Félagsbréf - 01.07.1958, Qupperneq 38
34
FELAGSBREF
skáld, heldur óvenjulegur maður. Ég
tel það mikið happ að hafa fengið
tækifæri að kynnast honum. — Ann-
ars er ég blaðamaður, eins og þið
vitið, og í blaðamennskunni hef ég
fengið tækifæri til að kynnast fjölda
merkilegra manna. Það er reynsla
sem ég hefði ekki viljað vera án.
Þetta er hjartagott fólk og meiri
skáld en margir þeirra sem hafa
skrifað stóra og þykka doðranta.
Mér þykir meira gaman að tala við
gamalt fólk en lesa góða bók. í þessu
fólki er brot af þeirri 1000 ára gömlu
menningu okkar sem alltaf er verið
að tönnlast á. Ekki alls fyrir löngu
sagði sjötugur bóndi við mig eitt-
hvað á þessa leið: Milli mín og Egils
Skallagrímssonar eru aðeins nokkur
ár, en milli mín og þín eni tíu
aldir. Sá gamli vissi, hvað hann söng,
því að æska íslands lifir í nýju landi,
með kostum þess og göllum. En
gamla fólkið er tengiliðurinn milli
nýja tímans og hins gamla og með
því býr sá þróttur og sú lífsreynsla
sem ein getur fætt af sér þann sann-
leik sem allir leita að. Þið munið
eftir því sem Laxness segir: Sann-
leikurinn er ekki í bókum og ekki
einu sinni í góðum bókinn, heldur í
mönnum sem hafa gott hjartalag.
Ef rithöfundar legðu sér þessi orð á
minnið, mundum við eignast betri
bókmenntir, en færri bækur.
Hverjar álítur þú að séu skyldur
þjóðfélagsins við skáldið og skálds-
ins við þjóðfélagið?
Mér skilst að þjóðfélagið hafi eng-
ar skyldur við skáldið, en skáldið hafi
aftur á móti miklar skyldur við þjóð-
félagið.
En um tilgang Ijóðsins, hver er
hann?
Tilgangurinn? Ætli það sé ekki
dálítið erfitt að fara hér út í siíkt
stórmál. — Það er rétt sem sumir
ljóðaandstæðingar segja, að ljóðið
er hvorki lyfseðill né farseðill til
tunglsins. En ljóðið er annað og ekki
minna. Það er ein veigamesta sönn-
un þess að við mennimir höfum
stundum sigrazt á dýrinu í sjálfum
okkur og er því ein bezta vörnin
gegn villimennsku. Þetta hefur verið
staðfest þar sem einræði ríkir — þar
hefur villimennskan gengið af ljóð-
inu dauðu. Einræði á enga póesíu,
en það getur sent eldflaugar til
tunglsins og lagt undir sig lönd næstu
nágranna. Það getur fyllt öll fangelsi
með saklausum fórnardýrum og lát-
ið þau vinna gull og aðra málma.
Það getur myrt og drepið á báðar
hendur, en ljóðið kemur aftur, Ijóð-
ið kemur alltaf aftur og í þeirri
staðreynd er fólgin sigui-von mann-
kynsins. — Vitur maður hefur sagt
að nútímabókmenntir séu spegil-
mynd samtímans í stað þess að sam-
tíminn ætti að vera spegilmynd bók-
menntanna. Sú tíð kemur kannski
einhvem tíma, en ef þróunin verður
í líka átt og nú er, verður þess langt
að bíða. — I framhaldi af þessu get
ég líka svarað annarri spurningu sem
þið hafið lagt fyrir mig, hvort ég
telji að íslenzk ljóðlist sé í hættu.
Ég svara hiklaust já. Ljóðlistinni
stafar alltaf hætta af pólitíkkinni.
Stjórnmálamennimir þykjast hafa
áhuga á henni, en oftast eru þeir í
hlutverki úlfsins og hafa það eina
takmark að gleypa Rauðhettu litlu,