Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Síða 67

Fréttatíminn - 06.06.2014, Síða 67
Á mánudaginn verða haldnir opnunar- tónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. Tónleikarnir marka upphaf tón- listarnámskeiðs og tónleikahátíðar í Hörpu dagana 7.-17. júní. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar á strengjahljóðfæri sem náð hafa að skara fram úr á tónlistarsviðinu og unnið til verðlauna. Fremstur í flokki er hinn 18 ára gamli In Mo Yang frá Kóreu sem nýverið hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegu Menuhin-fiðlukeppninni, en hún er meðal virtustu tónlistarkeppna í heimunum. Á fyrri hluta tónleikanna koma fram þrír ungir norskir listamenn. Fiðluleikarinn So- noko Miriam Shimano Welde, 17 ára, hefur margsinnis unnið til verðlauna og keppir fyrir hönd Noregs í Eurovision Young Mu- sicians keppninni 2014, sigurvegari þeirrar keppni 2012, víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad og sellóleikarinn Sandra Lied Haga sem hefur verið sigursæl um allan heim. Ungmennin munu leika saman tríó auk einleiksverka fyrir sín hljóðfæri. Þessir ungu einleikarar eru allir komnir hingað til lands að taka þátt í sumarnám- skeiði Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar, sem nú er haldið í annað sinn. Á námskeið- inu munu þau miðla af reynslu sinni og vera öðrum þátttakendum hvatning til dáða. Ungir einleikarar í Hörpu „Kærleiksdiskur“ Labba í Mánum Ólafur Þórarinsson sem flestu tónlistaráhuga- fólki er i kunnur sem Labbi í Mánum sendi nýverið frá sér nýjan disk sem nefnist Lítið ljós. Tónlistin á þessum nýja disk er á ljúfu nótunum og er einskonar „kærleiksdiskur“ eins og Labbi orðar það sjálfur. Telur hann diskinn auka kær- leika og umhyggju milli manna. Lögin eru 14 talsins og í afar vönduðum bækling sem fylgir disknum, má lesa frásagnir af tilurð laganna. Labbi syngur flest lögin sjálfur en fær einnig til liðs við sig söngkonuna Guðlaugu Dröfn Ólafs- dóttur og tenórinn Gissur Pál Gissurarson. Diskurinn er fáanlegur í flestum hljómplötu- verslunum og er það Zonet sem gefur út. Svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfjelagið flytja frönsk sjómannalög, íslensk sönglög og nokkrar kveðjur frá svissnesku Ölpunum á tónleikum í Listasafni Íslands laugar- daginn 7. júní klukkan 16. Bâlcanto sækir efnis- skrá sína í söngvasjóð franskra sjómanna sem komu til stranda Íslands á árum áður og tóku með sér lög frá Bretagne- skaganum – föðurlandi þeirra flestra. Einnig hefur kórinn kynnt sér nokkrar ís- lenskar söngperlur og fær liðsstyrk úr Söngfje- laginu við flutning þeirra. Söngfjelagið er blandaður kór, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í kórnum eru 60 manns, allir ýmist kórvanir eða tónlistarmenntaðir. Ekki eru seldir miðar á tónleikana sérstaklega en aðgangseyrir að Lista- safni Íslands er 1.000 kr. Sótt í söngvasjóð franskra sjómanna Velkomin á nýja sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem Ragnar Axelsson bregður upp hrífandi mannlífsmyndum af harðbýlum svæðum í norðri og viðkvæmri náttúru á hverfanda hveli. Ljósmyndasafni Reykjavíkur Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 12 – 19 Föstudaga kl. 12 – 18 Helgar kl. 13 – 17 Velkomin á nýja grunnsýningu í Árbæjarsafni sem færir okkur aftur til þess tíma er lífsbaráttan breyttist í lífsgæðakapphlaup. Sjáðu hvernig Íslendingar urðu á nokkrum áratugum neytendur í tæknivæddum heimi. Árbæjarsafni Kistuhyl 4, 110 Reykjavík Opið alla daga kl. 10 – 17 SPEGILL LÍFSINS Ragnar Axelsson NEYZLAN Reykjavík á 20. öld  TVÆR NÝJAR SÝNINGAR hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt safn í eigu borgarinnar en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey. menning 67 Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.