Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 02.05.2014, Qupperneq 44
44 matur & vín Helgin 2.-4. maí 2014  vín vikunnar Giacondi Chardonnay Gerð: Hvítvín Þrúga: Chardonnay Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúð- unum: kr. 1.599 Þó svo að Chardonnay sé vinsælasta hvít- vínsþrúgan er hún ekkert endilega sú vinsælasta á Ítalíu. Þetta ítalska Chardonnay er í léttari kantinum, þurrt og sýruríkt með klassískan sítrus- og eplakeim. Frískandi vín á frábæru verði. Cuvee Jean-Paul Demi Sec Gerð: Hvítvín Uppruni: Frakk- land, 2012 Styrkleiki: 11,5% Verð í Vínbúð- unum: kr. 1.570 Þetta vín hefur frískan keim og létta sætu. Bragðið er ávaxtaríkt og sætan gefur góða fyllingu. Þetta er frábært vín í stúdentsveislum, sameinar eiginleika hvítvíns og sætari freyðivíns. Þetta er líka ágætis vín með sterkum og mikið krydduðum mat. Adobe Char- donnay Reserva Gerð: Hvítvín Þrúga: Chardonnay Uppruni: Chile, 2013 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúð- unum: kr. 1.570 Víngerðarvinir okkar í Chile eru verulega góðir í því að gera óeikað frískt Chardonnay á góðu verði og þetta vín fellur vel í þann flokk. Suðrænir ávextir, fersk sýra og léttleiki. Frískandi fordrykkur og smellur líka með feitari fiski. Brakandi ferskleiki inn í vorið Það hlaut að koma að því. Vorið er komið, halelúja. Þá er bara eitt að gera; fara út að grilla og grilla mikið og grilla allt. Grillið er ekki bara fyrir steikur og hamborgara. Það er gaman að prófa sig áfram og grilla það sem hugurinn girnist, þetta er jú bara tegund að hitagjafa eins og ofninn eða eldavélin inni hjá þér. Hver einasti heima- kokkur á að hafa metnað fyrir því að útbúa heilar máltíðir á grillinu, allt frá salati í forrétt að grill- aðri köku í eftirrétt. Eitt það allra besta á grillið er fiskur og skelfiskur og þar er Sauvignon Blanc þrúgan á heimavelli. Þetta vín frá Marlbourough- héraðinu í Nýja Sjálandi er erkitýpan af nýsjálenskum sauvignon með brakandi ferskleika, suðrænum ávöxtum, greipaldin og steinefnum. Það steinliggur með skelfiski en það er alveg þess virði að prófa það með grilluðu grænmeti eða grænmetisréttum. Saint clair Sauvignon Blanc Marlborough Vicar's Choice Gerð: Hvítvín Þrúga: Sauvignon Blanc Uppruni: Nýja Sjáland, 2013 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.499 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Sumargrillspjót Fiskikóngsins Sumarið er komið og nú má finna angan af grillmat úr öðru hverju húsi á kvöldin. Fiskikóngurinn Kristján Berg er atvinnu- maður við grillið og leggur til að lands- menn renni þremur eðal fisktegundum upp á spjót þetta sumarið ásamt gómsætu grænmeti. Grillspjót fyrir 4 500 g laxaflak, roðlaust og beinlaust 300 g lönguhnakki, roðlaus og beinlaus 300 g keila, roðlaus og beinlaus 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 sítróna 2 rauðlaukar Allur fiskurinn og allt grænmetið er skorið í jafna ferninga. C.a. 3x3 cm. Nema sítrónan, hún er skorin í sneiðar. Maríneringar: Heimatilbúin hvítlauks marínering 5 hvítlauksrif 1 búnt steinselja 3-4 dl rapsolía 1/2 - 1/1, búnt fersk steinselja 1 tsk gróft salt 1/2 ferskur chilli m/fræjum Allt sett í mixerinn og tilbúið á 30 sekúndum. Afganginn af maríneringunni má nota í næstu pítsuveislu. Barbiecuesósa, bara þín uppáhalds Sojasósa (Kikkoman) Hún er sölt og góð. Þegar búið er að skera fiskinn í hæfilega bita þá er laxinn settur í Kikkoman sojasósu – hún er sölt og góð. Langan sett í hvítlauks- maríneringu og keilan í eftirlætis Barbecue-sósuna þína. Fiskurinn er látinn marínerast í um það bil 30 mínútur. Krakkarnir geta síðan hjálpað við að raða fiskinum á grillspjótin. Allt gert til skiptis, fyrst paprika, lax, laukur, langa, sítróna, keila, paprika og svona er haldið áfram þar til grill- spjótið er fullt. Grillað á góðum hita í 3-4 mínútur á hverri hlið. Helst með lokað grillið til þess að fá „smokey bragðið“. Borið fram með bakaðri kartöflu, fersku salati og ísköldu sódavatni. Bjór fyrir þá sem eru eldri en 20 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.