Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 50

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 50
46 FELAGSBREF lagið að skrifa um einkamál sín, og er hann næsta fáorður um fjölskyldu sína og heimilisháttu, og um dapur- legasta atburð lífs síns, drukknun Gests sonar síns, er hann fáorður, en æðrulaus og karlmannlegur. Hitt leynir sér ekki, hve þungt honum hafa fallið umræður þær, sem urðu um Staðarfellsgjöfina. Bókin er drjúgt framlag til íslenzkrar at- vinnu- og menningarsögu. Frágang- ur er snyrtilegur og vandað hefur verið til útgáfunnar, en um hana annaðist dóttursonur höfundar, Gest- ur Magnússon, cand. mag. Baldur Jónsson. * ÍSLEIVZK LISX Vér vildum vekja athygli félags- manna á bókinni íslenzk list frá fyrri öldum. Fegurri prentun hefur vart sézt áður á íslenzkri myndabók, og getur þarna að líta sýnishom af flestum greinum íslenzkrar listar, tréskurði, málaralist, handritalýs- ingum, útsaumi, vefnaði og málm- smíði. Dr. Kristján Eldjárn ritar ýtarlegan formála um íslenzka al- þýðulist og skrifar skýringar með myndunum og rekur sögu þeirra. Bókin er einnig til á ensku. Verð til félagsmanna aðeins kr. 160.00. FÉLAGSBRÉF Áskriftarverð kr. 75.00 á ári. Verff í lausasölu kr. 15.00 heftiff. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.