Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 22
M yndlýsingar á prentuðum texta eru í raun ekki svo algengar fyrr en á seinni hluta 19du aldar. Gutenberg gjörbreytti útbreiðslu á prentuðu efni með því að nota lausaletur og svo sannarlega voru margar bækur myndskreyttar allar aldir fyrir og eftir en það var engu að síður ekki algengt vegna þess hvað mynd- mótagerð var tímafrek og þar með dýr. Vélvæðing prentlistar á 19du öld breytti miklu og fljótlega verða til hraðvirkari aðferðir við myndmótagerð. Í kringum aldamótin 1900 fer að vora í íslenskri myndlist og myndlýsingar á íslensku prentefni verða algengari. Uppúr miðri 19du öld hófu fræði- menn að safna þjóðsögum af vörum alþýðu, inn- blásnir af rómantísku stefnunni sem var ríkjandi á 19du öld og langt fram eftir þeirri 20stu. Róman- tíska stefnan var rekin áfram af lýðveldissinnum. Hún leitaði m.a. að hinu sérstaka við þjóðirnar. Fyrirmyndina að söfnun þjóðsagna má rekja til Grimmsbræðra sem söfnuðu munnmælasögum snemma á 19du öld. Nánast allir vormenn íslenskra myndlista voru helteknir af rómantíkinni. Nokkrir voru innblásnir af íslenskum þjóðsögum sem Jón Árnason og reyndar fleiri söfnuðu saman. Árið 1862 og 1864 koma út í Leipzig Íslenskar þjóðsögur og ævintýri í tveim bindum. Þær voru ekki myndskreyttar en í enskri þýðingu Eiríks Magnússonar „Icelandic Legends“ frá árinu 1866 eru þær myndskreyttar nokkrar af Johann Babtist Zwecker þeim sem fyrst myndgerði íslensku fjallkonuna. Þeir Íslendingar sem fyrstir sækja innblástur fyrir myndlýsingar í þjóðsögurnar eru Guðmundur Thorsteinsson betur þekktur sem Muggur, Tryggvi Magnússon og Ás- grímur Jónsson. Muggur er svolítið sérstakur. Hann var alinn upp á Bíldudal sem Bíldudalsprinsinn því faðir hans, Pétur Jens Thorsteinsson var auðugur maður á þeirra tíma mælikvarða og kallaður Bíldudals- kóngurinn. Heima hjá Muggi var kona sem hafði þann eina starfa að segja börnunum sögur og ævintýri. Hún hét Þórunn Jónsdóttir kölluð Dauja og bjó á bakarísloftinu. Fyrstu myndirnar sem Muggur teiknaði voru tengdar sögunum sem hún sagði, þjóðsögum og ævintýrum en hann hlustaði hugfanginn á hana. Sögur af riddurum, tröllum og huldufólki. Seinna átti hann eftir að búa til myndir við ævintýrin, þar á meðal Búkollu, Gissur á Botnum og Sálina hans Jóns míns. Muggur nam við Konunglega Listaakademíið í Kaupmannahöfn. Verk hans einkennast af draumlyndi og leikandi tilraunum fremur en ögun og alvarlegri listsköpun. Muggur dó ungur aðeins 33 ára gamall. Ævintýrin voru honum alla tíð mjög hugleikin og kannski má segja að ævi hans hafi verið ævintýri útaf fyrir sig þar sem Muggur var prinsinn. Það má segja að Muggur hafi verið í beinu sambandi við munnmælin. Þjóðsögur og ævintýri höfðu mikið uppeldisgildi ekki bara eftir að þær voru prent- aðar heldur auðvitað meðan munnmælin lifðu. Þær höfðu miklu meira uppeldisgildi en margar nútíma barnabókmenntir. Austurríski sálfræðingurinn Bruno Bettelheim benti á þetta og varaði jafn- Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur - á sumartilboði C130.1-6 X-tra háþrýstidæla Fyrir þá sem vilja góða háþrýstidælu. Vnr. 128470251 Poseidon 3-40 háþrýstidæla Afkastamikil 3ja fasa háþrýstidæla. Þrýstingur 170 bör. Vatnsmagn allt að 830 l/klst Vnr. 301002221 E140.3-9 X-tra háþrýstidæla Öflug dæla fyrir þá kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina. Vnr. 