Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 28
20 – 50 % Afsláttur 552-8222 / 867-5117 Antik útsAlA {Skápar} {Skenkir} {Myndir} {Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð} 30 – 50 % AF húsgögnum 50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum Hélt aldrei upp á afmælið Þar sem maðurinn var stöðugt heima og fór ekki út nema örfáum sinnum á ári vildi Björn ekki bjóða krökkum úr skólanum heim. „Ég á enga vini úr grunnskóla. Ég hélt aldrei upp á afmælið mitt og bauð engum heim. Ég man eftir því að hafa einu sinni boðið vinkonum úr skólanum heim að horfa á vídeómynd en meira var það ekki á þessum þremur, fjórum árum sem ofbeldið stóð yfir. Ég kynntist reyndar strák í blokkinni, góðum dreng sem kom stundum inn þegar ég vissi að hann var inni í her- bergi.“ Þegar Björn varð sextán ára flutti hann í stúdíóíbúð sem hafði verið útbúin í hjólageymslunni í kjallaranum en þá var hann þegar farinn að vinna á skemmtistöð- um og byrjaði 15 ára á Tunglinu þar sem hann hafði umsjón með miðasölu og sá um að taka tóm glös af borðum. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt að gera það 15 ára en þetta var minn flótti. 16 ára var ég svo byrjaður að skipuleggja reif- partí.“ Maðurinn missti föður sinn á þessum tíma og þá studdi Björn hann að gröfinni. Þeir fóru að tala eilítið saman eftir það en brátt flutti maðurinn út af heimilinu og þeir hittust ekki aftur fyrr en síðar. Alla tíð faldi Björn ofbeldið fyrir móður sinni og hún gerði sér því ekki fylli- lega grein fyrir hvað hafði gengið á fyrr en löngu seinna. Gegndarlaus siðblinda Björn telur sig ekki vera alkó- hlólista út af ofbeldinu en það hafi hins vegar flýtt ferlinu. „Það var í raun ekki fyrr en eftir að ég hætti að drekka sem ég áttaði mig á því að líðan sem ég taldi vera eðlilega var það alls ekki. Ég tók betur eftir þunglyndi, áráttuhegðun, þráhyggju og maníu sem ég hafði breytt yfir með áfengi. Ég segi oft að það besta sem kom fyrir mig eftir að ég hætti að drekka er að ég komst að því að ég er geðveikur. Það var mikið frelsi. Ég lærði líka að ég þarf ekki að skammast mín. Það er ekki val að vera alkhóhól- isti, það er sjúkdómur. Þunglyndi og þráhyggja eru sjúkdómar og ég tek á þeim sem slíkum. Ég skammast mín ekki. “ Hann er líka þakklátur fyrri að hafa áttað sig á því hversu siðblindur hann var í neyslu. „Minn alkóhólismi var gegndarlaus siðblinda. Á bernsku- heimilinu var ég sífellt að reyna að stjórna aðstæðum, búa til sögur til að fólk áttaði sig ekki á því hvað væri í gangi og fela áverka. Þegar ég seinna lenti í erfiðum aðstæð- um leitaði ég í sama farið, fór að ljúga eða breyta aðstæðunum. Ég kunni ekki að takast á við erfið- leika með eðlilegum hætti. Sumir segja að það sé galið að einhver læri að ljúga og svíkja og fela en þetta var bara þannig. Það sem mér hefur þótt verst er að þetta hefur bitnað á þeim sem þetta átti ekki að bitna á. Ég hef áttað mig á brestum mínum og reyni bæði að lifa með þeim og breyta. Mistökin sem ég hef gert hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag, og ég er þakklátur fyrir þau mistök sem ég hef gert því ég hef alltaf staðið upp og haldið áfram, reynt að bæta mig. Læra af mistökunum.“ Mamma er frábær kona Björn er enn að vinna í sjálfum sér en telur að uppgjörið nú hjálpi honum að komast þangað sem hann ætlar sér. „Við móðir mín töl- uðum ekki um ofbeldið fyrr en ég hætti að drekka. Þegar ég átti tvær vikur eftir af meðferð á Staðarfelli og var búinn að átta mig á því hvert ég var að reyna að komast þá hringdi ég í þennan mann og sagði honum að ég væri búinn að fyrir- gefa honum. Ég fyrirgaf honum sannarlega, og ég varð að gera það til að ég færi svo ekki beint á bar- inn og færi að drekka út á hann. Ég sagði honum að ég fyrirgæfi honum allt sem hefði gerst og ég væri ekki reiður út í hann. Síðan ég stóð þarna á annarri hæð á Staðarfelli við tíkallasímann hef ég ekki fundið til reiði í hans garð. Ég hef hitt hann, hann hefur hitt elsta son minn. Ég og sonur hans eru mjög góðir vinir. Ég er ekki reiður og ég væri á mjög slæmum stað í lífinu ef ég væri það. Það sem gerð- ist hins vegar var að ég varð mjög reiður út í móður mína og það vildi ég laga. Mér fannst fáránlegt að einhver maður gæti framkallað að ég væri reiður í garð móður minnar í mörg ár. Ég bar það undir mömmu áður en ég birti pistilinn. Henni líður ekki vel yfir þessu en við höfum farið yfir málin og hún er frábær kona. Ég bar það undir systur mína að birta pistilinn og ég bar það undir son þessa manns. Kannski er undarlegt að ég hafi hitt hann og talað við hann en hvað á ég að gera? Ég er viss um að þetta eru hlutir sem honum líður ekki vel yfir en af hverju ætti ég að vera reiður út í hann? Af hverju á ég ekki að fyrirgefa honum? Fyrir mér er hann ekki vondur maður og ég vona að hann geti líka unnið úr þessu. Ég skrifaði pistilinn ekki til að velta honum upp úr fortíðinni. Ég er að gera þessi mál upp til að ég og mitt fólk eigi betra líf og samskipti mín við aðra verði betri. Mig langar að verða betri maður.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Björn Steinbekk segir það hafa verið mikilvægur þáttur í hans eigin bata að hætta að vera reiður og fyrirgefa manninum sem beitti hann ofbeldi. Ljósmynd/Hari 28 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.