Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 90
Helgin 21.-23. mars 2014 Allt fyrir ferminguna Verið velkomin www.sveinsbakari.is Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600 15% afsláttur af öllum fermingarkökum S mjörkremskökur skreyttar rósum eru afar vinsælar um þessar mundir enda dásamlega fallegar og skemmtilegt að gera þær. Kökurnar eru oftar en ekki gerðar úr súkkulaðibotnum og sprautaðar með hinu sígilda vanillusmjörkremi. Fyrir fermingarveisluna getur verið gaman að bregða út af vananum og gera þessa dýrlegu vanilluköku með hvítsúkkulaðikremi og Oreo kexi á milli. Best er kakan þegar van- illubotnarnir hafa verið frystir og afþíddir áður en kremið er sett á. Þannig verður hún rök og dúnmjúk. Tilvalið er að baka botnana nokkrum dögum eða vikum fyrir fermingar- veisluna og eiga tilbúna í frysti fyrir fermingardaginn. Vanillukaka • 420 gr hveiti • 400 gr sykur • 4 tsk. lyftiduft • 3/4 tsk salt • 170 gr brætt smjör • 370 ml mjólk • 3 tsk vanilludropar • 3 stór egg • 16 Oreo kexkökur Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum. Hellið deiginu í tvö vel smurð 24 cm kökuform og bakið við 170 °C í 30 til 35 mínútur. Kælið botnana. Hvítsúkkulaðikrem • 450 gr mjúkt smjör • 500 gr flórsykur • fræ úr 1 vanillustöng • 80 gr hvítt súkkulaði Þeytið smjör og flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið. Athugið að gera þarf eina og hálfa kremuppskrift til að skreyta kökuna með rósum. Setjið annan kökubotninn á fall- egan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu lagi af kremi. Notið stút 1M eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rós- inni og sprautið svo í hringi í kring um miðjuna. Tinna Björg Friðþórsdóttir gefur góðar hugmyndir að kræsing- um í fermingarveisluna. Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreo Falleg hvít kaka í veisluborðið á fermingardaginn. NÝTT ÚTLIT Tinna Björg er lög- fræðinemi með ástríðu fyrir matar- gerð og er byrjuð að skrifa sína fyrstu matreiðslubók. Upp- skriftirnar hennar á lesa á síðunni tinna- bjorg.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.