Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 40
40 fjölskyldan Helgin 21.-23. mars 2014 Námskeið Félags stjúpfjölskyldna F jölskyldur eru mismunandi – og það á líka við um stjúpfjölskyldur þar sem parið á börn úr öðrum samböndum. Það getur verið á framhaldsskólaaldri með ung börn eða á gamals aldri eins og afi minn sem flutti út af elliheimilinu og hóf sambúð að nýju við mismikla gleði aðstandenda. Fólk getur verið gagnkynhneigt eða samkynhneigt af íslenskum eða erlendum uppruna svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir margbreytileika þeirra benda rannsóknir til að þær eigi margt sameiginlegt og glími við svipaðar áskoranir. Að upplifa sig útundan er algeng tilfinning bæði hjá börnum og fullorðnum sem getur haft óheppileg áhrif á fjölskyldulífið sé ekki brugðist við á uppbyggilegan máta. Gegnir kynforeldri þar lykilhlutverki að tengja saman börn og maka, miðla upplýsing- um og tryggja góð samskipti við fyrrverandi maka eða barnsföður/móður. Algengt er að hlutverk stjúpforeldra vefjist fyrir fólki og upp komi óraunhæfar hugmyndir um að hægt sé að endurskapa kjarnafjölskylduna. Jafnvel að stjúp- foreldrið geti alfarið komið í staðinn fyrir það foreldri sem ekki er búsett á heimilinu. Það býður hættunni heim, sérstaklega ef stjúpforeldri tekur að sér agamálin án þess að tengsl hafi náð að myndast við börnin. Óhjákvæmilega fylgja líka nýjar hefðir og venjur nýju fólki sem deilir saman heimili og á sér aðra sögu. Hvort á að gera ráð fyrir að börnin sjái sjálf um nestið eins og mín börn eða smyrja fyrir þau eins og hann/hún gerir fyrir sín börn? Er nauðsynlegt að samræma hlutina? Sætaskipan við eldhúsborðið breytist þegar börnin eru aðeins viku í senn á heimilinu og foreldrar reyna gjarnan að aðlaga vinnutíma sinn svo þeir geti sinnt börnunum þann tíma sem þau eru hjá þeim. Hvað gerist þegar parið eignast síðan sameiginlegt barn? Fyrrverandi maki eða barnsfaðir/móðir getur líka haft sín áhrif á fjölskyldu- lífið, bæði viljandi og óviljandi með hegðun sinni og unnið gegn aðlögun barna sinna að stjúpfjölskyldunni með sífelldum truflunum og inngripi í aðstæður á hinu heimilinu. Þegar tekist er á við missi og breyttar aðstæður hjálpar að hafa ríflegan skammt af þolinmæði og sveigjanleika sem virkar eins höggdeyfir. Líkt og brjóskið í líkamanum. Öll samskipti verða liprari og viðnám minna hjá fjöl- skyldumeðlimum sem eru kannski ekki eins spenntir fyrir stjúpfjölskyldulífinu í fyrstu og parið. Það eflir stjúpfjölskyldur að vita hvað eru klassísk verkefni fyrir þær í stað þess að reyna nota kjarnafjölskyldur sem fyrirmynd. Sé það reynt er það eins og að spila Matador með Lúdóreglum. Vænta má fleiri stórsigra í Matador, en einfaldar lúdóregl- ur duga ekki til. Félag stjúpfjölskyldna býður félagsmönnum sínum víða um land upp á stutt námskeið sem ber heitið „Sterkari stjúpfjölskyldur“. Skapast tilvalið tækifæri fyrir pör og ungmenni í stjúpfjölskyldum að læra og ræða um málefnið, sem og fyrir vini og aðstandendur að sýna stuðning í verki. Svo hentar það líka vel einhleypum for- eldrum en margt af því sem stjúpfjölskyldur glíma við hefur lítið með stjúpfjölskyldur að gera sem slíkar, heldur aðlögun að lífi einhleyps foreldris. Það er gleðilegt að segja frá því að þó óróleiki sé oft í fyrstu hjá nýjum stjúpfjölskyldum þá er ákveðinn stöðug- leiki í þessu unga félagi en félagsgjaldið hefur ekki breyst frá stofnun þess árið 2005 . Allar frekari upplýsingar er að finna á www.stjuptengsl.is - láttu sjá þig! Sterkari stjúpfjölskyldur Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna „Fyrrverandi maki eða barnsfaðir/móðir getur líka haft sín áhrif á fjölskyldulífið, bæði viljandi og óviljandi með hegðun sinni og unnið gegn aðlögun barna sinna að stjúpfjölskyldunni,“ segir í pistli Valgerðar. Mynd/NordicPhotos/Getty SUPERBEETS Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku. Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýst- ing, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur Hvað gerir SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection. Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class Umboð: www.vitex.is Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Betra blóðflæði Betri líðan - betri heilsa NO = 30 flöskur af rauðrófusafa 500 ml 700 600 500 400 300 200 100 0 N -O In de x BEETELITE Rauðrófusafi SUPERBEETS Stingur keppinautana af. 1. Superbeets dós = 30 flöskur af rauðrófusafa 500 ml Antboy er opnunarmynd alþjóðlegrar barnamyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.  menning barnakvikmyndahátíð í bíó Paradís Fjölbreytt hátíð fyrir alla fjölskylduna Um þessar mundir stendur yfir alþjóðleg barnakvik- myndahátið í Bíó Paradís. Fram til 30. mars gefst því börnum og foreldrum ein- stakt tækifæri til að sjá og njóta barnaefnis í hæsta gæðaflokki sem hefur ferðast um samskonar há- tíðir. Dagskráin er mjög metnaðarfull svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem aldnir. Myndirnar eru fyrir börn á aldrinum 3 til 15 ára og margar hverjar eru talsettar á íslensku. Á boðstólum eru leiknar og teiknaðar myndir, stuttmyndir, ís- lenskar og erlendar myndir ásamt gamalli klassík eins og hinni grátbroslegu „The Kid“ eftir meistarann Chaplin. Á hátíðinni er jafnframt sýnd heimildarmynd sem fjallar um börn sem þurfa að ferðast langar vegalengd- ir til þess eins að komast í skólann. Opnunarmynd há- tíðarinnar er Antboy, talsett mynd fyrir 7 ára og eldri. Hún fjallar um strák sem er bitinn af maur og öðlast í kjölfarið ofurhetjukrafta en þegar flóin svo stígur fram á sjónarsviðið hefst hin klassíska barátta milli góðs og ills. Blóðþyrstir ung- lingar ættu ekki að verða sviknir af Vampire Hunter, japanskri manga teikni- mynd um vampírur, en hún er stranglega bönnuð börnum innan 15 ára. Kærkomin skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54. -hh ÓSKUM EFTIR STYRKJUM AHC samtökin óska eftir styrkjum til grunnrannsókna á Alternating Hemiplegia of Childhood. Rannsóknarvinnan er hafin en fjármagn þarf til að klára hana. Frekari upplýsingar um AHC eru að finna á www.ahc.is SÖFNUNARREIKNINGUR AHC SAMTAKANA ER: BANKI: 0319-13-300200 KT: 590509-1590 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.