Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 84
KYNNING fermingar Helgin 21.-23. mars 201412 Toblerone bollakökur  2 bollar hveiti  1 ½ bolli sykur  6 msk bökunarkakó  1 tsk salt  1 tsk matarsódi  3 egg  2 tsk vanilludropar  ¾ bolli olía  1 bolli kalt vatn  1 x 100 g stöng af Toblerone (saxað) 1. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar. 2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og van- illudropa þar til það verður létt í sér. 3. Bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður á milli. 4. Bætið Toblerone út í í lokin og hrærið saman við. 5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur. Toblerone krem  500 g flórsykur  125 g smjör við stofuhita  3 msk bökunarkakó  2 stykki 100 g Toblerone (saxað)  ½ bolli rjómi (hitaður) 1. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og blandið rólega saman við hitaðan rjómann – kælið örlítið. 2. Hrærið saman flórsykur og smjör á lágum hraða þar til slétt og fellt (skafið niður á milli). Bætið bökunarkakói útí og hrærið áfram. 3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við flórsykursblönduna og hrærið í á meðan, skafið niður hliðarnar á milli. Aukið hraðann og hrærið á góðum krafti í um 5 mínútur eða þar til kremið verður létt og loftkennt. 4. Setjið í sprautupoka og notist við stóran stjörnustút við skreytinguna, stráið svo söxuðu Toblerone yfir og stingið Mini- Tobleronebita í hverja köku. Gotterí í fermingarveisluna Berglind Hreiðarsdóttir heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar þar sem lesendur slefa yfir girnilegum kökupinnum, kökuskreytingum og fleiru. Berglind færir okkur hér forvitnilegar uppskriftir fyrir fermingarveisluna. É g eyði miklum tíma í eldhúsinu þegar ég er ekki að vinna. Á síðunni sérhæfi ég mig í öllu tengdu bakstri, kökuskreytingum og gott- eríi,“ segir Berglind Hreið- arsdóttir. Berglind heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar, Gotterí.is. Á henni er að finna fjöldann allan af girnilegum upp- skriftum af kökum og því sem þeim tilheyrir. Hugmyndir héðan og þaðan „Ég byrjaði með síðuna um það leyti sem ég flutti heim frá Bandaríkjunum fyrir rúmu ári. Þá hafði ég verið að dúlla mér við að safna upplýsingum og efni fyrir síðuna,“ segir Berglind þegar hún er spurð um til- urð heimasíðunnar. Hvaðan færðu hugmynd- irnar? „Ég fæ hugmyndir héðan og þaðan. Ég skoða mikið erlend matarblogg, Pinterest og Youtube. Svo býr maður til sitt eigið og blandar saman hugmynd- um.“ Um að gera að nota góða nammið Henta margar af uppskrift- um þínum fyrir fermingar- veislur? „Já. Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg æðislega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborð- ið. Bollakökur og smáréttir eru líka mjög vinsælir. Mér hefur fundist að þetta litla hverfi fljótt af borðinu á meðan stóra kakan er kannski ekki mikið snert. Fólki finnst svo gaman að smakka margar tegundir.“ Auk þess að vera með uppskriftir á síðunni sinni býður Berglind upp á nám- skeið fyrir áhugasama. „Þetta eru þrenns konar námskeið fyrir utan barna- námskeið; bollakökunám- skeið, kökupinnanámskeið og námskeið í sykurmassa- skreytingum. Þetta gæti vel hentað þeim sem eru að fara að halda fermingar- veislur.“ Í uppskriftunum þínum hér í blaðinu notastu við Daim og Toblerone. Er það vinsælt hráefni? „Já, það er hægt að gera rosalega mikið með Toblerone og Daim. Það er til dæmis hægt að víxla þeim í uppskriftunum hér, það má leika sér með þetta að vild. Það er um að gera að nota allt nammið sem manni þykir gott.“ Allar nánari upplýsingar um kökupinnagerð er að finna á www.gotteri.is Dökkir Daimkökupinnar  30 kökukúlur (blanda af súkkulaðiköku og vanillukremi)  2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur.  Dökkt hjúpsúkkulaði/Candy Melts  Kökupinnaprik  Saxað Daim til skrauts. Ljósir Daimkökupinnar  30 kökukúlur (blanda af vanilluköku og vanillukremi)  2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur.  Ljóst hjúpsúkkulaði/Candy Melts  Kökupinnaprik  Saxað Daim til skrauts. Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg sjúklega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.