Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 22
gefandi að vinna svona einstaklings- miðað starf því á þann hátt byggir maður upp traust og gott meðferðar- samband, og þannig næst árangur,” segir Halldóra. Fíkniefni og glötuð sjálfsmynd algengir fylgikvillar Þegar einstaklingur greinist með geðrof hefur oft verið mikið álag inn- an fjölskyldunnar. Skyndilega finnur svo nærumhverfið að hjálp er nauð- synleg. Oft á tíðum spila fíkniefni inn í ferlið því fólk með geðrofssjúkdóma á það til að leita að betri líðan í efnum sem auðvelt er að nálgast, eins og kannabis. Ein af afleiðingum geðrofssjúk- dóma er að fólk tapar sjálfsmyndinni og missir trúna á eigin getu. Þar af leiðandi felst stór þáttur bataferilsins í að finna styrkleika hvers og eins, það er fyrsta skrefið út í daglega lífið. Þar spilar hreyfing stórt hlut- verk en á Laugarási starfa 3 íþrótta- fræðingar. „Fólk þarf minna á með- ferðarstofnunum að halda en áður því úrræðin eru fleiri í dag auk þess að nú er gríðarlega mikil ígrundun hvað varðar lyfjagjafir. Það er áhugavert að eftir að við fórum að vinna svona mikið með hreyfingu þá hefur dregið verulega úr notkun verkjalyfja, kviða- stillandi lyfja og svefnlyfja. Nætur- svefninn er betri og fólk blómstrar í líkamlegri tjáningu og fasi,“ segir Magnús, en Laugarásinn hefur sett íþróttir og hreyfingu í forgrunn í sínu starfi með stuðningi World Class. Alltaf biðlisti Þjónustan á Laugarási miðast við 3-5 ár sem þýðir að innan veggja hússins er fólk komið mislangt í sínum bata. „Sumir eru komnir í vinnu eða skóla og koma hér við kannski einu sinni í mánuði en svo eru aðrir sem þurfa á okkur að halda allan sólarhring- inn,”segir Halldóra. „Það er alltaf biðlisti hjá okkur en við reynum að bregðast við öllum umsóknum. Við lítum á það sem okkar skyldu að taka einstaklinga með fyrsta geðrof inn til okkar. Það er bara of mikið í húfi. Batahorfur eru svo miklu betri ef grip- ið er inn í sem fyrst. Það er mjög sjaldgæft að fólk fari úr þjónustunni hjá okkur þegar það er komið inn. Þegar fólk er búið að átta sig á aðstæðum og komið hérna inn þá vill það vera hér. Hér eru allir á sínum forsendum og okkur hefur tekist að mynda góð tengsl og traust í nær öllum tilfell- um við okkar þjónustuþega og fjölskyldur þeirra“ seg- ir Halldóra en á Laugarási fer fram mikil fræðsla fyrir bæði þjónustuþega og að- standendur þeirra. Sunnudagar á miðvikudögum Það er algengur mis- skilningur að ekki sé hægt að ná bata eftir geð- rof. Á Laugarási er alltaf stefnt að bata, það er að uppfylla og fullnægja lífsgæðum hvers og eins þrátt fyrir sjúkdóminn. „Margir losna við ein- kennin, sem eru oftast skerðing á tengslum við raunveruleikann, á meðan aðrir eru alltaf með væg einkenni sem þeir þó ná að lifa með. Sumir fá geðrofsein- kenni aðeins einu sinni sem hægt er að vinna bug á með lyfjameðferð. Sjúkdómurinn er bara svo misjafn eftir einstaklingum og þess vegna er einstaklingsmiðuð meðferð svo mikilvæg,” segir Halldóra og bætir því við að auk hreyfingar séu heil- brigðir lífshættir eitt af lykilatrið- unum þegar kemur að bata og gott mataræði sé þar af leiðandi mikil- vægur þáttur í starfinu. Á Laug- arási er lögð áhersla á að allir taki þátt og eldi saman. „Hér elda allir og borða saman, þjónustuþegar og starfsfólk. Það eru svo margir sem eyða sunnudögum með fjölskyld- um sínum að við ákváðum að elda alltaf hátíðlega sunnudagsmatinn á miðvikudögum,” segir Magnús. Erum hrædd við geðsjúkdóma „Starfsemin hér er skref út í lífið. Það er mjög mikill misskilningur að fólk með geðrofssjúkdóma þurfi að dvelja á meðferðarstofnun alla ævi,” segir Halldóra en þau Magnús eru sammála um það að umræðan um geðheilbrigðismál þurfi að vera jákvæðari og fela í sér góðar upplýsingar. „Meginástæða þess að það þrífast enn fordómar gagn- vart geðsjúkdómum er þörf mannsins til að hafa skýringar á öllum hlutum og að við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki. Þegar