Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 4
PIPA R\TBW A • SÍA • 141418 www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Útskriftar- stjarnan Okkar hönnun og smíði Ógleymanleg útskriftargjöf Úr gulli kr. 16.900 Úr silfri kr. 7.900 Fjallaskíðahátíð á Austurlandi Í safjarðarbær og Umhverfisstofnun standa fyrir hreinsunarátaki í Hlöðuvík og Kjaransvík í friðlandi Hornstranda laugardaginn 7. júní. Mikið hefur safnast fyrir af rusli á fjörum friðlandsins á undanförnum árum sem rekið hefur af hafi, að sögn Hálfdáns Bjarka Hálfdánarsonar, upplýsingafull- trúa Ísafjarðarbæjar. „Vandamálið er ekki umgengni á svæðinu, en hún er til mikillar fyrirmyndar. Vandinn stafar af legu friðlandsins en af sömu ástæðu og þar er mikið af rekavið að finna er einnig mikið af rusli í fjörunum. Aðallega er um að ræða alls kyns plastrusl, svo sem net, netakúlur og brot úr fiskikörum og -bökkum sem annað hvort hafa fallið út- byrðis af fiskibátum eða verið fleygt frá borði,“ segir Hálfdán. Hann segir að þótt ástandið sé slæmt í nokkrum víkum frið- landsins sé það ekki nándar nærri eins slæmt og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, áður en íslenski fiskiflot- inn tók sig saman og hætti að henda rusli frá borði í átaki undir slagorðinu „Hreint haf – hagur Íslands“. Aðspurður segir Hálfdán að þó nokkur ár séu síðan Ísafjarðarbær réðst síðast í hreinsunarátak sem þetta en vonast hann til að það verði að árlegum viðburði héðan í frá. Óskað er eftir sjálfboðaliðum í ferðina en þegar hefur nokkur fjöldi skráð sig. Franski ljósmyndarinn Julien Joly vakti heimsathygli á ruslinu í fjörum Hornstranda eftir heimsókn sína þangað og hélt um það sýningu í Frakklandi nú í mars. „Ég hélt að staðir á borð við Hornstrandir hefðu fengið að vera í friði fyrir eyðandi hönd mannsins og plastmengun,“ sagði Joly í viðtali við fréttabréf Upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu. „Það kom ekki síður illa við mig að sjá plast í maga fugla og sjávardýra.“ Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin telur að plast- rusl drepi um það bil hundrað þúsund sjávarspendýr á ári um allan heim, auk milljóna fugla og fiska. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Umhverfismál mikið plastrUsl Í friðlandi hornstranda Úr Hlöðuvík á Hornströndum. Aðallega er um að ræða alls kyns plastrusl, svo sem net, netakúlur og brot úr fiskikörum og -bökkum sem annað hvort hafa fallið útbyrðis af fiskibátum eða verið fleygt frá borði. Hyggjast hreinsa Hornstrandir Plastrusl frá fiskibátum hefur safnast upp í fjörum í friðlandi Hornstranda og munu Ísafjarðarbær og Umhverfisstofnun nú ráðast í hreinsunarátak. Ruslið er orðið heimsfrægt eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu með myndum sínum af ruslinu. Vandamálið er ekki umgengni á svæðinu, en hún er til mikillar fyrir- myndar. veðUr föstUdagUr laUgardagUr sUnnUdagUr Fer Að rignA V-lAnDS, léttSkýjAð n- og A-lAnDS. HöFuðborgArSVæðið: ÞykknaR UPP og smá Rign. sÍðdegis. VætA með köFlum S- og V-lAnDS, en þurrt nA-til. HöFuðborgArSVæðið: Rigning annað veifið, einkUm fRaman af. VíðASt þurrt, en Fer Að rignA A-lAnDS. HöFuðborgArSVæðið: að mestU ÞURRt, en sólaRlÍtið. Sólin skín á norðlendinga þessa helgi lægð kemur úr suðvestri og verður að dóla undan landinu yfir helgin. Það þýðir að v- og sv-lands verður skýjað og rigning með köflum. eins einhver væta á suðurlandi. Heldur dregið þó úr úrkomunni miðað við fyrri spár. Norðan- og norðaustanlands verður bjartara í s-áttinni, en þó ekkert sérlega hlýtt. nætur- frost aðfararnótt sunnudags líklegt. Rigning eystra á sunnudag og raunveruleg hlýindi líkleg eftir helgi! 9 6 10 11 9 8 8 10 7 9 8 7 7 4 10 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is sannkölluð veisla fyrir fjallaskíðafólk verður á Austurlandi um aðra helgi, fyrstu helgina í júní, sem jafnframt er sjómannadagshelgin. nægur snjór er á skíðasvæðinu í Oddsskarði og nágrenni og er stefnt á að ganga á helstu fjöll og renna sér niður. Keppt verður um hver verður fyrstur að ganga upp Goðatind (912m) og renna sér niður, svokallað „freeride„ mót verður í svartafjalli (1088m) og gengið verður á Hólafjall. fjallaskíða- mennska er í miklum uppgangi hér á landi enda hægt að stunda sportið langt fram eftir vori eins og sannast á þessu festivali. -sda Ísland í 8. sæti Ísland er í 8. sæti evrópulanda þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, samkvæmt árlegri úttekt á stöðunni sem kallast Regnbogapakkinn og var kynnt á ráðstefnu á möltu í liðinni viku. Úttektin er unnin af ilga europe, evr- ópusamtökum hinsegin fólks, og einkennist af vaxandi andstæðum. á meðan sum ríki unnu að jöfnum rétti til hjónabands og viðurkenningar á kynvitund á árinu 2013 mátti í öðrum sjá tilvist hinsegin fólks glæpavædda með lögum gegn „áróðri“ fyrir samkynhneigð. Bretar standa sig best en Rússar lakast. Ísland nær 64% árangri og deilir áttunda sæti á listanum með frökkum. landið þokast upp á við milli ára og ráða. - eh Viðskiptablaðið 20 ára viðskiptablaðið er 20 ára um þessar mundir og fagnaði áfanganum með móttöku í iðnó í gær, fimmtudag. Stofnandi blaðsins og fyrsti ritstjóri er óli Björn Kárason en auk hans hafa átta ritstjórar stýrt blaðinu. núverandi ritstjóri er Bjarni ólafsson en útgefandi er Pétur árni Jónsson. Megináhersla er sem fyrr á viðskipti og efnahagsmál, auk þjóðmála. fiskifréttir, sérblað um sjávarútvegsmál, fylgir með í hverri viku. einnig fylgir sérblaðið Hestar og Hestamenn með blaðinu mánaðarlega. Í tilefni afmælisins gaf Viðskipta- blaðið út veglegt afmælisrit þar sem farið er yfir við- burðaríkt tímabil viðskipta- og atvinnulífsins undanfarna tvo áratugi, góðæri og fall – og rætt við ýmsa sem við sögu komu. - jh 4 fréttir Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.