128470505 P150.2-10 X-tra háþrýstidæla Þessi er kraftmikil og hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra bíla, vinnuvélar o.fl. Vnr. 128470132 Attix 30-01 Öflug ryk- og vatnssuga sem hentar vel í erfið verkefni. Vnr. 02003405 Buddy 15 Lítil og nett ryk- og vatnssuga Vnr. 302002316 Tilboð frá 11.988 kr. Taktu hár úr hala mínum – Búkolla snýr aftur Nú í vor kom út ný útgáfa af þjóðsögum Jóns Árnasonar, úrval sagna gefið út af Útgáfufélaginu Heimi. Bókin er fal- legur gripur, ekki bara vegna vandaðs frágangs og skemmtilegra sagna heldur gefa nýjar myndir Freydísar Kristjánsdóttur henni líka mikið gildi. Freydís byggir á hefð vormanna ís- lenskrar myndlistar í myndum sínum. Af þessu tilefni skrifaði Goddur hugleiðingu um íslenskar þjóðsögur og hvernig allir helstu íslenskir teiknarar hafa gert þeim skil. framt við því að breyta hugsunarlaust gömlum barnasögum. Hann hefur gagnrýnt ævintýri sjötta og sjöunda áratuganna fyrir að vera innihaldslítil, áróðurskennd og fyrir að sniðganga sálarlíf og geðræn lögmál barnsins. Hann leiddi í ljós með rannsóknum sínum að gömul barnaævintýri byggja á djúpstæðum goðsögulegum og sálfræðilegum lögmálum og að þau byggjast ekki á tilviljun eða sjálfhverfu höfundar heldur markvissri skipan. Börn hafa mjög auðugt ímyndunarafl, þar sem ótti og martraðamyndir skapa mikinn sess. Ævintýrin sýna þeim að það er hægt að finna leið út úr hinum skelfilegustu hættum. Bruno leit á ævintýrin sem eins konar stafrófskver þar sem börnin læra að skilja sínar eigin en enn ómeðvitaðar hugmyndir, ekki í orðum heldur myndum – Hin farsælu málalok í ævintýri skipta höfuðmáli. Þau gefa barninu von og trú á framtíðina. Ef minning er geymd í óskrifuðum orðum gleymist hún fljótt en ef hún er geymd sem mynd gleymist hún aldrei. Öll verðum við fyrir þeirri reynslu að upplifa ótta og lítil börn finna fyrir því í ríkum mæli. Ævintýrin skýra barninu frá því að það sé til leið undan þessum ótta. Því skipta ævintýrin börnin miklu máli – og þá þær skelfingar og þá mannvonsku sem í þeim má finna. Hið illa í sögunum, hinir skelfilegu viðburðir draga mjög skýrt fram boðskap sögunnar. Hin skýra greining á góðu og illu sem einkennir ævintýrin gerir barninu mjög auðvelt fyrir um að velja hverjum það vildi líkjast. Hin geysivinsæla saga af Búkollu er ágætis dæmi um þetta. Karls- son er einbirni og í sögunni er sagt hreint út að foreldrunum þyki ekkert vænt um hann. Svo virðist sem þeim þyki eiginlega vænna um Búkollu kannski vegna þess að hún var búbót sem þau sáu ekki í syninum. Í einmanaleik sínum virðist Karlsson vera í miklu og góðu sambandi við Búkollu. Þegar Búkolla týnist verða pabbi og mamma Karlssonar æði stygg í skapi, skipa honum að fara að leita að Búkollu og hann megi ekki koma heim eða fyrir þeirra augu fyrr en Búkolla sé fundin. Hann fær reyndar nesti og nýja skó. Aleinn með þetta mikla verkefni á herðunum kallar hann á Búkollu sem svarar honum eins og náinn vinur fyrst í fjarska. Hann færist nær og nær og finnur hana að lokum á hamri undir fótum sér. Hann klifrar niður hamarinn og finnur Búkollu í helli. Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Freydís Kristjánsdóttir (2014): Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? Framhald á næstu opnu. 22 íslenskar þjóðsögur Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.