið yfir hann svipleysi og sljóleiki einfeldningsins. Hinn gamli kennari lians, Wei Fei, kom að heimsækja liann, og er hann aðeins hafði litið ásjónu hans, sagði hann: „Nú sé ég, að þér eruð vissulega orð- inn fullnuma. Ég og mínir líkar eru ekki lengur verðir þess að snerta fætur yðar“. Ibúar Hantan-fylkis tóku á móti Clii Chang sem mesta bogmanni í landinu og biðu óþolinmóðir að sjá þau undursamlegu afrek, sem hann vafalaust myndi sýna. En Chi Cliang gerði ekkert til að svala forvitni þeirra. Hann snerti ekki framar ör og boga. Stóra pílviðar- bogann sinn, sem hann fór með í ferðalagið, hafði hann augsýnilega skilið eftir. Þegar einhver bað hann um skýringu á þessu, þá svar- aði liann hljómlausri röddu: „Lokatakmark atliafna er athafnaleysi, síðasta stig þess að tala er að tala ekki og það síðasta í bogfimi að skjóta ekki“. Hinir glöggskyggnari íbúar Hantan skildu þegar, livað í orðum hans fólst, og stóðu fullir lotningar frammi fyrir þessum mikla full- numa bogfiminnar, sem vildi ekki snerta boga. Og það, sem nú jók mest á frægð hans, var það, að liann neitaði að skjóta. Alls konar sögur voru bornar út um Chi Chang. Sagt var, að jafnan eftir miðnætti mætti heyra einhvern draga ósýnilegan boga uppi á liúsþaki hans. Sumir sögðu, að þetta væri guð bogfiminnar, sem dveldi dag hvern í sál meistarans, en færi út á nóttunni til að verja hann gegn öllum illum öndum. Kaupmaður nokkur, sem bjó þar í grennd, bar út þá sögu, að nótt eina hefði hann greinilega séð Clii Cliang sitjandi á skýi beint uppi yfir húsi sínu. 1 þetta

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.