Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 10
Æ oftar koma upp mál í Evrópu þar sem grundvallarréttindum lýstur saman, og þá sérstaklega stjórnarskrárbundnum réttindum, mann- réttindareglum og grundvallarreglum Evrópuréttarins. Ég hef einbeitt mér að því að finna úrlausnir í slíkum málum,“ segir Gunnar Þór Pétursson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann hefur nýlega lokið dokt- orsprófi í lögum frá Háskólanum í Lundi en aðeins um 20 Íslendingar hafa doktors- gráðu í lögfræði. Með aukinni alþjóðavæðingu eru það ekki lengur aðeins stjórnarskrár og lög hvers lands sem skipta máli við úrlausn mála heldur þarf oft að líta til dómstóla á borð við EFTA-dómstólinn, Evrópudóm- stólinn eða Mannréttindadómstóls Evr- ópu. „Málin eru að verða sífellt flóknari og finna þarf lausn þegar grundvallarrétt- indum lýstur saman. Nýnæmið í minni doktorsrannsókn er að þar skoða ég ákveðnar aðferðafræðilegar lausnir sem byggðar eru á bæði fræðikenningum og dómaframkvæmd. Það er mitt framlag til þessa vanda,“ segir hann. Barónessa í vanda Til að skýra vandann betur tekur Gunnar Þór tvö ólík dæmi úr dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. „Haldin voru fjöl- menn mótmæli í Austurríki þar sem mótmælendur lokuðu hraðbraut. Mót- mælendurnir voru að nýta sér stjórnar- skrárbundinn rétt til tjáningarfrelsis en þegar þeir lokuðu fyrir umferð lokaðist fyrir vöruviðskipti í ákveðinn tíma en frjálst flæði vöru er grundvallaratriði í Evrópuréttinum. Stjórnskipunarleg meðalhófsregla er notuð til að vega og meta í aðstæðum sem þessum. Tilkynnt var opinberlega um mótmælin fyrirfram og umferðin var aðeins stöðvuð í stuttan tíma, og tjáningarfrelsið þarna látið ganga framar frjálsu flæði vöru.“ Seinna dæmið er einnig frá Austurríki. „Samkvæmt aust- urrísku stjórnarskránni er bann við því að notar hefðartitla. Upp kom mál þar sem kona með barónessutitil frá Þýskalandi vildi fá að bera hann í Austurríki en konan starfaði við að selja kastala. Þarna laust saman stjórnskipunarreglu við lög um frjálsa för fólks og frjáls viðskipti. Þessi stjórnskipunarregla á sér hins vegar mjög djúpar rætur í Austurríki og skiptir þar miklu máli, en þar hafa menn á einhverj- um tímapunkti viljað losna við notkun á aðalstitlum. Í forúrskurði gaf dómstóll- inn til kynna að það mætti einmitt banna konunni að bera titilinn þar á grundvelli stjórnskipunarreglu sem tryggði ríka þjóð- félagslega hagsmuni. Sú regla takmarkar þannig aðrar grundvallarreglur en þetta, eins og önnur mál, er skoðað í ljósi stjórn- skipulegrar meðalhófsreglu.“ Meginreglan um meðalhóf er þannig notuð til að vega og meta ólík grundvallar- réttindi og til að komast að niðurstöðu, en hjá því er aldrei hægt að komast. „Rann- sóknarspurningin mín í doktorsverkefn- inu var hvort hægt væri að nota þessa reglu til að tryggja að horft sé til sérstöðu ríkja og sérstakra sjónarmiða sem byggja á ríkum þjóðfélagslegum hagsmunum, eins og ofangreindir dómar eru dæmi um. Niðurstaðan er að hægt er að beita meðalhófsreglunni til að tryggja slíka niðurstöðu einnig, og þannig ákveðinn fjölbreytileika sem er nauðsynlegur. Slíkt er hefur til að mynda verið lögfest með ný- legum uppfærslum á Evrópusáttmálunum og er þegar farið að gæta í dómafram- kvæmd,“ segir hann. Tryggja fjölbreytni og sérlausnir Auk þess að hafa nýlokið doktorsprófi kom út bók í ársbyrjun eftir Gunnar Þór og tvo erlenda fræðimenn þar sem hugtakið „evrópsk mannréttindamenning“ er brotin til mergjar. Bókin nefnist „The European Human Rights Culture – A Paradox of Human Rights Protection í Europe?“ og er þar skoðað hvort þversögn ríki í meðferð mannréttindamála í Evrópu. Bókin byggir ekki aðeins á ítarlegri dómagreiningu heldur byggir hún einnig á persónulegum en nafnlausum viðtölum við dómara við æðstu dómstóla Evrópu. „Efnið í bókinni og doktorsverkefnið tengjast en þetta er þó ekki sams konar nálgun. Það sem drífur mig áfram er að heimurinn, líka hinn lögfræðilegi, er að verða sífellt flókn- ari. Landsréttur og þjóðaréttur takast á og skarast, og einnig grundvallarréttindi af ólíkum uppruna. Þannig verða málin flóknari og flóknari, ekki bara fyrir ein- staklinga og fyrirtæki heldur líka fyrir hinn hefðbundna lögfræðing. Mig langar að leggja eitthvað til málanna sem gerir þekkingu og úrlausnir í þessum málum einfaldari og aðgengilegri. Einnig hef ég áhuga á því hvort ekki sé, þrátt fyrir allt, áfram hægt að tryggja fjölbreytni og úr- ræði í málum þar sem reynir á sérlausnir – eitthvað sem við Íslendingar erum alltaf frekar uppteknir af.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þannig verða málin flóknari og flóknari, ekki bara fyrir ein- staklinga og fyrirtæki heldur líka fyrir hinn hefðbundna lögfræðing. Gunnar Þór Pétursson sem hefur nýlokið doktorsprófi í lögum segir sífellt algengara í Evrópu að upp komi mál þar sem grundvallarrétt- indum lýstur saman. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt sér að úrlausnum og aðferðarfræði í slíkum málum en undirliggjandi spurning sem hann hefur leitað svara við er hvort það sé rými fyrir sértæk lög og réttindi innan ríkja í alþjóðasamfélaginu. Gunnar Þór Pétursson hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem eru með doktorspróf í lögum. Sífellt algengara er að landsréttur og þjóðarréttur skarist, sem og grundvallarréttindi af öðrum uppruna, og miða rannsóknir Gunnars að því að úrlausnir í slíkum málum verði einfaldari og aðgengilegri. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson25% NÝTT ® afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum DDaglega D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks. Grundvallarréttindum lýstur æ oftar saman 10 fréttaviðtal Helgin 6.-8. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.