Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 44
44 bílar Helgin 21.-23. mars 2014
ReynsluakstuR Dacia DusteR
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
OPIÐ LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00
www.peugeot.is
PEUGEOT 3 8 og 5 8
Frumsýnum á laugardag
PEUGEOT 3 8 og 5 8
PEUGEOT 5 8 - 7 manna
kostar frá kr. 4.190.000
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,8L/100km
CO2 útblástur frá 113gPEUGEOT 3 8
kostar frá kr. 3.990.000
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,7L/100km
CO2 útblástur frá 110g
Peugeot 5008 - 7 manna.
Peugeot 3008
Þú finnur okkur á
facebook.com/PeugeotIceland
Dacia Duster er stór jepplingur eða lítill jeppi eftir því hvernig
á það er litið. Hann er ódýrasti jeppinn á markaðinum, ekki síst
vegna þess að sparað er í hönnun og framleiðslu. Hann reynist
hins vegar vel og vinnur á.
D acia er ný bílategund hér á landi og því enn nokkuð óþekkt. Dacia fyrirtækið
var stofnað í Rúmeníu árið 1966
þar sem það byggði á grunnhönn-
un frá Renault bílaframleiðandan-
um. Um aldamótin keypti Renault
Dacia og hóf þróun og framleiðslu
á bílum sem hafa notið vaxandi
vinsælda í Evrópu. Markmiðið er
að framleiða ódýra bíla sem byggja
á margreyndri hönnun og fram-
leiðslu Renault og Nissan sam-
steypunnar. Aukabúnaði skyldi
haldið í lágmarki til að keyra niður
verðið og tryggja þannig ákveðið
samkeppnisforskot á markaðnum.
Sú stefna virðist hafa heppnast
því Dacia er meðal þeirra bílateg-
unda sem njóta hvað mestar sölu-
aukningar á milli ára í Evrópu og
hefur meðal annars valdið því að
hagnaður Renault meira en tvö-
faldaðist á milli ára á síðasta ári.
Á vef B&L, sem selur Dacia á Ís-
landi, kemur fram að á árinu 2012
keyptu meira en 350.000 viðskipta-
vinir nýjan Dacia í 35 löndum um
heim allan. Í Frakklandi varð Dacia
fimmti söluhæsti bíllinn árið 2011 og
í júlí 2012 var Dacia Duster í sjöunda
sæti yfir mest seldu bíla til einstak-
linga í Þýskalandi. Dacia er einnig
söluhæstur í löndum eins og Rúm-
eníu og Marokkó.
Nýr Dacia Duster fær jafnframt
ágætis dóma í erlendum bílablöðum.
Taka verður tillit til þess að nýr Dacia
Duster er í sama verðflokki og not-
aður bíll í sama stærðarflokki. Nýr
Dacia Duster kostar rétt undir fjór-
um milljónum króna. Nissan Quas-
hqai, annar bíll í svipuðum stærðar-
flokki, kostar um 4,5 milljónir og
Hyundai Santa Fe um 7,5 milljónir.
Öllum þessum upplýsingum
þurfti ég að viða að mér til að geta
myndað mér sjálfstæða skoðun á
Dacia Duster eftir að hafa reynslu-
ekið honum á dögunum. Mér
finnst það galli að geta ekki keypt
hann sjálfskiptan því mér finnst
ósegjanlega leiðinlegt að skipta
um gír. Reyndar hef ég aldrei átt
sjálfskiptan bíl, en öll þessi bíla-
prófun hefur komið mér á bragðið;
ég mun aldrei aftur kaupa mér
beinskiptan bíl. Og þá er Dacia
Duster í raun um leið útilokaður
því hann er einungis framleiddur
beinskiptur. Ástæðan er sjálfsagt
sú að reynt er að halda fram-
leiðslukostnaðinum í lágmarki
enda er aukabúnaður af skornum
skammti.
Bíllinn reyndist ágætlega. Það
er að sjálfsögðu mjög praktískt
að keyra fjórhjóladrifinn bíl að
vetrarlagi á Íslandi. Gírskiptingin
fór pínu í taugarnar á mér því það
var eitthvað svo auðvelt að ruglast
á fyrsta og þriðja gír þegar ég var
að skipta hratt niður úr fjórða eða
fimmta. Ég var á dísilbíl og var þó
nokkur hávaði í vélinni. Að öðru
leyti var bíllinn ágætur fyrir sinn
snúð. Auðvitað engin lúxuskerra,
en allt í lagi fyrir peninginn á
þessum síðustu og verstu.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Einfaldleikinn
í fyrirrúmi
Öruggur
Fjórhjóladrifinn
Rúmgóður
Ódýr
Lítill aukabúnaður
Fæst ekki sjálfskiptur
Helstu upplýsingar
Verð frá 3.990.000 kr
Eldsneytisnotkun frá 5,3 l/100
km í blönduðum akstri
CO2 í útblæstri frá 137 g/km á
blönduðum akstri
Farangursrými 475 lítrar
Dacia er meðal þeirra bílategunda sem
njóta hvað mestar söluaukningar á milli
ára í Evrópu. Mynd/Hari.