Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 36
Arturo Vidal, Chile Aldur: 27 ára. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 46/18 Landsleikir/mörk: 53/8 Þessi tikkar í öll boxin. Hann tengir saman vörn og sókn og þeysist markteiga á milli í 90 mínútur. Það er eitt að geta hlaupið en Vidal skilar einhverju á báðum endum vallarins. Hann er lunkinn spilari sem býr til sóknir og færi en hann er líka hörku tæklari og brýtur niður sóknir andstæðinganna á hinum enda vallarins. Arjen Robben, Hollandi Aldur: 30 ára. Félag: Bayern München (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 45/21 Landsleikir/mörk: 73/22 Robben er kannski ekki allra en það getur enginn efast um hæfileika hans. Hann dansar framhjá varnarmönn- unum og lætur svo vaða með sínum magnaða vinstri fæti. Til að strá salti í sár andstæðingana lætur hann þetta meira að segja virka auðvelt. Oscar, Brasilíu Aldur: 22 ára. Félag: Chelsea (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 47/11 Landsleikir/mörk: 29/9 Brasilíumenn hafa ekki spilað alvöru landsleik í lengri tíma af því þeir tóku ekki þátt í undankeppni fyrir HM. Það er því erfiðara að spá nákvæmlega fyrir um byrjunarlið þeirra en margra annarra þjóða. Nær öruggt má þó telja að Oscar verði falið það hlutverk að tengja saman miðju og sóknarlínu liðsins. Hann hefur alla kosti sókndjarfs miðjumanns, hann er leikinn, snöggur og hefur auga fyrir sendingum. Angel di Maria, Argentínu Aldur: 26 ára. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/11 Landsleikir/mörk: 43/9 Hinn eldsnöggi og skemmtilegi kantmaður Angel di Maria verður í eldlínunni í Brasilíu. Í stað þess að vera ætlað að leggja upp mörk fyrir Ronaldo, eins og hann gerir hjá Real Madrid, á hann að búa til færi fyrir Messi og Agüero eða jafnvel Higuain eða Lavezzi ef þeim fyrrnefndu eru mislagðir fætur. Di Maria er athyglisverður leikmaður. Hann er ekki með neina stjörnustæla heldur setur bara undir sig hausinn og leikur leikinn. Mesut Özil, Þýskalandi Aldur: 25 ára. Félag: Arsenal (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 39/7 Landsleikir/mörk: 53/17 Það er vandfundinn hæfileikarík- ari knattspyrnumaður. Hann fer framhjá varnarmönnum eins og svigmaður, sér leiðir fyrir sendingar í gegnum vörnina sem enginn sér, leggur upp aragrúa af mörkum og skorar eitt og eitt sjálfur. Stóra spurningin er hvort hann verði í réttum takti þegar mótið hefst eftir langt og erfitt tímabil á Englandi, þar sem Wenger keyrði hann út í stað þess að hvíla á réttum augnablikum. Steven Gerrard, Englandi Aldur: 33 ára. Félag: Liverpool (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 36/14 Landsleikir/mörk: 109/21 Gerrard átti frábært tímabil í nýrri stöðu sem aftasti miðjumaður hjá Liverpool. Eftir að hafa látið Englandsmeistara- titilinn renna sér úr greipum þarf hann að komast yfir vonbrigðin og leiða sína menn áfram. Nú er hann gamli maðurinn í liðinu en eigi liðið að eiga möguleika á skilja annað hvort Úrugvæ eða Ítalíu eftir í riðlinum þarf hann að leika eins og ungur Gerrard; vítateiganna á milli með tilheyrandi látum. Eden Hazard, Belgíu Aldur: 23 ára. Félag: Chelsea (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/17 Landsleikir/mörk: 43/5 Belgíska liðið er ótrúlega spennandi og ljóst að margra ára uppbyggingarstarf er farið að skila sér. Hazard er stjarnan í liðinu, hann er tían sem á að láta áhorfendur rísa úr sætum þegar hann fer af stað með boltann. Hazard hefur verið í hálfgerðu stríði við Mourinho hjá Chelsea sem vill að hann vinni meira fyrir liðið. Í þessu liði þarf Hazard ekki að hugsa eins mikið um varnarvinnuna. Nú þarf hann að skila mörkum og stoðsendingum. Andrés Iniesta, Spáni Aldur: 30 ára. Félag: Barcelona (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 52/3 Landsleikir/mörk: 95/10 Það vantar ekki miðjumenn í lið Spánverja sem eiga titil að verja. Iniesta hefur stundum verið kallaður „vanmetnasti leikmaður heims“ vegna þess að hann fær ekki jafnmikla athygli og margir félaga hans í Barcelona og spænska landsliðinu. Hann er með afburða leikskilning, frábæra tækni og þótt hann skori ekki mikið þá hefur hann einstakt lag á að dúkka upp á réttum augnablikum. Paul Pogba, Frakklandi Aldur: 21 árs. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/9 Landsleikir/mörk: 8/1 Hefur verið líkt við Patrick Vieira, landa sinn. Það er ekki leiðum að líkjast því Vieira þótti einn besti miðjumaður sinnar kynslóðar. Vieira segir að Pogba sé hæfileikaríkari leikmaður en hann hafi verið og það er kannski ekki fjarri lagi; Pogba er svipað byggður og hann, sterkur og með langa leggi, en er að auki mun sókndjarfari en Vieira var nokkurn tímann. Hann er líka hörku skotmaður. Magnaðir á miðjunni Þrjár vikur eru þangað til flautað verður til leiks í fyrsta leik á HM í knattspyrnu í Brasilíu. Fréttatíminn tekur hér forskot á sæluna og skoðar tíu miðjumenn sem eiga eftir að láta að sér kveða á mótinu. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty Yaya Toure, Fílabeinsströndinni Aldur: 31 árs. Félag: Manchester City (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/24 Landsleikir/mörk: 82/16 Yaya Toure var langbesti miðju- maður ensku Úrvalsdeildarinnar í vetur og hefur verið einn af þeim bestu í sinni stöðu í heiminum um árabil. Ótrúleg líkamsbygging gerir það að verkum að hann geysist fram og aftur um völlinn eins og eimreið og tæknin er ótrúleg miðað við svo stóran mann. Í vetur kom svo í ljós að hann er frábær í aukaspyrnum í ofanálag. 36 fótbolti Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.