Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 76
fermingar Helgin 21.-23. mars 20144
Gamaldags rakaraklipping
í tísku hjá strákum
Í vor er hártískan hjá strákum
undir áhrifum frá Mad Men
þáttunum, snyrtilegt hjá eyrum
og á hnakka og toppurinn
greiddur til hliðar. Mjög sítt hár
er í tísku hjá stelpum og vinsælt
að setja í það liði eða fléttur.
É g mæli alltaf með því að krakkar fylgi ekki ýktum tískustraumum þegar verið
er að greiða fyrir ferminguna,
heldur hafi hlutina sígilda. Ég veit
til dæmis um fólk sem fermdist í
kringum 1987 og var í bermúda
buxum, með risastóra axlapúða
og brodda og þolir ekki ferm-
ingarmyndina sína,“ segir Nonni
Quest, eigandi hársnyrtistofunnar
Kristu/Quest og formaður meist-
arafélags hársnyrta.
Hjá strákum er mikið í tísku
núna að vera með gamaldags
herraklippingu og segir Nonni
hártískuna minna á Mad Men sjón-
varpsþættina. „Þetta eru þessar
gömlu, virkilega vel útfærðu her-
raklippingar. Þá er hárið snyrtilegt
í kringum eyrum og á hnakka. Svo
er toppurinn greiddur til hliðar.
Það má því segja að gömlu rak-
araklippingarnar séu að ryðja sér
aftur til rúms og svo sannarlega
kominn tími til,“ segir hann.
Sítt hár er vinsælt hjá stelpum
og segir Nonni það vissa áskorun
fyrir hársnyrtifólk. „Þá er hárið
þungt og erfiðara viðfangs. Nú er
mjög vinsælt að vera með sígildar
greiðslur, eins og liði eða fléttur
en minna um uppsett hár.“ Sé sett
skraut í hárið er tískan í vor að
hafa það mjög smátt í sniðum.
Nonni Quest hársnyrtimeistari mælir með
því að fermingarbörnin séu með klassíska
hárgreiðslu.
Sítt hár er mikið í tísku hjá stúlkunum
og fléttur vinsælar.
Hártískan hjá strákunum er undir áhrifum frá sjónvarpsþáttunum Mad Men.
Liðir eru vinsæl
fermingargreiðsla
hjá stelpum í vor.
Siðmennt hefur staðið fyrir borgara-
legri fermingu í 25 ár og hafa vinsæld-
irnar aukist ár frá ári. Nú í vor ætla
um 304 ungmenni að fermast borg-
aralega hjá Siðmennt en í fyrra voru
þau 209 svo aukningin á milli ára er
45 prósent. Þegar fyrsta athöfnin fór
fram árið 1989 voru 16 ungmenni sem
fermdust borgaralega.
Nú í vor verða samtals 9 athafnir á
6 stöðum á landinu. Þrjár í Reykjavík,
tvær í Kópavogi og ein á Akureyri,
Flúðum, Fljótsdalshéraði og á Höfn í
Hornafirði. Undirbúningur borgara-
legrar fermingar felst í því að börnin
sæki námskeið þar sem þau eru
undirbúin undir það að verða fullorðin
með öllum þeim réttindum og skyld-
um sem því fylgja. Þar er til dæmis
farið yfir samskipti unglinga og full-
orðinna, fjölskylduna, siðfræði, gagn-
rýna hugsun, mismunandi lífsviðhorf,
frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg,
samskipti, mannréttindi og réttindi
unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju
og trúarheimspeki, baráttu fyrir friði,
samskipti kynjanna, umhverfismál,
fordóma, sorgarviðbrögð og fleira.
Hope Knútsson, formaður Sið-
menntar, hafði frumkvæði að því að
bjóða upp á borgarlegar fermingar
á Íslandi og sagði frá því viðtali í
Fréttatímanum september í fyrra
að þegar börnin hennar tvö voru að
komast á fermingaraldur skrifaði
hún blaðagrein þess efnis að þau
ætluðu að verða fyrst á Íslandi til að
fermast borgaralega og bauð öðrum
að vera með. „Síminn hjá mér byrjaði
að hringja þá og hefur ekki stoppað
síðan, í tuttugu og fimm ár,“ sagði
hún. -dhe
Sífellt fleiri kjósa borgaralega fermingu
Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22
borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108
urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115
Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek,
Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11
Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína
og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í
veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!
Nánar um sölustaði á facebook
Höfuðhandklæðin frá Sif eru
saumuð úr gæðabómull. Létt og
þægileg í notkun og henta jafnt
síðu sem stuttu hári og dömum
á öllum aldri.
Fáanleg í 12 litum
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
36% þeirra sem beita drengi
kynferðislegu ofbeldi
eru ókunnugir karlar.