Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 54
54 heilsa Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING KYNNING F élag sjúkraþjálfara hefur um nokkurra ára skeið staðið að samfélagsverkefni í ýmsum sveitarfélögum sem felur í sér að kortleggja gönguleiðir þar sem ekki er meira en 250–300 metrar á milli bekkja. Þannig er stuðlað að frekari hreyfingu í nærumhverfi sem hentar eldri borgurum og þeim sem lakir eru til gangs og þeim gert kleift að fara út að ganga og setjast niður á bekki með jöfnu millibili. Kristinn Magnússon sjúkraþjálfari segir að í Hafnarfirði hafi verk- efnið verið unnið í sam- vinnu sjúkraþjálfara í Hafnarfirði, ásamt Öldrunarráði Hafnar- fjarðar, Félagi eldri borgara í Hafnarfirði og Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar. „Hópur- inn hefur í samvinnu kortlagt gönguleiðir í nærumhverfi Hafnar- fjarðar. Þessum gönguleiðum verður veitt sérstök athygli þegar kemur að snjóruðningi og hálkuvörnum auk þess að kannað verður hvort bæta þurfi lýsingu á leiðunum. Með stuðningi félaga- samtaka, fyrirtækja og Hafnar- fjarðarbæjar hafa verið settir niður 28 nýir bekkir og eru þá ótaldir bekkir bæjarins sem hafa verið færðir til svo verkefnið verði sem glæsilegast,“ segir hann. Áætlað er að þessum sérstöku gönguleiðum verði fjölgað með ár- unum. Leitað var til Iðnskólans í Hafnarfirði um samstarf við hönn- un bekkja sem hægt væri að nota á svæðum eins og við Ástjörn og Hvaleyrarvatn og tæki mið af um- hverfinu. Það hefur það verið sett inn í námskrá og verður áfram í vinnslu á næstu önn. Hafnarfjörður bætist nú í hóp sveitarfélaga sem hafa tekið þátt í þessu verkefni en gönguleiðir af þessu tagi má einnig finna í Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ. Fyrir norðan eru leiðir á Akureyri, Húsavík og Kópaskeri. Kristinn segir að ráðgert sé að fjölga leiðum smám saman í samvinnu við sveitarfélögin og félög eldri borgara á hverjum stað. „Félag sjúkraþjálfara hvetur fólk til að kynna sér leiðirnar sem eru í boði og hvetja fólk að drífa sig út að ganga sér til heilsubótar og láta það ekki aftra sér þótt göngugetan sé takmörk- uð. Það er stutt í næsta bekk!“ Kortleggja gönguleið- ir fyrir eldri borgara Félag sjúkraþjálfara hefur kortlagt gönguleiðir í nokkrum sveitarfélögum þar sem stutt er á milli bekkja. Þetta hentar eldri borgurum og öðrum sem eru lakir til gangs. Gönguleiðir milli bekkja hafa nú verið skráðar í Hafnarfirði. Kristinn Magnússon. Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýs- ingar má nálgast á icecare.is og á Facebook-síðunni Femarelle. Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiði Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. Virkni þess hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undan- förnum 13 árum. „Ég las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa meðferð og hef tekið það inn í nokkra mánuði og er búin að endurheimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði ekki liðið nógu vel og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið innan um fólk. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því einangrast félagslega,“ segir hún. „Eftir að ég hafði tekið Fermarelle í sex mánuði hætti ég að svitna eins og áður og er núna í sama bolnum allan daginn og er hætt að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn hafa orð á því hvað ég sé orðin hress. Að auki hef ég misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega. Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin að ég mæli með þeim við allar vinkonur mínar.“ „Ég ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeið- inu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“ Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“ Soffía Káradóttir. A ntrópósófískir þerapistar og listamenn standa fyrir viku námskeiði með öllu tilheyrandi í Skálholti dagana 6.- 12. júlí næstkomandi. „Við viljum bjóða þeim sem koma og dvelja hjá okkur í sumar upp á bæði tíma og rúm til endur- næringar fyrir líkama og sál hvort sem viðkomandi hefur nýlega stigið upp úr veikindum, erfiðum aðstæðum í lífinu eða hefur ein- faldlega áhuga á heilsusamlegu og uppbyggjandi sumarfríi í fal- legu og afslappandi umhverfi,“ segir Aðalheiður Jóhanna Ólafs- dóttir, einn skipuleggjandi Heilsu- vikunnar í Skálholti. „Við Heilsuvikuna starfa handa- og tónþerapistar, list- og músíkþe- rapistar og eurythmyþerapistar. Það má meðal annars geta þess að frá Þýskalandi kemur Angelika Jaschke, formaður alþjóðasam- taka eurythmyþerapista (IKAM/ ForumHE). Hún kemur til með að bjóða upp á einkatíma í eurythmy- þerapíu. Auk þess kemur Sibylle Bürgel músíkþerapisti frá Sviss sem býður upp á bæði einkatíma og kórleiðslu,“ segir Aðalheiður enn fremur. Hugmyndin að Heilsuvikunni vaknaði fyrir rúmu ári í gegnum vinnu við stofnun fagfélags fyr- ir mannspekilækningar (e. ant- hroposophical medicine) á Ís- landi. Ákveðið var að bjóða upp á vikudvöl byggða alfarið á antró- pósófískum þerapíum og listum. Þó nokkrir einstaklingar á Íslandi hafa menntun í antrópósófískum þerapíum og listgreinum. Flestir þessara aðila starfa í dag við Wal- dorfskólana, í Skaftholti og á Sól- heimum. Þessir einstaklingar ásamt þerapistum frá Svíþjóð, Þýska- landi og Sviss hafa nú sett saman heila viku þar sem heildarramm- inn er ró, lífrænt fæði og hrynj- andi. Daglega fá allir gestir ein- staklingsþerapíu að eigin vali og mikið dekur. Dæmi um dekur- meðferðir eru fótaböð, bakstrar og vafningar. Einnig verður boðið upp á hrynlist (eurythmy) fyrir hópa og listrænt verkstæði verður opið síðdegis þar sem hægt verð- ur að fá handleiðslu við leirmótun og málun. Að sjálfsögðu hefst hver dagur á ljúffengum morgunmat, göngu um fallegt umhverfið með fræðslu um jurtir og kennslu í að tálga í birki. Í lok hvers dags er svo boð- ið upp á samtöl og fyrirlestra um næringu hjá dr. Philipp Busche frá Þýskalandi. Síðast en ekki síst er gestum boðið á hina þekktu Skálholtstónleika. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum er bent á heimasíðu Heilsuvikunnar www.healthweeks.is. Heilsan í fyrirrúmi í sumar – heil vika af dekri í Skálholti Eva Ólöf Hjaltadóttir. Fjöldi nýrra bekkja hafa verið settir upp í Hafnarfirði og aðrir hafa verið færðir til. Þetta er hluti af samfélagsverkefni sjúkraþjálfara til að hvetja eldri borgara og aðra sem eiga erfitt með gang til frekari hreyfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.