Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 12
P opúlískir stjórnmálaflokkar hafa lítið verið rannsakaðar þó svo að þjóðernishyggja og virkni hennar hafi löngum verið fræðimönnum hugleikin. Af nógu er hins vegar að taka í þeim efnum og nýlega var ýtt úr vör stóru rannsóknar- verkefni fræðimanna við 26 evrópska há- skóla þar sem ég er á meðal þátttakenda. Verkefninu er ætlað að greina popúlísk stjórnmál, popúlíska stjórnmálabaráttu og áhrif þess á lýðræðið. Nú, í aðdraganda Evrópuþingskosninganna, er kannski ekki úr vegi að stikla á stóru í þeim efnum. Í aðra röndina má segja að uppgangur popúlískra flokka sé til marks um að hefð- bundnum verkalýðs- og félagshyggjuflokk- um hafi mistekist að höfða til alþýðunnar. Á meðan evrópskir sósíaldemókratar voru uppteknir við nýrri málaflokka á borð við umhverfisvernd, jafnrétti kynja, æðri menntun og framþróun faglegra lýðræðis- legra ferla, náðu popúlískir flokkar í auknum mæli til verkafólks og tóku jafnvel yfir orðræðu stéttabaráttunnar. Aukið óþol Popúlískar stjórnmálahreyfingar sem hafna pólitík hefðbundnu flokkana hafa á undanförnum áratugum risið út um álfuna og eiga núorðið fulltrúa víða í sveitarstjórn- um og á þjóðþingum. Á Evrópuþinginu eru fyrir þónokkrir svoleiðis fulltrúar en nú er gert ráð fyrir snaraukningu þeirra. Skýringa á þeim skyndilega uppgangi er einkum að leita í auknu óþoli í kjölfar gríðarlegs niðurskurðar í ríkisfjármálum Evrópuríkja í kjölfar fjármálakrísunnar sem valdið hefur fjölda fólks verulegum bú- sifjum. Þá andstöðu höfum við einnig séð í svaðalegum mótmælum út um alla suður Evrópu. Í kjölfarið glötuðu hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Evrópsambandið (og þar með Evrópuþingið), trúverðugleika í augum fjölmargra kjósenda sem hafa snúið sér að stjórnmálamönnum sem boða and- stöðu við elítuna (jafnvel þótt þeir tilheyri henni sjálfir), Evrópusambandið og út- lendinga en þess í stað endurupphafningu hins þjóðlega og vernd gegn erlendum áhrifum, svo sem með aukinni framleiðslu- vernd. Mesti áberandi eru flokkar á borð við Breska sjálfstæðisflokkinn (UKIP), Frönsku þjóðarframvarðarsveitina (Front National) og Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi (PVV). Popúlistar streyma á Evrópuþingið Kannanir sýna að popúlískir stjórn- málaflokkar af ýmsum toga – fasískir hægri öfgaflokkar, innflytjendaand- stæðingar og lýðskrumarar sem ástunda múgæs- ingsstjórnmál – muni streyma á Evrópuþingið í kosningunum sem fara fram í ríkjunum 28 núna um helgina. Sumir gera því skóna að samsetning þingsins og eðli starfseminnar verði orðin allt önnur eftir helgina. Eiginleg umbylting verði. Fari sem horfir. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórn- málafræði Tyrklands og Norður Afríku. Með stríðum straumi verkafólks urðu samfélög Evrópu fjölbreyttari. Hugmyndin um fjölmenningarlegt samfélag fór þá að skjóta rótum. Enda engin leið að horfa framhjá hörmungum skipulagðra þjóðern- ishreinsana fyrri ára. Upp úr 1970 fóru flest Evrópu- ríki að reka virka samlögunar- stefnu. Stefnunni var ætlað að vernda minnihlutahópa og vinna gegn fordómum auk þess sem fjöl- breytnin var álitin æskileg í sjálfu sér. En andstaðan við fjölmenning- arstefnuna er einnig víðtæk og hef- ur aukist verulega í allra síðustu tíð og meðal annars birst í þessum uppgangi popúlískra stjórn- málaflokka. Víðfeðm kirkja Popúlismi er annars flókið hugtak og flokkarnir innan mengisins ólíkir um margt. Allt frá fasískum hægri öfgaflokkum á borð við Jobbik-hreyfinguna í Ungverja- landi, Árás í Búlgaríu og Gyllta dögun í Grikklandi þar sem raftar ríða á rasískri retórík yfir í Breska sjálfstæðisflokkinn sem nú segist hafna kynþátttahyggju. Og svo norrænu útgáfuna þar sem megin áhersla er lögð á að vernda