um geðsjúkdóma er að ræða þá eru oft á tíðum engar skýringar, við vitum ekki orsakir sjúkdómsins. Áður fyrr einangruðust fjölskyldur því ekki var hægt að útskýra veikindin og fólk var oft hlaðið sekt- arkennd. Þetta má samt ekki trufla okkur í að þróa jákvæða umræðu,”segir Magnús. Það má segja að starfs- fólkið á Laugarási vinni brautryðjendastarf. Þau hafa enga aðra starfssemi á Íslandi til að miða sig við en horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að því að afla sér þekkingar. Þau reyna stöðugt nýjar leiðir til að auka lífs- gæði þjónustuþeganna og sækja t.d. ráðstefnur erlendis og flytja með sér nýja þekkingu heim. Í sameiningu hefur starfsfólkið á Laugarási skapað það sem þau kalla „íslenska módelið“ í bataferli ungs fólks með geðrofs- sjúkdóma. Magnús og Halldóra eru sammála um að galdurinn bak þetta kröftuga starf sé einstaklega gott og metnaðarfullt starfsfólk sem og húsið sjálft, sem búi yfir góðum anda sem næri alla sem að starfseminni koma. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Goodnight Erum hrædd við það sem við þekkjum ekki Við Laugarásveginn stendur fallegt hús sem hýsir metnaðarfulla starfs- semi. Þar vinnur starfsfólk sem leggur alla sína krafta í að veita ungu fólki með geðrofssjúkdóma þá allra bestu þjónustu sem völ er á. Laugarás, er deild innan geðsviðs Landspítalans fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára sem er með byrjandi geðrofssjúkdóma. Á ður fyrr voru fyrstu kynni ungs fólks sem var að veikjast í fyrsta sinn af blandaðari deild þar sem fólk var misveikt. Þar að auki var meðferðin sú sama fyrir alla en í dag er lögð áhersla á einstak- lingsmiðaðan bata,” segir Magnús Ólafsson deildarstjóri Laugaráss, en hann hefur starfað við geðsvið Lands- spítalans í 30 ár. „Það hefur alltaf verið minn draumur að sjá sérúrræði fyrir þennan hóp. Ef grunur leikur á um geðrof skiptir snemminngrip meðferðaraðila öllu máli og þá er alveg nauðsynlegt að viðeigandi endurhæfing sé í boði. Einkenni geðrofssjúklinga eru mjög marg- breytileg. Þú getur verið með nokkra einstaklinga með geðrofssjúkdóm en þeir eru allir með mjög ólík einkenni,” segir Magnús. Halldóra Friðgerður Víðisdóttir aðstoðardeildarstjóri segir einstaklinginn alltaf fá að ráða ferð- inni sjálfur og enginn sé nauðugur á Laugarási. „Forræðishyggjan sem ef til vill stýrði áður ferðinni er sem bet- ur fer að líða undir lok. Það er mjög  Ungt fólk og geðsjúkdómar geðrofssjúkdómar 1 Geðrofssjúkdómar eru geðsjúk-dómar sem einkennast meðal annars af geðrofi. Geðrof er ástand þar sem tengslin við raunveruleikann rofna. 2 Í geðrofi koma fram ranghug-myndir, ofskynjanir, hugs- unin getur orðið ruglingsleg og oft breytast tilfinningar og hegðun. 3 af 100 3 Geðrof er algengara en flestir halda, en þrír af hverjum hundrað fara í geðrof einhvern- tímann á lífsleiðinni. 16-30 ára 4 Í langflestum tilfellum kemur fyrsta geðrof fram á aldrinum 16-30 ára. 5 Hægt er að meðhöndla geðrof með góðum árangri en mjög mikilvægt er að greina það snemma og hefja meðferð til að draga úr framgangi sjúkdómsins. Á Laugarási starfar 28 manna þverfaglegur hópur sem leggur allan sinn metnað í að hjálpa ungu fólki sem hefur upplifað geð- rofssjúkdóma að stíga aftur út í samfélagið. Það er áhugavert að eftir að við fórum að vinna svona mikið með hreyf- ingu þá hefur dregið verulega úr notkun verkjalyfja, kvíðastill- andi lyfja og svefnlyfja. Frá vinstri: Magnús Ólafsson deildarstjóri, Þorri Snæ- björnsson ráðgjafi/stuðningsfulltrúi, Jenný S. Níelsdóttir sjúkraliði, Rafn Haraldur Rafnsson íþróttafræðingur, Heiðrún Hafþórsdóttir ráðgjafi/stuðningsfulltrúi, Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur, Gunnar Þór Andrésson íþrótta- fræðingur, Valur Bjarnason félagsráðgjafi og Halldóra F. Víðisdóttir aðstoðardeildarstjóri. Ljósmyndir/Hari 22 úttekt Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.