Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 72
Brilliant
tónlistar-
maður
Aldur: 17 ára
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Foreldrar: Arnhildur R. Árnadóttir og
Sveinn Benediktsson.
Menntun: Er á öðru ári í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð.
Starf: Afgreiðsla í Morrow/Noland í
Kringlunni.
Áhugamál: Tónlist, leiklist og tíska.
Stjörnumerki: Ljón.
Stjörnuspá: Þú þarft ekki að taka
heiðurinn af því sem þú gerir svo vel,
en það væri frábært ef þú gerðir það.
Fjölskylduviðburðir krefjast þess að þú
breytir út af venjunni.
K arin er yndisleg mann-eskja. Hún var óþolandi oft á tíðum heima því hún var
ALLTAF syngjandi. En æfingin
skapar meistarann og það heyra
allir í dag,“ segir Gauti Þeyr Más-
son, bróðir Karinar sem er betur
þekktur sem rapparinn Emmsjé
Gauti. „Hún er brilliant tónlistar-
maður og valdi rétta tækifærið til
að láta í sér heyra. Hún er með
rosalega þægilega nærveru og ég
held að það séu allir sem hafa um-
gengist hana sammála um hversu
hlý og góð manneskja hún er.“
Karin Sveinsdóttir skipar hljómsveitina
Highlands ásamt Loga Pedro Stefánssyni.
Highlands fékk mikið lof fyrir frammi-
stöðu sína á tónleikunum „Stopp - gætum
garðsins.“ Það var í þriðja skipti sem hljóm-
sveitin kom fram og lék hún á Björk en áður
en Patti Smith steig á svið. Þrátt fyrir að
hafa aðeins starfað í örfáa mánuði var Hig-
hlands tilnefnd til Íslensku tónlistarverð-
launanna sem bjartasta vonin, auk þess
sem fyrsta smáskífa þeirra hefur vakið
athygli erlendis.
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Karin SveinSdóttir
BaKhliðin
Hrósið...
fær Tómas J. Þorsteinsson, sonur Þorsteins J.,
sem í vikunni fékk millinafnið Joð samþykkt af
mannanafnanefnd.
Fallegar fermingargjafir
Verð 59.900,-
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is