Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 74
fermingar Helgin 21.-23. mars 20142 Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra · Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Léttar ferðatöskur Kortaveski úr leðri frá kr. 3900. Nafngylling kr. 1100. Tru virtu ál kortahulstur. Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum. Skartgripaskrín- Lífstíðareign Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 69 1 T víburasysturnar Ásta og Heiða Krist- insdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Þær hafa undirbúið stóra daginn í allan vetur og sótt fermingar- námskeið hjá kirkjunni þar sem þær hafa fræðst um kristna trú og Mamma saumaði fermingarkjólana Tvíburasysturnar Heiða og Ásta Kristinsdætur fermast núna um helgina í Grafarvogskirkju. Þær hafa tekið virkan þátt í undirbúningi veislunnar og bakað veitingar með mömmu sinni. Á undirbúningsnámskeiði fyrir ferminguna söfnuðu þær fyrir vatnsbrunni í Afríku með fermingarsystkinum sínum. Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Fermingarbörnin þar verða um 230 talsins og fermd í 12 hópum. Systurnar völdu sér ritningargrein úr fyrsta sálminum sem þær lærðu þegar þær voru yngri. Ljósmynd/Hari. lært ýmislegt tengt lífsleikni. Þær systur eru líka í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu og skírast þar og fá blessun í apríl. Hópurinn sem Ásta og Heiða fermast með æfði sig fyrir ferm- ingarathöfnina í kirkjunni í vik- unni og fékk blaðamaður að fylgj- ast með. Greinilegt er að það er að mörgu að huga fyrir fermingar- börnin og eins gott að standa upp og setjast á réttum tíma. Stærsti höfuðverkurinn fyrir flesta er þó sennilega að muna ritningartext- ann sinn og bera hann fram skýrt og skorinort. Grafarvogssókn er stór og fermast þar um 230 börn í vor, í 12 hópum. Fyrstu hóparnir fermast næsta sunnudag. Hvert ferm- ingarbarn velur hvaða ritningar- grein það fer með í athöfninni og til hliðsjónar hafa prestarnir tekið saman lista af hugmyndum. Þær systur Ásta og Heiða ætla með sömu ritningargreinina og voru ekki nokkrum vafa þegar kom að valinu. „Ritningin okkar er úr fyrsta sálminum sem við lærðum svo við kunnum hana mjög vel,“ segja þær. Heiða bætir við að hún sé pínu kvíðin yfir því að gleyma textanum. Til allrar hamingju fá fermingarbörnin þó að hafa með sér miða til að kíkja á ef þau skyldu gleyma sínum texta. Eins og áður segir hafa Ásta og Heiða sótt fermingarnámskeið í vetur og undirbúið sig undir ferm- inguna. Hluti af undirbúningnum var að láta gott af sér leiða og söfnuðu ungmennin pening sem notaður verður til að byggja vatns- brunn í Afríku. „Við fengum dósir og gengum með þær í hús og söfnuðum pening. Þetta var hluti af stærra verkefni og gert í öllum kirkjum í Reykjavík, held ég,“ segir Ásta. Ásta og Heiða eru líka í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu og skírast þar og fá blessun í apríl og ætla slá veislunum vegna þess og fermingarinnar í Grafarvogs- kirkju saman núna á sunnudag- inn. Aðspurðar hvort ekki hafi verið strembið að læra fyrir báðar athafnirnar segja þær svo ekki vera. „Við notum sömu bókina, Con Dios, svo það var ekki svo flókið. Við erum að mestu leyti að læra það sama.“ Þær segja töluverðan mun á kirkjunum tveimur. „Í Hvítasunnukirkjunni er öðruvísi tónlist. Meira svona popp og allir syngja með lyfta upp höndum. Það getur verið svolítið skrítið fyrir fólk að upplifa það í fyrsta sinn.“ Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi stóra dagsins í vetur. „Við erum búnar að vera að undirbúa og finna sal og svo- leiðis. Svo höfum við líka hjálpað mömmu og vinkonu hennar að baka sumar kökurnar, sem var mjög skemmtilegt.“ Móðir þeirra saumaði kjólana eftir þeirra óskum og ætla þær að vera eins á fermingardaginn. „Við verðum í hvítum kjól með víðu pilsi og blúndu að ofan og á erm- um. Yfir verðum við svo í svörtum blazer-jakka og í svörtum skóm við.“ Myndatakan er afstaðin en hana fóru þær í eftir prufuhár- greiðsluna. Þegar Ásta og Heiða eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að fermast stendur ekki á svari. „Til að staðfesta trúna á Guð fyrir fólki.“ Þær segja flesta í sínum bekk fermast, einhverjir þó í annarri kirkju. Systurnar fá Mac Book Air tölvu í fermingargjöf frá for- eldrum sínum en áttu þó ekki að fá að vita það fyrir ferminguna. „Mamma sagði okkur það óvart. Það eiginlega datt út úr henni,“ segir Ásta og þær hlæja báðar dátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.