Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.03.2014, Blaðsíða 6
Um 2000 tonn af langreyðarkjöti úr birgðageymslum Hvals hf. Hafa verið flutt um borð í flutningaskipið Ölmu í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Talið er að flytja eigi kjötið til Japan. Alþjóðadýravelferðarsjóður- inn(IFAW) segir í yfirlýsingu að vegna þess að kaupendur finnast ekki verði kjötinu komið fyrir í frystigeymslum í Japan. Sjóðurinn skorar á íslensk stjórnvöld að hindra útflutninginn og banna veiðarnarnar og segir að líklega muni Bandaríkja- stjórn líta á útflutninginn sem ögrun. Um þessar mundir er Obama, forseti Bandaríkjanna, að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til refsiaðgerða og viðskiptaþvingana vegna veiða Íslendinga á langreyði og útflutnings á langeyðarkjöti en lang- reyður er á alþjóðlegum válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því í gær að síðustu daga hefði verið unnið öll kvöld við að koma langreyð- arkjötinu um borð í skip í Hafnar- fjarðarhöfn. Hvalur hf. hefur lengi átt í erfið- leikum með að koma kjöti af dýr- unum sem skip fyrirtækisins skjóta á markað. Kjötið er bannvara á flestum mörkuðum og erfitt er að flytja það milli landa eftir löglegum leiðum. Síðasta sumar stöðvuðu tollayfir- völd í Hamborg og Rotterdam út- flutning á þremur gámum sem var snúið við til Íslands. Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) segist í yfirlýsingu hafa heimildir fyrir því að í síðasta mán- uði hafi Hvalur hf. einnig gert mis- heppnaða tilraun til að flytja hvalkjöt til Japan í gegnum Kanada en sú til- raun hafi vakið uppnám og andstöðu í Kanada. -pg  Hvalkjöt Hvalur Hf reynir að koma 2000 tonnum af langreyðarkjöti um borð í skip og til japan Segja útflutninginn ögrun við Obama Guðríður Arnardóttir tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara, sem stendur í verkfallsbaráttu. Guðríður hefur verið kennari í Fjölbraut í Garðabæ en er þekktust sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og sem fyrrverandi veðurfréttakona á Stöð2. Ljósmynd/Hari  verkfall ÓljÓs staða í verkfalli framHaldsskÓlakennara Erfitt að spá hve langt verkfallið verður É g treysti mér ekki til að spá en ég ætla að leyfa mér að vona það besta.“ Þetta segir Guðríður Arnardóttir þegar hún er beðin að spá hve lengi verkfall kennara í framhalds- skólum, sem hófst á mánudag, eigi eftir að standa. „Ég harma það að mál- inu skuli vera svona háttað og að þetta skuli komið í þennan farveg.“ Guðríður tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara. „Það er ekki óskastaða að taka við í miðju verkfalli,” segir hún en Aðalheiður Steingrímsdóttir, fráfarandi formaður, mun áfram leiða samningaviðræður uns nýr samningur við ríkið liggur fyrir og verkfallið verður blásið af. Á dögunum sagði Illugi Gunnars- son, menntamálaráðherra, að til að réttlæta það að hækka laun framhalds- skólakennara um meira en 2,8% - en það er hækkunin sem launþegar á almennum vinnumarkaði sömdu um í byrjun ársins - þyrfti að gera kerfis- breytingar. „Menn eiga ekki að líta á þetta sem vandamál heldur tækifæri til þess að bæta og nútímavæða menntakerfið og um leið hækka laun kennara,“ sagði Ill- ugi í viðtali við RÚV. Hann vill að það verði meginregla að unglingar ljúki framhaldsskólanámi á þremur árum en ekki fjórum eins og nú tíðkast. „Það er sérkennilegt að mennta- málaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum styttingará- formum sínum,“ segir Guðríður. „Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auðvelda verkefnið.“ Fram hefur komið að styttingarhug- myndir ráðherrans hafi verið ræddar á samningafundi en annars hafa engar fréttir borist af gangi viðræðna og því hvaða hugmyndir um endurskipu- lagningu framhaldsskólakerfisins var að finna í tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram nýlega. Guðríður vísar til þess að hún eigi ekki sæti í samninganefndinni sem eru innilokuð á fundum hjá Ríkissátta- semjara stóran hluta sólarhringsins þessa dagana: „Samningaviðræður af þessu tagi eru alltaf viðkvæmar og það fer best á því að það ríki mestur trún- aður um það sem menn eru að ræða, en viðræðurnar þokast í rétta átt,“ segir Guðríður. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Verkfall kennara í framhaldsskólum hefur nú staðið í fimm daga. Guðríður Arnardóttir, nýr for- maður Félags framhaldsskólakennara, kveðst harma að kjaramálin séu komin í þennan farveg. Hún segir það sérkennilegt að menntamálaráðherra skuli blanda sér í umræðu um kjaramál kennara með áformum um styttingu náms til stúdentsprófs. Það er sérkenni- legt að mennta- málaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum stytt- ingaráformum sínum. Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auð- velda verkefnið. Hvalur hf reynir enn að koma langeyðarkjöti sem safnast hefur í frysti- geymslum úr landi. Hingað til hafa þær tilraunir ekki borið árangur. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín Lux Tungusófi Basel leðursett 3+1+1 HELGARTILBOÐ Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic Havana leður hornsófi 2H2 Písa-Rín sófasett 3+1 6 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.