Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 32
28
FÉLAGSBRÉP
heyrzt og að gamli maðurinn væri hvorki brjálaður né að gera að
gamni sínu, stamaði liann með skelfingu í rómnum: „Ó, meistari,
þér hljótið vissulega að vera mesti meistari allra tíma. Aðeins þess
vegna getið þér lwfa gleymt boganum — hæði nafni hans og notkun“.
Sagt var, að í nokkurn tíma eftir þetta hefðu málararnir í Hantan
borg fleygt penslum sínum, hljóðfæralc-ikararnir strengjunum af
liljóðfærum sínum og smiðirnir hafi skammazt sín fyrir að láta sjá
sig með kvarða sína.
Snœbjörn Júhannsson íslenzkaði.
NAKASHIMA TON
(eða Atsushi) dó 1942 33 ára að aldri. Hann var kominn af kínverskri mennta-
mannaætt, og sjálfur var hann vel lærður í klassískum kínverskum fræðum. Einnig
lagði hann mikla stund á enskar, franskar og þýzkar hókmenntir. Þó að hann
dæi svo ungur, var hann þegar orðinn frœgur fyrir sniásögur sínar, sem bera
vott um víðtækan lærdóm og mjög sérkennilegt hugmyndaflug. En þekktastur
er hann samt fyrir stíl sinn, sem óefað er undir sterkum áhrifum frá klassískum,
kínverskum bókmenntastíl.