Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 86
KYNNING fermingar Helgin 21.-23. mars 201414 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku stærðir 38-58 Verslunin Belladonna U pphaflega hugsaði ég bloggið mest fyrir sjálfa mig til að halda utan um uppskriftirnar mínar. Eins vildi ég veita sjálfri mér að- hald og hvatningu til þess að prófa reglulega eitthvað nýtt og spennandi í eldhúsinu og fannst bloggið góð leið til þess,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir sem heldur úti vinsælu bloggi á eldhussogur.com. Fær 300 þúsund heimsóknir á mánuði Matarblogg Drafnar varð hins vegar mörgum öðrum hvatning í eldamennskunni því bloggið fær nú um það bil 300 þúsund heimsóknir á mánuði. „Ég held að þessi fjöldi heimsókna endur- spegli áhuga fólks á því að elda einfaldan en jafnframt hollan og góðan heimilismat,“ segir Dröfn. „Matarblogg eru almennt frábær vettvangur til þess að deila góðum uppskriftum. Það þarf hvorki að vera sérfræðingur í matargerð eða bakstri til þess að blogga um mat né til þess nýta sér uppskriftir á matarbloggum - bara hafa áhuga á góðum mat!“ Undirbýr fermingu í apríl Dröfn er farin að huga að veiting- um fyrir fermingarveislu sonar síns sem haldin verður í apríl. „Í fermingarveislunni ætlum við bjóða upp á smáréttahlaðborð og ég mun búa til hluta af þeim veit- ingum sjálf og kaupa hluta þeirra tilbúnar. Mér finnst mikilvægt að njóta aðdraganda fermingarinnar og dagsins sjálfs og langar því ekki að binda mig alveg í eld- húsinu fram að fermingu.“ Eitt af því sem Dröfn ætlar að búa til sjálf á smáréttahlaðborðið eru kjúklingaspjót sem hægt er að grilla á útigrilli eða elda í ofni. „Ég hef verið að prófa mig áfram með kjúklingaspjót og góðar marineringar. Ég er komin niður á tvenns konar tegundir sem fjöl- skyldan öll féll fyrir. Kjúklinga- spjót henta afar vel á hlaðborð því þau er hægt að útbúa deginum áður.“ Fermingarbarnið ræður eftirrétt- unum Fermingarbarnið hefur ekki mikla skoðun á smárétt- unum en veit hvað hann vill þegar kemur að eftirrétt- um. „Sonur minn gaf mér frjálsar hendur með smáréttina en hann var nokkuð ákveðinn í hvaða eftirrétti hann langaði að bjóða upp á. Í boði verður meðal annars kransakaka, súkkulaðigosbrunn- ur fyrir ber og ávexti, sænsk prinsessuterta og súkkulaðifrauð með Dumle karamellum.“ Dröfn segir súkkulaðifrauðið upplagt á eftirréttahlaðborðið því það sé auðvelt að útbúa með góð- um fyrirvara. „Súkkulaðifrauðið er hægt að byrja að útbúa tveimur dögum fyrir fermingu og leggja síðustu hönd á verkið daginn fyrir ferminguna. Það er borið fram í litlum glösum eða skálum sem gefa skemmtilegan svip á hlaðborðið en síðast en ekki síst er það svo dæmalaust gott!“ Litrík og einföld súpa Nú um mundir er afar vinsælt að bjóða upp á góðar súpur í fermingarveislum og Dröfn gefur einnig uppskrift að einni af sinni uppáhalds kjúklingasúpu sem hentar vel í fermingarveislur. „Þessi kjúklingasúpa er ekki bara einstaklega bragðgóð heldur jafnframt svo fallega litrík og einföld að útbúa. Sætu kartöfl- urnar gefa henni að auki svo gott bragð og skemmtilega áferð. Mér finnst best að nota Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri í súpuna því kjötið er dekkra og bragð- meira en kjúklingabringur og mjög meyrt. Einn af kostunum við að bjóða upp á þessa súpu í fermingarveislu er að súpu- grunninn er hægt að gera daginn fyrir veisluna og þá þarf fátt eitt annað en að bæta við kjúklingn- um í súpuna á sjálfan fermingar- daginn.“ Girnilegir réttir á fermingarhlaðborðið Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti hinu vinsælu matarbloggi Eldhússögur þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum með lesendum sínum. Hér reiðir hún fram girnilegar uppskriftir að réttum sem henta vel í fermingarveislurnar. Asísk kjúklinga- og sætkartöflusúpa (fyrir 4-5)  olía til steikingar  3 hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð  1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt  1 msk ferskt engifer, rifið  30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi  2 tsk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon  800 ml kjúklingasoð (gert úr ½ dl af fljótandi Oscar kjúklinga- krafti)  1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml)  ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita  700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry  100 g Philadelphia rjómaostur með sweet chili  safi af 1 límónu (lime)  2 tsk fiskisósa (fish sauce)  hvítur pipar & salt Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur. Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar. Á meðan eru kjúklingalærin snyrt og skorin niður í hæfilega stóra bita, krydduð með pipar og salti og snöggsteikt á pönnu. Þegar sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus. Því næst er kjúklingnum bætt út í súpuna ásamt Philadelphia ostinum og hún látin malla þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn. Að lokum er söxuðu kóríander- blöðunum bætt út í ásamt limesafa. Dumle-súkkulaðifrauð með karamelli- seruðum hnetum (passar í ca. 10 lítil glös)  1 poki Dumle karamellur (120 g)  3 dl rjómi  1 dl hnetur (t.d. heslihnetur og kasjúhnetur)  2 msk sykur  ½ msk smjör  hindber til skreytingar Dagur 1: Hneturnar eru grófsaxaðar og settar á pönnu ásamt sykri og smöri við meðalhita, hrært stöðugt í blöndunni. Þegar sykurinn hefur brúnast og hneturnar karamelliserast er þeim hellt á bökunarpappír og leyft að kólna. Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær muldar niður og geymdar í góðu íláti. Karamellurnar eru klipptar í smærri bita. Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu er karamellunum bætt út rjómann og hrært þar til þær hafa bráðnað. Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli þar til blandan er orðin alveg köld, best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu. Dagur 2: Rjómablandan er þeytt í hrærivél þar til að hún hefur náð æskilegum stífleika. Þá er blandan sett í rjómasprautu og sprautað í um það bil tíu lítil glös eða skálar. Karamelliseruðu hnetunum dreift ofan í hvert glas og skreytt með hindberjum. Það er í lagi að setja plastfilmu yfir glösin og geyma þau í kæli fram á næsta dag. Kjúklingaspjót í hnetusósu (Um það bil 14 grillspjót)  1 dl gott hnetusmjör  1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml)  1,5 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar  safi af 1 límónu (lime)  2 msk Blue Dragon sojasósa  1 msk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon  2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt  2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon  2 msk olía til steikingar  900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry  grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun) Karrímauk og hvítlaukur er steikt í stutta stund upp úr olíunni í potti. Þá er restinni af hráefnunum bætt út í, fyrir utan kjúkling- inn, og hrært þar til allt er vel blandað saman. Látið malla í ca. 25 mínútur. Sósan smökkuð til með til dæmis meiri sojasósu eða limesafa eftir smekk. Að lokum er sósunni leyft að kólna dálítið. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni. Kjúklingaspjót í tælenskri grillsósu (Um það bil 14 grillspjót)  4 msk Huntz tómatpúrra  4 msk púðursykur  4 msk Blue Dragon sojasósa  2 tsk cumin (krydd)  2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon  4 msk Blue Dragon sweet chilli sósa  5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt  1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml)  900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry  grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun) Öllum hráefnunum í sósuna, fyrir utan hvítlauk og kókosmjólk, er blandað saman í pott. Á meðan suðan kemur upp er hrært stöðugt í blöndunni þar til púðursykurinn er búinn að leysast upp. Þá er hvítlauknum og kókosmjólkinni bætt út pottinn og sósan látin ná suðu. Því næst er potturinn tekinn af hellunni og sósan látin kólna. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni. Dröfn Vilhjálmsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.