Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 91

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 91
Skinku- og aspasbrauðréttur Þegar við systkinin vorum börn gerði móðir okkar svo ofboðslega góðan brauðrétt fyrir öll afmæli og veislur, gamla og góða skinku- og aspasbrauðréttinn. Til að spara tíma á fermingardaginn má gera réttinn daginn áður og baka svo í ofni rétt áður en hann er borinn fram. • 3 msk. smjör • 4 msk hveiti • 700 ml nýmjólk • 1 askja sveppasmurostur • 1 dós aspas • 1 bréf skinka • 2 til 3 tsk grænmetiskraftur • 15 brauðsneiðar • 250 gr rifinn ostur Bræðið smjör í stórum potti, takið hann af hellunni og hrærið hveiti saman við með pískara - búið til svokallaða smjörbollu. Hrærið smá nýmjólk saman við smjörbolluna og setjið pottinn aftur á helluna. Eftir því sem jafningurinn þykknar, hrær- ið þá mjólk smátt og smátt saman við. Hveitið á það til að hlaupa í kekki þegar mjólkinni er bætt við og því er best að byrja á lítilli mjólk og hræra kekkina út á meðan jafningurinn er þykkur. Athugið að jafningurinn brennur auðveldlega við svo mikil- vægt er að hræra hann stanslaust. Hellið soði úr aspasdósinni í jafn- inginn, skerið aspas og skinku í hæfilega stóra bita og blandið saman við. Smakkið til með grænmetis- krafti, byrjið á 1 tsk. því krafturinn er misjafnlega saltur. Ég nota græn- metiskraft frá Oscar í duftformi. Hit- ið jafninginn að suðu og látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur á meðan brauðið er skorið. Fjarlægið skorpu af brauðsneið- um og skerið þær í teninga. Setjið helming brauðteninganna í botninn á eldföstu móti og ausið helmingi jafningsins yfir. Dreifið afganginum af brauðinu yfir jafninginn í mótinu og hellið svo jafningi yfir. Sáldrið að lokum rifnum osti yfir brauðréttinn og bakið í ofni við 200° í 20 til 25 mínútur eða þar til osturinn verður fallega brúnn og svolítið stökkur. fermingarHelgin 21.-23. mars 2014 19 Réttinn má gera daginn áður og hita í ofni áður en hann er borinn fram. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina. + Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Vertu með okkur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 83 28 0 3/ 14 Myntusúkkulaði og jarðarber eru himnesk blanda og passa afar vel við púðursyk- urmarengsinn. Ekki er úr vegi að skreyta tertuna með myntulaufum og fallegum berjum til að lífga upp á veisluborðið og minna okkur á að vorið er handan við hornið. Marengsbotnar geymast vel og því er tilvalið að baka þá viku fyrir veisluna. • 3 eggjahvítur • 150 gr púðursykur • 80 gr strásykur • 4 bollar Rice Krispies • 200 gr After Eight • 500 ml rjómi • 250 gr jarðarber Þeytið eggjahvítur í skál þar til þær verða stífar og ekki lengur froðukenndar. Bætið púðursykri og strásykri við og þeytið þar til blandan verður ljós og alveg stíf. Blandið Rice Krispies varlega saman við. Teiknið með blýanti hring á sitthvora bökunarpappírsörkina. Gott er að nota botninn úr 24 cm kökuformi til að teikna eftir. Skiptið marengsblöndunni jafnt á bökunarpappírsarkirnar og smyrjið þannig að blandan fylli upp í teiknuðu hringina. Bakið í ofni við 150 °C í 40 mínútur. Takið frá 6 plötur af After Eight og leggið til hliðar ásamt 25 ml af rjóma. Þeytið 475 ml af rjóma. Skerið afganginn af After Eight í smáa bita og blandið saman við þeytta rjómann. Setjið smá slettu af rjóma á kökudisk svo kakan festist við hann og renni ekki til. Hvolfið öðrum marengsbotninum á diskinn og smyrjið helmingi rjómans ofan á. Skerið jarðarberin í smáa bita og dreifið rúmlega helmingnum yfir tertuna. Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið með restinni af rjómanum. Bræðið 6 After Eight plötur í potti við vægan hita með 25 ml af rjóma. Kælið þar til blandan verður volg og hellið yfir tertuna í mjórri bunu með skeið þannig að kakan verði röndótt. Dreifið restinni af jarðarberjunum yfir kökuna og skreytið með myntulaufum. Einnig er hægt að nota Pipp með myntu í staðinn fyrir After Eight. After Eight marengs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.