Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 4
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s – Komdu núna – TAXFREE DAGAR 20,32% afsláttur af öllum vörum – F ImmTudaG TIL SunnudaGS – að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Bara 4 dagar komdu núna Ólafur Margeirsson  Viðskipti Einstaklingar auka hlutabréfakaup Ekki ráðlegt að setja sparifé í hlutabréfakaup Einstaklingar sækja í auknum mæli inn á hlutabréfamarkaðinn og eiga nú 5-6% af hlutafé í skráðum innlendum hlutafélögum í Kauphöllinni. Á bak við þá tölu eru 8.578 einstaklingar, að sögn Magnúsar Harðarsonar, forstöðumanns viðskiptasviðs Kauphallarinnar. Ólafur Margeirsson hagfræðingur mælir ekki með því að fólk setji sparnað sinn í hlutabréf á Íslandi í dag. Á hugi einstaklinga á hlutabréfum er að aukast á ný. Um það leyti sem hrunið varð áttu einstakling- ar 11-12% af skráðu hlutafé en sú eign guf- aði að mestu upp þegar bankarnir féllu og hlutabréfamarkaðurinn gufaði upp haustið 2008. Eftir hrun voru einstakling- ar tregari en áður til að taka áhættuna á að fjárfesta í hlutabréfum. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar annars vegar og aðrir lögaðilar voru orðnir nán- ast einir um hituna í byrjun ársins 2010. Þá áttu einstaklingar aðeins um 4,5% af skráðu hlutafé hér á landi. Nú segir Kauphöllin hins vegar að greinilegt sé að vilji einstaklinga til hluta- bréfaviðskipta sé að aukast á ný eins og sést af því að einstaklingar eiga nú 5-6% af öllu skráðu hlutafé á markaðnum. Mest af aukningunni má rekja til aukinna við- skipta hlutabréfasjóða þar sem áhættu er dreift með mismunandi hætti milli skráðra félaga, segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphall- arinnar. Innherjar og aðrir einstaklingar Oftast eru það „heimilin í landinu“ sem fjárfesta sparnað sinn með hlutabréfa- kaupum en í hópi þessara einstaklinga er líka að finna allmarga stjórnendur, stjórn- armenn og aðra innherja og er hlutafjár- eign viðkomandi þá iðulega tengd starfi eða starfskjörum og bundin í hlutabréf- um viðkomandi fyrirtækis. Hópur stjórnenda og innherja á að jafn- aði hærri fjárhæð í hlutabréfum en ein- staklingar úr hópi venjulegra fjárfesta. Engar tölur liggja þó fyrir um það hve margir eru í hópi stjórnenda og innherja og hve stóran hluta þeir eiga af þeim 5-6% hlutafjár, sem telst vera í eigu einstak- linga. Ekki er heldur vitað að hve miklu leyti stjórnendur og innherjar stóðu að baki þeim 4,5% sem voru í eigu allra ein- staklinga árið 2010. En hversu góð hugmynd er það fyrir „heimilin í landinu“ að ávaxta sparifé sitt í hlutabréfum um þessar mundir? Við bárum þá spurningu undir Ólaf Margeirs- son, hagfræðing við Exeter-háskóla í Eng- landi: “Ekki mundi ég setja minn sparnað í hlutabréf” „Ekki ætla ég að stjórna því hvað fólk gerir með peningana sína en ekki myndi ég setja minn sparnað í hlutabréf á Ís- landi í dag,“ svarar Ólafur. Hann segir að verðlagning sé nú í hærra lagi. „Og miðað við slíkt má geta sér til um að hægt sé að finna betri ávöxtunarkosti annars staðar, sé a.m.k. tekið tillit til óvissu.“ „Vafalaust eru einhverjir sem hafa hagnast vel á hlutabréfakaupum síðustu misserin og þess vegna eru einhverjir sem freistast til þess ‘að hlaupa með’,“ segir Ólafur. „Eftir sem áður gildir hið fornkveðna að fólk ætti að vara sig á því að láta ekki stjórnast um of af hjarð- hegðun þegar kemur að braski með ýmis konar eignir: þegar nágranni þinn segir þér hversu mikið hann hefur grætt á hlutabréfamarkaðinum er tími til kominn að selja en ekki kaupa.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Eftir hrun hurfu einstaklingar að mestu af hlutabréfamarkaði en eru farnir að sækja þangað á ný. Einstak- lingar eiga nú 5-6% af öllu skráðu hlutafé á markaðnum. VEður föstudagur laugardagur sunnudagur Hvasst oG HríðarvEður um N-vErt laNdIð. HöfuðborGarsvæðIð: N-strEKKiNgur og úrKoMulaust. skafrENNINGur oG éljaGaNGur a- oG Na-laNds framaN af dEGI, EN aNNars læGIr, bIrtIr oG kólNar. HöfuðborGarsvæðIð: léttsKýjað og fost. frEkar kalt, EN bjart oG stIllt. vErsNar oG mEð sNjókomu s- oG v-laNds um kvöldIð. HöfuðborGarsvæðIð: sÓl fraM Eftir dEgi og Kalt, EN HvEssir sÍðdEgis og sNjÓar. Enn vetur þrátt fyrir jafndægur að vori Óveðrið gengur niður seint í dag föstudag á vestfjörðum, og snemma á laugardeg austanlands. Þá verður væntanlega unnið við opnum vega í góðu og fallegu vetrar- veðri sem haldast mun fram á sunnudag. frost verður um land allt og talsvert inn til landsins. Á sunnudag nálgast skil lægðar úr suðvestri og fer versnandi með snjókomu sunnan og vestanlands síðdegis eða jafn- vel ekki fyrr en um kvöldið. Hlánar um nóttina. 2 -2 0 0 1 -4 -6 -5 -5 -3 -5 -8 -10 -11 -9 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.