Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 37
S álfræðingar eru sérfræðingar í hugsun, hegð- un og líðan fólks, eða með öðrum orðum, atferli, hugarstarfi og geðheilbrigði. Nýjasta fræðigreinin innan sálfræðinnar er jákvæð sálfræði. Hún byggir á vísinda- legum rannsóknum á því sem einkennir fólk sem er ham- ingjusamt. Á grunni þeirrar þekkingar er jákvæða sálfræðin nýtt til að hjálpa fólki að auka eigin velsæld, blómstra og verða heilbrigðara og hamingjusamara. Galdurinn er að nýta sálfræði- lega þekkingu til að hjálpa fólki að tileinka sér ákveðið viðhorf, hugsun og hegðun sem þá verður að venju eða lífsstíl og hamingjan eykst! Þetta snýst ekki um óraun- hæfa jákvæðni og Pollýönnuleiki heldur að bæta sjálfan sig og líf sitt um leið. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin atriði geta virkað eins og gagnlegustu verkfæri til að auka hamingju. Í verkfærakistu jákvæðu sálfræðinnar má finna atriði eins og að ástunda þakklæti og fögnuð. Að finna og nýta styrk- leika og bjargráð. Að læra að fyrir- gefa, tileinka sér æðruleysi, flæði og góðvild. Að velja sér markmið, að rækta sambönd og að tileinka sér opna hugsun. Mikilvægt að nota hamingju- verkfæri sem sannarlega virka og passa þér Til að auka eigin hamingju þarf bæði að velja verkfæri sem rann- sóknir hafa sýnt að virka til verksins og passa fólki persónu- lega. Þetta snýst um gildi, viðhorf, styrkleika, persónuleika og núver- andi aðstæður. Leyndarmál ham- ingjunnar er ekki eitt, við erum hvert með sínu móti og þurfum að velja hamingjuverkfæri sem okkur finnast skemmtileg, eðlileg og sjálfsögð og samræmast gildum okkar. Ekki verkfæri sem við teljum viðeigandi vegna þess að aðrir eða umhverfið hampar þeim, við höldum ekki út að nýta þau og þau gagnast okkur því ekki. Ekki reyna að tileinka þér öll verkfærin, kynntu þér málið og veldu þér fjögur verkfæri úr verkfærakistu jákvæðu sálfræð- innar og byrjaðu að nýta þér þau. Það krefst þrautseigju, dugnaðar og ástundunar að breyta sjálfum sér en það er sannarlega hægt. Gefðu þér tækifæri, þú getur þurft nokkr- ar tilraunir, ekki gefast upp, launin eru ríkuleg, þú getur aukið eigin hamingju á viðvarandi hátt. Hamingjan er hag- kvæm og mikil- væg! Rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk og þeir sem eru ekki hamingju- samir lifa ólíku lífi. Hamingjan bætir heilsu, samskipti og lífslíkur og eykur farsæld fólks og vellíðan á afar víðu sviði. Hún snýst ekki eingöngu um daglega líðan heldur líka þætti eins og hugræna getu, heilsufar, lífslíkur, framlegð og samskipti. Þeir sem eru ham- ingjusamir eru farsælli en aðrir í samskiptum hvort sem er við fólk á förnum vegi, vinnufélagana eða í ástarsamböndum. Hamingjan færir fólki hugræna getu, aukna eftirtekt, athygli, ein- beitingu, sveigjanleika og sköpun- arkraft. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru hamingjusamir eru almennt virkari en aðrir, afkasta meiru í vinnu og uppskera hærri laun. Þannig að hamingja er bók- staflega fjárhagslega hagkvæm bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélög. Hamingjan hefur áhrif á heilsu og lífslíkur Hamingjan er heilbrigðismál. Þeir sem eru hamingjusamir ná frekar að gera heilsusamlega og örugga hegðun að lífsstíl, ónæmis- kerfið verður virkara, minni líkur á sjúkdómum og lífslíkur aukast. Hamingjusamt fólk ræður betur við áföll, álag, sorg og erfiðleika. Það á auðveldara með að hugsa á hjálplegan hátt og grípa til bjarg- ráða. Það býr yfir meiri seiglu og er fljótar að ná gleði sinni á ný. Gleymum ekki að hamingjan okkar hefur áhrif á aðra, bæði þá sem við mætum í hversdeginum og þá sem við elskum mest, fólkið okkar. Það er sannarlega verðugt viðfangsefnið að rækta eigin ham- ingju með verkfærum jákvæðu sálfræðinnar því hamingjan er eftirsóknarverð, mikilvæg og hag- kvæm bæði fyrir einstaklinga og samfélög. Heimildir: Fredrickson, Baumgar- dner, Crothers, Lyubomirsky, Yapko. 20. mars er Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingjan er hagkvæm Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur hjá Huglind ABC Barnahjálp Síðumúla 29 • 108 Reykjavik Sími 414 0990 • Bréfsími 414 0999 abc@abc.is • www.abc.is Börn hjálpa börnum Vinsamlegast takið vel á móti börnunum. Hin árlega söfnun ABC barnahjálpar „Börn hjálpa börnum“ stendur yfir frá 21. mars til 13. apríl. Á því tímabili munu grunnskólabörn ganga í hús með bauka og safna fyrir byggingu heimavistar fyrir stúlkur í Pakistan. Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.