Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 21.-23. mars 2014  vín vikunnar Montalto Organic Cataratto Gerð: Hvítvín. Þrúga: Catarratto. Uppruni: Ítalía, 2013. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 1.850 kr. (750 ml) Umsögn: Eitt mest selda lífrænt ræktaða hvítvínið í Vínbúðunum kemur í beinu flugi frá mafíós- unum á Sikiley. Létt og ferskt og ávaxtaríkt með sítrus. Eiginlega best eitt og sér sem fordrykkur eða söturvín en gengur líka með léttum pasta- og fiskréttum. Beronia Viticultura Ecologica Tempranillo Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.298 kr. (750 ml) Umsögn: Lífrænt ræktaði Spánverinn í hópnum kemur frá hinu eina sanna Rioja-héraði á Spáni. Hérað sem við Íslendingar elskum jafn mikið og Spánverjarnir saltfiskinn okkar. Þetta vín hefur hin spænsku Tempranillo einkenni auk þess að hafa skemmti- legan ferskleika og berjaðan keim. Rauðvín í léttari kantinum. Bonterra Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúga: Cabernet Sauvignon. Uppruni: USA, 2009. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta ágæta lífræna vín kemur frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið frá norðanverðri Kaliforníu. Það ber líka vel einkenni þess að vera Cabernet Sauvignon frá þessum heimshluta, þétt með eikarkeim og vanillu. Passar með steikinni, kjöt- réttum, mygluosti og öllu þessa helsta sem einkennir vín í þyngri kantinum. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með lífrænum vínum Réttur vikunnar Lífræn nautasteik Böðvar Sigurvin Björnsson er yfir- matreiðslumaður hjá Lifandi markaði og er sem slíkur ábyrgur fyrir þeim kræsingum sem þar bjóðast. Við fengum Böðvar til að töfra fram steik sem fólk ætti að spreyta sig á um helgina. Kartöflukaka 400 gr kartöflur soðnar 1 box kastaníusveppir 1 msk smjör Salt og pipar Byrja skal á að sjóða kartöflurnar og skræla þær, saxa svo sveppina smátt og steikja við miðlungs hita uns þeir eru brúnaðir. Setja smjörið á pönnuna og taka hana af hitanum, setja kartöflurnar saman við og blanda vel saman við þar til þær verða eins og þykk kartöflumús. Þá skal músin sett í form með bökunarpappír og slétta að ofan. Baka kartöflukökuna í ofni við 170°c í 15-20 mínútur. Svo skal hún tekin út og skorinn í 4 bita og borin fram með kjötinu. Blómkálsmauk. 1 haus blómkál 4 dl rjómi 2 msk smjör Salt Byrja skal á að hreinsa blómkálið og sjóða svo í smjörinu og rjómanum uns blómkálið er mjúkt. Þá skal það tekið uppúr með fiskispaða og maukað í blandara uns áferðin er slétt, smökkuð svo til með salti. Nautalundin 800 gr af nautalund er hreinsuð og skorin í steikur, hver um sig um 200 gr. Salt og pipar eftir smekk. Einnig er gott að nota timian og smjörklípu. Steikja hana á báðum hliðum uns hún verður gullinbrún. Svo sett í ofn við 160-170°c í um 4-5 mínútur, tekin út og hvíld í um 6 mínútur. Sett svo aftur inni í ofn og elduð eftir smekk, allt frá 4 mínútum eða lengur eftir því hvernig hver vill hafa sína steik. Svo er hún hvíld í um 8-10 mínútur og borin fram. Grænolíu sósa, með kirsuberja tómötum 1 box kirsuberjatómatar ½ búnt steinselja ½ búnt oregano ½ búnt estragon 4 hvítlauksrif 1 dl ólífu olía Salt/ pipar/ sítróna eftir smekk Allt sett í blandara nema tómat- arnir og maukað uns eiturgrænn litur kemur, þá skal smakka til með salti/ pipar og sítrónusafa. Tómatarnir skornir í tvennt og græni þurri kjarninn skorinn frá, setja tómatabitana í grænolíuna og bera fram. Brokkólíið, skal hreinsa og pönnusteikja við miðlungs hita uns það er mjúkt undir tönn, salta eftir smekk. Ljósmyndir/Hari Morande Pionero Merlot Gerð: Rauðvín. Uppruni: Chile, 2010. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. (750 ml) Passar vel með kjötinu en ekki síður með olíusósunni með tómötunum. Mars er mánuður lífrænt ræktaðra vína hjá ÁTVR og úrvalið er sífellt að batna. Piccini-fjöl- skyldan er einn stærsti vínframleiðandi Toskanahéraðsins á Ítalíu og það sést vel í hillum okkar ágætu séríslensku vínbúða þar sem Piccini-úrvalið er ríkulegt. Þar finnur þú í hillunum rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín frá þessum ágæta framleiðanda. Piccini- vínin eru svona ekta súpermarkaðsvín, fín vín en verðið er í aðalhlutverki. Það kemur því ekki á óvart að Piccini skuli blanda sér í baráttuna með lífrænt ræktuðu og bara ansi vel heppnuðu víni sem sómir sér vel innan um bræður sína og systur úr Picc- ini-fjölskyldunni. Þetta vín sver sig vel í ætt við önnur ávaxtarík og fersk Toskana-vín með sínum létt berjaða keim og frískleika sem kallar á pasta og pítsur og léttari rétti. En í guðanna bænum ekki para þetta vín með steikinni.Piccini Chianti Organic Gerð: Rauðvín. Þrúga: Sangiovese. Uppruni: Ítalía, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml) Ávaxtaríkt og ferskt með föstudagspítsunni Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is gluggafilmur – fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaði Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað Fagmenn RV sjá um uppsetningu! Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.