Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 74
Nú byrjar bara nýr kafli. 74 dægurmál Helgin 23.-25. maí 2014 „Mér finnst Ísland svo merkilegt og spennandi. Á sumrin langar marga að fara til útlanda en ég vildi minna krakka á hvað landið okkar er frábært,“ segir Ævar vísindamaður, eða Ævar Þór Benedikts- son, sem var að senda frá sér bókina „Umhverfis Ísland í 30 tilraunum“ sem er ferðabók fyrir forvitna krakka. Árið 2011 kom út bókin „Glósubók Ævars vísinda- manns“ sem naut mikilla vinsælda og í framhaldinu var ráðist í gerð þáttanna um Ævar vísindamann sem sýndir voru á RÚV í vetur. „Ég var kominn með hugmyndina að þessari bók en þegar ég fann hvað þáttunum var vel tekið ákvað ég að fara á fullt í að skrifa hana,“ segir hann. Bókin hentar vel í bílinn þegar ferðast er um landið, þar er fróðleikur um hina ýmsu staði auk vísana í Íslendingasög- urnar og þjóðsögur, og ekki má gleyma tilraununum en á fjórða tug vísindatilrauna eru útskýrðar þannig að ungviðið geti framkvæmt þær. Það er þó ekkert skilyrði að vera á ferðalagi til að lesa bókina. „Hún hentar líka vel fyrir þá sem eru að ferðast í huganum,“ segir Ævar. Vísindamaðurinn heldur vit- anlega úti vefsíðunni Visinda- madur.is þar sem hægt er að fylgjast með Ævari, horfa á þættina, fara í leiki og fræðast um til- raunir. - eh  Ferðalög Ævar vísindamaður Ferðast um landið í nýju bókinni Ferðabók fyrir forvitna krakka Ævar vísindamaður fræðir börnin um landið okkar auk þess að kenna þeim að gera nýjar og spennandi vísindatil- raunir. Mynd/Lalli Sig Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní. Sumarmölin er fjölskyldu- væn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistar- flutning margra fremstu listamanna landsins. Á hátíðinni í ár koma fram Moses Highto- wer, Samaris, Púsl, Sin Fang, Prins Póló, Hermigervill auk þess sem Borko og Futuregrapher munu leiða saman hesta sína í glænýju samstarfsverkefni. Um 70 manns búa á Drangsnesi og því vekur athygli að ein sveitanna sem treður upp, Púsl, er skipuð 12-16 ára Drangnesingum sem hafa komið fram við ýmis tækifæri á undanförnum tveimur árum. Að tónleikum loknum geta dans- og skemmtanaþyrstir gestir skemmt sér áfram á Malarkaffi þar sem Matthías Már Magnússon útvarpsmaður þeytir skífum fram eftir nóttu. 16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd fullorðinna. Miðaverð er 4500 kr. á hátíðina og 2500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Miðasala fer fram á midi.is. GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM Sýningin Lostastundin / Lust Hour verð- ur opnuð í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1, á laugardagskvöld klukkan 20. Tólf valinkunnir myndlistarmenn sýna erótísk verk, sumir þekktir fyrir slíkt, aðrir ekki. Áhersla er á tvíðvíð verk á sýningunni og kennir þar ýmissa grasa, frá skúffuerótík til hugmyndafræðilegra verka. Sýnendur eru þjóðþekktir listamenn til annarra lítt þekktari. Erótískt myndrit verður gefið út í tengslum við sýninguna með verkum eftir sýnendur auk annarra og verður til sölu á Basarnum. Verkin á sýningunni eru ekki við hæfi barna. Sýningarstjórar sýningarinnar eru Guðlaug Mía Eyþórs- dóttir og Kristín Karólína Helgadóttir. Erótík í Kunstschlager Sumarmölin haldin öðru sinni Þ að eru komin 10 ár síðan ég byrjaði í fjölmiðlum og þar af hef ég starf-að sjálfstætt í fimm ár. Nú byrjar bara nýr kafli,“ segir Sölvi Tryggvason sem hefur nýlokið við síðustu seríuna sem hann gerir af Málinu sem er sýnt á SkjáEinum. Á mánudag hófst fyrsti þátturinn í fjögurra þátta seríu af Málinu en Sölvi er einnig búinn að vinna aðra fjögurra þátta seríu sem verður sýnd á SkjáEinum í haust. Á mánudag hófst einnig sex þátta sería af heilsuþáttum sem Sölvi sér um á ÍNN, Heilsa og holl- usta, og vill þannig til að í um fimmtán mínútur næstu mánudagskvöld verður Sölvi á sama tíma á báðum stöðvunum. Í fyrsta þættinum af Málinu var fjallað um framhjáhald og segir Sölvi að þau sem standa að þættinum hafi þar að- eins leikið sér með formið. „Þau sem vinna með mér að þáttunum er kvikmyndagerð- arfólk og þessi fyrsti þáttur var að hluta eins og heim- ildamynd með miklu leiknu efni. Næsti þáttur veður ekta fréttaskýringarþáttur um Landspítal - ann. Við fórum til Svíþjóðar og erum að gera samanburð á ákveðnum hluta heil- brigðiskerfisins hér og úti. Við fengum full- an aðgang að Hjartagátt Landspítalans og sams konar deild í Uppsala. Á Landspítal- anum starfar gott og duglegt fólk en starf- semin kemur mjög illa út í samanburði við Svíþjóð. Þetta var eins og að koma inn í framtíðina eftir að hafa verið á Landspítal- anum og fara áratugi fram í tímann,“ segir hann. Sölvi hóf störf við fjölmiðla í lok maí 2004 þegar hann var ráðinn í sumaraf- leysingar á fréttastofu Stöðvar 2 en hann ílengdist á stöðinni í fimm ár. „Ég prófaði ansi margt á þessum tíma. Ég var á tíma- bili í erlendum fréttum, eitt ár var ég að skrifa og lesa morgunfréttir þegar Bítið var í sjónvarpinu, ég tók meira að segja einhverjar íþróttafréttavaktir og var í Íslandi í dag,“ segir Sölvi sem veit ekki hvað tekur við. „Ég er verk- efnastjóri yfir fræðsluefni hjá Blátt áfram en annars held ég öllum möguleikum opnum. Ég er bara að líta í kring um mig,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Fólk sölvi tryggvason á 10 ára FjölmiðlaaFmÆli í lok maí Á tveimur sjónvarps- stöðvum í einu Sölvi Tryggvason stendur á tímamótum, hann hefur starfað við fjölmiðla í 10 ár en óvíst er hvað tekur við. Hann var að ljúka við síðustu seríuna sem gerð verður af Málinu á SkjáEinum og er auk þess með heilsuþátt á ÍNN. Þannig vill til að á mánudagskvöldum eru báðir þætt- irnir í útsendingu og Sölvi því á tveimur sjónvarpsstöðvum. Sölvi Tryggvason hóf fjölmiðlaferilinn fyrir 10 árum þegar hann var ráðinn sem sumar- starfsmaður á fréttastofu Stöðvar 2. Síðustu 5 ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi. Mynd/Hari Magnús Trygvason Eliassen treður upp með Moses Hightower á Sumarmölinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.