Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Sara SnædÍS ÓlafSdÓttir Borgartúni 31 19.-29. mars LAGERSALA Allt að 70% afsláttur af nýlegum og notuðum búnaði frá Canon, Sony, Bose, Lenovo og fleiri heimsþekktum framleiðendum. Takmarkað magn er í boði. Opið virka daga kl. 12–18 og laugardaga kl. 11-15. ALLT AÐ 70% AFSLÁT TUR AF HÁGÆÐA VÖRUM  appafengur Planning with kids Það er víst af nægu að taka þegar kemur að öppum sem auðvelda fólki að skipuleggja máltíðir heimilisins. Planning with kids er eitt þeirra sem er sérstaklega ætlað barnafjölskyldum. Upphaflega byrjaði Planning with kids sem bók, var síðar að vefsíðu og loks komið appið. Því fylgir gagnagrunnur með gómsætum og nær- ingarríkum uppskrift- um – þeim vinsælustu af vefsíðunni – hægt er að velja uppskrift- irnar og setja þannig saman matseðil fyrir vikuna. Það albesta er síðan að þegar búið er að velja upp- skrift/ir verður til innkaupalisti með þeim vörum og magni sem til þarf. Auðvelt er að stroka út af listanum það sem þegar er til á heimilinu. Mjög einfalt er að senda inn- kaupalistann í tölvupósti til annarra fjölskyldumeðlima. Tilvalið er að leita í uppskrifta- safninu að „chicken“ ef það er til kjúklingur í ísskápnum. Fjölskyldan kemur síðan sam- an og eldar, og nýtur saman afrakstursins. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hægindastóll úr Heimili og hugmyndir sem yndis- legt er að fleygja sér í eftir daginn. Búddastytta sem keypt var á markaði í Kambó- díu þegar ég fór í Asíu- reisu með fjölskyldunni í desember í fyrra. Michael Kors taskan mín sem ég næ yfirleitt að fylla af dóti. iPhone 5s sem ég fer hvergi án og er mikið notaður. Kláraði allar Breaking Bad-seríurnar á viku Staðalbúnaður Ég klæðist yfirleitt þröngum buxum og einhverju víðu að ofan. Ég reyni að hafa þetta þægilegt en samt töff- aralegt og dömulegt á sama tíma. Ég kaupi ekki mikið á Íslandi en reyni að bæta vel í skápinn í útlönd- um í búðum eins og Topshop, Zöru, H&M og Monki. Mér finnst afskap- lega gaman að kaupa mér skó en þar sem ég er 1,76 á hæð kemst ég ekki upp með að vera á risahælum. Ég er skömmuð af bæði kærasta og vinkonum ef ég er á of háum hæl- um. Þegar ég er ekki í vinnu hoppa ég oftast í Nike, Converse eða New Balance skó. Hugbúnaður Þegar ég á lausa stund reyni ég að eyða tíma með kærastanum eða hitta vini og vandamenn. Ég bý í miðbænum og sest stundum inn á Te og kaffi. Svo er voða gott að hitta vinkonur mínar yfir rauðvínsglasi eða bjór og kíkja svo á bari bæjar- ins. Um helgina fór ég á Paloma bar í fyrsta sinn en ég fer líka á Kaffi- barinn, b5, Danska og Næsti bar var mjög vinsæll. Það fer bara eftir stemninguna hvaða stað maður fer á. Ég horfi alltaf á eina sjónvarps- seríu í einu og nú er ég að horfa á Scandal sem er alger snilld. Í fyrra var ég veik í viku og þá kláraði ég allar Breaking Bad seríurnar. Ég lá bara uppi í rúmi og leið eins og ég væri á eiturlyfjum. Þetta var mjög skrautleg vika. Svo er ég mjög veik fyrir dönskum sakamálaþáttum eins og Broen. Vélbúnaður Ég er eplisstelpa, er með iPhone 5s, iPad og Mac-tölvu. Í símanum nota ég WhatsApp, Facebook og Sha- zam. Svo er ég alger Pinterest-fíkill. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er humar, þó ég borði hann ekki oft þá slær ekkert honum við. Annars er ég hrifin af vel matreiddum fiski og djúsí grænmetisréttum. Það er hægt að gera ótrúlega margt spennandi með grænmetið. Ég er á leiðinni til Boston með kærastanum mínum og þar ætlum við á tónleika með London Grammar. Svo er ég strax farin að plana næstu Indlands- ferð. London á stórt pláss í hjarta mínu af því ég bjó þar en svo finnst mér alltaf líka rosa þægilegt að fara norður í Laxárdalinn. Pabbi er þaðan og þarna get ég kúplað mig út frá öllu og slappað af. Sara Snædís Ólafsdóttir er 25 ára viðskiptafræðingur og jógakenn- ari í Hreyfingu. Í byrjun ársins ferðaðist hún til Indlands þar sem hún lagði stund á jóga tvisvar á dag og „lærði gríðarlega mikið“ eins og hún orðar það. Sara er Pinterest-fíkill og elskar humar. Ljósmyndir/Hari 68 dægurmál Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.