Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 6

Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 6
Um 2000 tonn af langreyðarkjöti úr birgðageymslum Hvals hf. Hafa verið flutt um borð í flutningaskipið Ölmu í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Talið er að flytja eigi kjötið til Japan. Alþjóðadýravelferðarsjóður- inn(IFAW) segir í yfirlýsingu að vegna þess að kaupendur finnast ekki verði kjötinu komið fyrir í frystigeymslum í Japan. Sjóðurinn skorar á íslensk stjórnvöld að hindra útflutninginn og banna veiðarnarnar og segir að líklega muni Bandaríkja- stjórn líta á útflutninginn sem ögrun. Um þessar mundir er Obama, forseti Bandaríkjanna, að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til refsiaðgerða og viðskiptaþvingana vegna veiða Íslendinga á langreyði og útflutnings á langeyðarkjöti en lang- reyður er á alþjóðlegum válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því í gær að síðustu daga hefði verið unnið öll kvöld við að koma langreyð- arkjötinu um borð í skip í Hafnar- fjarðarhöfn. Hvalur hf. hefur lengi átt í erfið- leikum með að koma kjöti af dýr- unum sem skip fyrirtækisins skjóta á markað. Kjötið er bannvara á flestum mörkuðum og erfitt er að flytja það milli landa eftir löglegum leiðum. Síðasta sumar stöðvuðu tollayfir- völd í Hamborg og Rotterdam út- flutning á þremur gámum sem var snúið við til Íslands. Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) segist í yfirlýsingu hafa heimildir fyrir því að í síðasta mán- uði hafi Hvalur hf. einnig gert mis- heppnaða tilraun til að flytja hvalkjöt til Japan í gegnum Kanada en sú til- raun hafi vakið uppnám og andstöðu í Kanada. -pg  Hvalkjöt Hvalur Hf reynir að koma 2000 tonnum af langreyðarkjöti um borð í skip og til japan Segja útflutninginn ögrun við Obama Guðríður Arnardóttir tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara, sem stendur í verkfallsbaráttu. Guðríður hefur verið kennari í Fjölbraut í Garðabæ en er þekktust sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og sem fyrrverandi veðurfréttakona á Stöð2. Ljósmynd/Hari  verkfall ÓljÓs staða í verkfalli framHaldsskÓlakennara Erfitt að spá hve langt verkfallið verður É g treysti mér ekki til að spá en ég ætla að leyfa mér að vona það besta.“ Þetta segir Guðríður Arnardóttir þegar hún er beðin að spá hve lengi verkfall kennara í framhalds- skólum, sem hófst á mánudag, eigi eftir að standa. „Ég harma það að mál- inu skuli vera svona háttað og að þetta skuli komið í þennan farveg.“ Guðríður tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara. „Það er ekki óskastaða að taka við í miðju verkfalli,” segir hún en Aðalheiður Steingrímsdóttir, fráfarandi formaður, mun áfram leiða samningaviðræður uns nýr samningur við ríkið liggur fyrir og verkfallið verður blásið af. Á dögunum sagði Illugi Gunnars- son, menntamálaráðherra, að til að réttlæta það að hækka laun framhalds- skólakennara um meira en 2,8% - en það er hækkunin sem launþegar á almennum vinnumarkaði sömdu um í byrjun ársins - þyrfti að gera kerfis- breytingar. „Menn eiga ekki að líta á þetta sem vandamál heldur tækifæri til þess að bæta og nútímavæða menntakerfið og um leið hækka laun kennara,“ sagði Ill- ugi í viðtali við RÚV. Hann vill að það verði meginregla að unglingar ljúki framhaldsskólanámi á þremur árum en ekki fjórum eins og nú tíðkast. „Það er sérkennilegt að mennta- málaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum styttingará- formum sínum,“ segir Guðríður. „Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auðvelda verkefnið.“ Fram hefur komið að styttingarhug- myndir ráðherrans hafi verið ræddar á samningafundi en annars hafa engar fréttir borist af gangi viðræðna og því hvaða hugmyndir um endurskipu- lagningu framhaldsskólakerfisins var að finna í tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram nýlega. Guðríður vísar til þess að hún eigi ekki sæti í samninganefndinni sem eru innilokuð á fundum hjá Ríkissátta- semjara stóran hluta sólarhringsins þessa dagana: „Samningaviðræður af þessu tagi eru alltaf viðkvæmar og það fer best á því að það ríki mestur trún- aður um það sem menn eru að ræða, en viðræðurnar þokast í rétta átt,“ segir Guðríður. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Verkfall kennara í framhaldsskólum hefur nú staðið í fimm daga. Guðríður Arnardóttir, nýr for- maður Félags framhaldsskólakennara, kveðst harma að kjaramálin séu komin í þennan farveg. Hún segir það sérkennilegt að menntamálaráðherra skuli blanda sér í umræðu um kjaramál kennara með áformum um styttingu náms til stúdentsprófs. Það er sérkenni- legt að mennta- málaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum stytt- ingaráformum sínum. Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auð- velda verkefnið. Hvalur hf reynir enn að koma langeyðarkjöti sem safnast hefur í frysti- geymslum úr landi. Hingað til hafa þær tilraunir ekki borið árangur. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín Lux Tungusófi Basel leðursett 3+1+1 HELGARTILBOÐ Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic Havana leður hornsófi 2H2 Písa-Rín sófasett 3+1 6 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.