Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 52
Helgin 21.-23. mars 201452 tíska V ið komum úr líkri átt, erum hönnuðir, stílistar og framleið-endur, og höfum verið að vinna við að framleiða föt fyrir aðra hönnuði í mörg ár. Svo fórum við að rekast á þetta vandamál, að það væri erfitt að finna skyrtur á Íslandi sem passa almenni- lega,“ segir Ólafur Tómas Guðbjörnsson einn eigenda Skyrta Reykjavík. Fyrirtækið, sem er lítið og rekið af fimm vinum, framleiðir handgerðar klæðskerasniðnar skyrtur fyrir karla og konur. Fyrsta skyrtan var sniðin í ágúst í fyrra og síðan hafa 1500 skyrtur verið saumaðar. „Þetta virkar þannig að fólk kemur á Klapparstíg 16 þar sem skrifstofan okkar er, og er mælt svo hægt sé að sér- sníða skyrtuna í framhaldinu. Svo er næsta skref að velja efnið en við erum með yfir 400 efni og mynstur til að velja úr og leggjum mikið upp úr því að vera einungis með hágæðaefni. Við skiptum skyrtunni niður í einingar svo það er hægt að velja mismunandi efni og mynstur eftir hluta skyrtunnar. Sumir vilja hanna sínar skyrtur alveg sjálfir en aðrir vilja aðstoð og handleiðslu stílista. Terry er með svakalega reynslu en hann vann til dæmis hjá Gucci og Burberry’s, segir Ólafur Tómas. „Það er mjög gaman að koma til okkar, við bjóðum upp á huggulegt umhverfi, gott nýmalað kaffi og einlæga og persónulega þjónustu.“ Þegar skyrtan hefur verið hönnuð er hún send í framleiðslu til Indlands þar sem hún er handgerð í lítilli verksmiðju sem sérhæfir sig í klæðskerasaumuðum fötum. „Leslie Dunghan, framkvæmda- stjórinn okkar, er indverskur en hefur búið á Íslandi í sex ár. Hann er frá Banga- lore í Indlandi og þekkir þar fjölskyldu sem rekur þessa verksmiðju sem var ein ástæða þess að við fórum út í þetta. Við byrjuðum á að prófa skyrtur þar fyrir okkur og útkoman var svo góð að við stukkum á tækifærið.“ Ef viðskiptavinurinn er ánægður með útkomuna er svo ekki flókið að ná sér í nýja skyrtu því Skyrta Reykjavík geymir öll málin svo hægt er að panta nýja hve- nær sem er. „Þá sendir þú bara tölvu- póst eða hringir og pantar nýja skyrtu í nýjum lit eða efni. Og svo færðu skyrtu heim til þín sem passar 100%. Nema þá að aðstæður hafi breyst og þú þurfir að stækka eða minnka skyrtuna, en þá kostar ekkert á fá nýja mælingu.“ Von er á standard línu frá þessu framsækna fyrirtæki sem mun byggja á meðaltali þeirra 1500 skyrtna sem framleiddar hafa verið nú þegar. Ólafur Tómas segir útkomuna hljóta að falla í kramið því „hún byggir eiginlega á íslenskri skyrtu- erfðagreiningu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Klæðskerasniðnar skyrtur seldar á Klapparstígnum Skyrta Reykjavík framleiðir handgerðar klæðskerasniðnar skyrtur fyrir fólk sem veit hvað það vill. Ólafur Tómas Guðbjörnsson segir að 1.500 skyrtur hafi verið saumaðar síðan fyrirtækið hóf starfsemi í ágúst í fyrra.  Herratíska skyrta reykjaVík Hefur fengið góðar Viðtökur ...við erum með yfir 400 efni og mynstur til að velja úr og leggjum mikið upp úr því að vera einungis með há- gæðaefni. KYNNING Frá vinstri: Leslie Dcunha framkvæmdastjóri, Ólafur Tómas Guðbjartsson markaðsstjóri, Sæþór Dagur Ívarsson sölustjóri og Íris Sigurðardóttir hönnuður. Á myndina vantar Terry Devos stílista. Ljósmynd/Hari t öffarinn Karl Lagerfeld er kominn með nýjan ilm bæði fyrir herra og dömur, fullkomna parið. Kvenilmurinn er andstæður af ferskum blómum, metalic rose, með eldfimri blöndu af lime og tærum kvenleika magnoliunnar. Upplýstur með Frangip- ani blómi, flauelsmjúkri ferskju, umvafin sensual musk, undirstrikað svörtum amber viðartóni. Herrailmurinn er tímalaus og öfgafullur, karlmannlegur fougere þar sem Lavender er beint í tóna af grænni Fjólu. Safaríkur, brakandi ávaxta tónum af eplum. Með ávanabindandi þægilegum þurrum tón af amber/ viðar köldum krydd tónum líflegum tindrandi karekter. Nýtt frá Karl Lagerfeld ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur 20% afsláttur til 14. apríl 20% afsláttur af völdum vörum SMÁRALIND esprit.com Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 MJÚKT OG FRÁBÆRT Bolur í stærðum S,M.L.XL á kr. 2.500,- buxur á kr. 1.995,- fæst líka í svörtu Full búð af nýjum vörum Laugavegur 58 · S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is Taxfree dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.