Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 6
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Fimm stórmót skáta verða í sumar, tvö þau fyrstu
nú um hvítasunnuhelgina. Ljósmynd/Skátamál
Skátar Mót SuMarSinS byrja nú uM hvítaSunnuhelgina
Sápurennibraut á skátamóti
Skátar halda í sumar fimm stórmót.
Fyrstu mótin verða haldin nú um hvíta-
sunnuhelgina og síðan er nóg um að
vera fram að Landsmóti skáta á Akur-
eyri sem haldið verður í júlí. Tvö mót
eru um helgina: Vormót Hraunbúa
verður haldið í Krísuvík en drekaskátar
safnast saman á Úlfljótsvatni, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Vormót Hraunbúa í Krísuvík er ár-
visst um hvítasunnuna en þetta er í 74.
skipti sem skátafélagið Hraunbúar í
Hafnarfirða stendur fyrir mótinu. Þema
mótsins er „Þrír á Richter“ sem táknar
bæði jarðfræðilega virkni á svæðinu og
það dúndrandi fjör sem verður undir
Bæjarfelli um hvítasunnhelgina. María
Björg Magnúsdóttir mótsstjóri segir
að dagskráin sé sniðin fyrir fálka og
dróttskáta. „Póstaleikir, útieldun, sig
í klettum, FlyFox, skyndihjálp og svo
er sápurennibrautin alltaf vinsæl,“ seg-
ir María Björg. Fjölskyldubúðir eru í
tengslum við mótið.
Drekaskátamót verður einnig hald-
ið um helgina en það er fyrir yngstu
skátana sem eru á aldrinum 7-9 ára.
Mótið verður á Úlfljótsvatni sem býður
upp á margvíslega möguleika svo sem
vatnasafarí og klifurvegg. Tjaldsvæðið
á Úlfljótsvatni er opið almenningi þessa
helgi.
Síðar í júní stendur Skátafélagið
Landnemar fyrir sínu hefðbunda Land-
nemamóti í Viðey. Það er opið öllum
skátum á landinu. Viðeyjarmótið verður
sett föstudagskvöldið 20. júní, klukkan
22, við fjörueld.
Þá verður 40+ Landsmótið haldið
öðru sinni á Úlfljótsvatni.
Stærsta mót sumarsins er svo Lands-
mót skáta sem í ár verður haldið á Ak-
ureyri og stendur í eina viku, frá 20.-27.
júlí. Gert er ráð fyrir um 1.250 þátttak-
endum og eru yfir 500 erlendis frá.
Ljósmyndasýningin „Minn
líkami, mín réttindi“ opnar
þann 11. júní næstkomandi í
sýningarsal Gym&Tonic á Kex
Hostel. Þar verður hægt að sjá
hvernig Ásta Kristjánsdóttir
ljósmyndari túlkar þær tilfinn-
ingar sem fólk upplifir þegar
það sætir brotum á réttindum
sem lúta að kynferði, líkam-
anum, kynhneigð og frjósemi.
Í hlutverkum þolenda eru:
Álfrún Örnólfsdóttir, Andrea
Marín Andrésdóttir, Arnmundur
Ernst Backman, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Daníel Ágúst
Haraldsson, Erna Ómars-
dóttir, Ólafur Darri Ólafsson,
Páll Óskar Hjálmtýsson, Saga
Garðarsdóttir og Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir.
Mannréttindi Minn líkaMi, Mín réttindi er ný herferð aMneSty
Uggvænleg þróun
í mannréttindamálum
Bakslag í baráttunni gegn kyn- og frjósemisréttindum er tilefni nýrrar herferðar Amnesty Inter-
national. Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Amnesty International á Íslandi, segir þróunina í
nágrannalöndunum uggvænlega.
h ugtakið kyn- og frjósemis-réttindi vísar til þeirra mannréttinda sem viðkoma
kynhneigð, kynferði og frjósemi.
Kyn- og frjósemisréttindi tengjast
jafnframt frelsi frá mismunun,
þvingun og valdbeitingu og rétt-
inum til að njóta bestu mögulegu
kyn- og frjósemisheilsu. Nú hefur
Amnesty International hrint af stað
herferð til að minna okkur á að allir
hafa rétt á frelsi til ákvarðana um líf
sitt og líkama og að ríkisstjórnum
allra landa beri að virða þessi rétt-
indi.
Þolendum kynferðisofbeldis
víða refsað
Víða eru þessi mannréttindi, sem
við teljum sjálfsögð, brotin á degi
hverjum. Bryndís Bjarnadóttir, her-
ferðastjóri Amnesty International
á Íslandi, nefnir nokkur dæmi af
mörgum. „Mjög nærtækt dæmi,
sem hefur verið mikið til umfjöll-
unar upp á síðkastið, er Úganda.
Þar er fólk sett á bak við lás og
slá fyrir það eitt að elska einstak-
ling af sama kyni. Annað dæmi er
Níkaragva en þar er fortakslaust
bann við fóstureyðingum jafnvel
þótt líf konu eða stúlku sé í húfi eða
þungun afleiðing nauðgunar eða
sifjaspells. Fyrir nokkru var níu ára
stúlku þar nauðgað og fékk svo ekki
að gangast undir fóstureyðingu.
Níu lögfræðingar, allt konur, tóku
mál hennar upp en voru fyrir vikið
allar settar í fangelsi. Mjög víða er
þolendum kynferðisofbeldis refsað
frekar en að njóta stuðnings, til að
mynda í El Salvador, sem er í for-
grunni í herferð okkar. Í Túnis og
Alsír er löggjöfin til dæmis með
þeim hætti að gerendur nauðgana
geta sloppið undan dómi ef þeir gift-
ast þolanda sem er undir 18 ára.“
Bakslag í baráttunni
„Minn líkami, mín réttindi“ er al-
þjóðleg herferð til tveggja ára.
Bryndís segir herferðinni hafa verið
ýtt úr vör vegna þess bakslags sem
komið sé í baráttuna fyrir þessum
mannréttindum. „Víða er þessara
réttinda gætt og til að mynda eru
frjósemisréttindin samþykkt af
flest öllum ríkjum, en ekki réttindi
sem lúta að kynferði og kynhneigð.
Við sjáum líka hvað er að gerast í
kringum okkur. Mikið af íhalds-
sömum ríkisstjórnum eru að taka
við sem reyna að útvatna þessi rétt-
indi, svo þróunin er á margan hátt
uggvænleg.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri
Íslandsdeildar Amnesty International.
Leggur grunn að góðum degi
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477
Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1
Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Betra Bak
20
Á R A A F
M Æ L I
20%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
AF C&J HEILSURÚMUM
Dýna og AFMÆLIS
Tegund Stærð Classic-botn TILBOÐ
Platinum 120x200 99.900 kr. 79.920 kr.
Platinum 140x200 114.900 kr. 91.920 kr.
Platinum 160x200 127.900 kr. 99.990 kr.
Platinum 180x200 134.900 kr. 107.920 kr.
Gold 120x200 119.900 kr. 95.920 kr.
Gold 140x200 139.900 kr. 111.920 kr.
Gold 160x200 152.900 kr. 122.320 kr.
Gold 180x200 164.900 kr. 131.920 kr.
6 fréttir Helgin 6.-8. júní 2014