velferðarkerfið fyrir ásókn útlendinga. Þótt þetta sé æði víðfeðm kirkja eiga popúlískir flokkar það sammerkt að fleyta öldu vinsælla dægurmála fremur en í prinsippfestu að leitast við að sannfæra fólk um ágæti eigin stefnu. Flokkar af þessu tagi eiga til að mynda í litlum vandræðum með ýmsar þversagnir – svo sem þá að boða bæði aukna velferð og minni skatta. Jafnan er leikið á tilfinningar fremur en að höfða til kaldrar skynsemi og heldur alið á ótta en að rekjanlegum rökum sé teflt fram. Svona flokkar spruttu fram í andstöðu við innflytjendur strax á áttunda áratugnum, svo sem Þjóð- arframvarðarflokkur Jean Marie Le Pens í Frakklandi og Framfara- flokkur Mogens Glistrups í Dan- mörku. Á níunda áratugnum gerði Frelsisflokkur Jörg Haiders usla í Austurríki og Flæmska blokkinn reis í Belgíu undir lok aldarinnar. Á fyrsta áratug nýrrar aldar náðu hægri öfgaflokkar sterkri stöðu víða í Austur-Evrópu, til að mynda Jobbik-fylkingin sem marserar um Ungverjaland í einkennisbúningi fasista. Í Þýskalandi hafa nýnasist- ar meira að segja látið á sér kræla og á Ítalíu hafa Norðurbanda- lagið og Fimm stjörnu hreyfingin einnig sterka stöðu. Þá náði Breski þjóðernisflokkurinn (BNP) sterkri stöðu um skeið þó svo að hófstillt- ari útgáfan í UKIP, undir forystu Nigel Farage, eigi nú um stundir fremur upp á pallborðið. Á Norðurlöndunum færðust Danski Þjóðarflokkurinn undir forystu Píu Kærsgaard og Norski framfaraflokkurinn á liðnum árum með lítilli fyrirhöfn af jaðrinum og inn á svið viðurkenndra almennra stjórnmála. Sem er til marks um hve hratt umræðan hefur fæst til, svo mjög að skilaboð sem fyrir fáum árum þóttu óboðleg í siðuðu samfélagi þykja gjaldgeng nú. Í seinni tíð hafa svo Sannir Finnar og Svíþjóðardemókratarnir líka látið til sín taka. Öfugt við marga hægri öfgaflokkana, sem finna má víða í Evrópu, leggja norrænu po- púlistarnir áherslu á að vernda vel- ferðarkerfið og svo má líka í flór- unni finna vinstri popúlista eins og Syriza-flokkinn á Grikklandi. Nýr þýskur popúlistaflokkur sem nefnist Valkostur fyrir Þýskaland slær á enn aðra strengi, einkum peningalegrar þjóðernisstefnu. Ný átakalína Fari sem horfir verður samsetning Evrópuþingsins semsé æði frá- brugðin því sem nú er. Á þinginu skipta menn sér í fylkingar eftir málefnum en ekki eftir þjóðerni. Stærstu þingflokkarnir eru félags- hyggjuflokkurinn (PES) og hægri þjóðarflokkurinn (EPP) þar sem kristilegir demókratar eru fyrir- ferðarmestir. Fyrir skömmu fór pólski hægri flokkurinn undir forystu Kaczynski bræðra og breski Íhaldsflokkurinn úr EPP ásamt fleirum og stofnuðu nýja enn hægri sinnaðri flokkagrúppu þar sem meiri efasemdir eru um framþróun Evrópusamrunans. Á þinginu nú starfar einnig lítil po- púlísk flokkagrúppa þar sem UKIP er kjölfestan og nefnist Evrópa frelsis og lýðræðis. Djúpstæð þjóðernishyggja Andstaða við útlendinga og upp- hafning hins þjóðlega er að vísu ekkert nýtt í Evrópu eins og við þekkjum alltof vel úr sögunni. Lýð- ræðisþróunin og þjóðríkjavæðing- in fylgdust að allt þar til að fasism- inn fór að ryðja sér til rúms á fyrri hluta tuttugustu aldar og lýðræðið lét undan. Eftir sat áframhaldandi áhersla á þjóðríkið. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heim- styrjöld að Evrópumenn fóru að gera upp við skefjalausa þjóðernis- hyggju sem leikið hafði álfuna svo grátt. Álfan var í rúst og fólkið í sárum. Við uppbygginguna vant- aði vinnufúsar hendur sem sóttar voru til nálægra svæða, svo sem til UKIP, Breski sjálfstæðisflokkurinn, er einn mest áberandi þeirra popúlísku stjórn- málaflokka sem berjast um sæti á Evrópuþinginu. Flokkurinn hefur hlotið mikla gagnrýni í Bretlandi þar sem hann þykir ala á rasisma og þjóðernishyggju. 12 stjórnmál Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.