Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Side 42

Fréttatíminn - 06.06.2014, Side 42
42 garðar og grill Helgin 6.-8. júní 2014 Ef gestirnir í garðveislunni klára ekki hamborgarana sem þú grillaðir skaltu taka það sem skila- boð til þín. Að pína þurra og steindauða borgara ofan í mannskapinn er alvarlegt brot á starfs- reglum grillarans. Hér eru fimm ráð sem rétt er að hafa í huga þegar plantar þér næst fyrir framan Weber-inn. Boðorðin fimm við grillið 1. boðorð Þér skulið hafa kjötið hreint Þegar grilla skal hamborgara er kjötið mikilvægasti hlutinn. Við viljum ekki sjá magurt nautakjöt, lágmarkið 12 prósent fita en þú ert í verulega góðum málum með 20 prósent hreina fitu. Hin fullkomni grillborgari er svo 120 grömm. Hann er grillaður í gegn en við leyfum smá roða í miðju kjötinu. 2. boðorð Þér skulið ekki pressa með grillspaðanum Það er vissulega unaðslegt hljóðið sem kemur þegar kjötsafinn lekur á grillið en engan veginn þess virði þegar kjötið verður þurrt fyrir vikið. Hafðu borgarann eins djúsí og mögulegt er og láttu ekki þessa freistingu eftir þér. Grillspaðinn er bara til að snúa borgar- anum við. 3. boðorð Þér skulið ekki snúa of oft Það eru algeng mistök nýliða við grillið að snúa borgaranum oft á meðan hann er grillaður. Skorpan sem myndast báðum megin er lykilatriði við að halda safanum í borgaranum og gefur frábæra áferð. Það á bara að snúa borgara einu sinni. Ef þú þarft eitthvað til að halda krumlunum frá grillinu skaltu ná þér í bjór eða eitt- hvað álíka. 4. boðorð Þér skulið láta ostinn bráðna Meira að segja fullkomlega grillaður borgari getur tapað sjarmanum ef osturinn er ekki bráðinn. Góð regla er að loka grill- inu en lengra komnir skella pottloki yfir borgarann í tvær mínútur á grillinu rétt áður en hann er tekinn af. 5. boðorð Þér skulið ekki brenna brauðið Það er erfitt að finna góð hamborgara- brauð á Íslandi. Ef þú átt ekki kost á að baka eigin brioche-brauð er þau skástu að finna í Víði. Grillaðu þau varlega, við erum ekki að leita eftir ristuðu brauði, en við viljum fá smá rendur. Skráning han á skrifstofu Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Upplifðu ÚtivistargleðiUpplifðu ÚtivistargleðiJónsmessuhátíð Útivistar 20.-22. júní Skráning fi á skrifstofu krif t f í í w.utivist.is GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA www.weber.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.