Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. H Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endur- bætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst. Svo sagði meðal annars í stefnu- yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar sagði jafnframt, í kafla um velferðar- mál, að íslenskt heilbrigðiskerfi verði að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og að- stæður starfsmanna. Fullyrða má að í samfé- laginu sé sátt um það að bæta þurfi aðstöðu sjúklinga og starfsfólks á Landspítal- anum – hvort heldur menn kalla þær aðgerðir nýjan spítala eða nýbyggingar að hluta eða endurnýjun eldra húsnæðis – auk nauðsynlegra tækjakaupa, að sjálfsögðu. Bættur aðbúnaður eykur öryggi sjúklinga og rekstur verður hagkvæmari. Starf- semi spítalans er nú á 17 stöðum víða á höfuðborgarsvæðinu, í um 100 húsum. Samstaða er einnig um málið á Alþingi. Hún kom fram við þinglok er samþykkt var þingsályktunartillaga um byggingu nýs Landspítala. Gert er ráð fyrir að byggt verði við núverandi húsnæði Land- spítalans, auk endurbóta. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar var Kristján L. Möller alþingismaður og var hún samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra þingmanna, 56 að tölu, en 7 voru fjarverandi. Línurnar hafa því verið lagðar, sem er vel. Vilji Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, hefur komið fram um það að framkvæmdum við endurnýjun Landspítalans verði lokið árið 2020. For- stjórinn segir að húsnæði Landspítalans í Fossvogi verði notað áfram, til dæmis sem legudeild. Bráðamóttaka og gjör- gæsla verði hins vegar öll á einum stað, við Hringbraut. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að sá tíma- punktur sem forstjórinn nefnir sé eins raunhæfur og hver annar en tekur það fram að hann hafi hvorki sett sér mörk á upphaf framkvæmda né lokapunkt. Framkvæmdir við verkið ráðist af því hvernig það verði fjármagnað. Ráð- herrann segir að selja verði eignir ríkis- ins til þess að fjármagna þessa endurnýj- un Landspítalans. Lántökur séu vart inni í myndinni vegna mikillar skuldsetningar ríkissjóðs og þungra vaxtagreiðslna af þeim sökum. Kristján L. Möller fagnar einróma sam- þykkt þingsályktunartillögunnar. Með henni hafi orðið allsherjarsátt – þjóðar- sátt – um að taka á brýnasta hagsmuna- máli Íslendinga í heilbrigðisþjónustu. Í til- lögunni segir að stærsta hindrunin í vegi framkvæmdanna sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun þeirra. Þar eru þrjár leiðir nefndar. Í fyrsta lagi að fara hefðbundna leið fjármögnunar ríkisfram- kvæmda. Sú leið væri tiltölulega einföld en hefði fyrirsjáanlega í niðurskurð í för með sér á öðrum sviðum ríkisrekstrar. Í öðru lagi gæti spítalinn eða ríkissjóð- ur fjármagnað framkvæmdirnar með lántöku og í þriðja lagi væri hægt að fjár- magna þær með sérstakri tekjuöflun, til dæmis því að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna rynni til þeirra. Kristján þingmaður hefur sagt, eftir samþykkt ályktunarinnar, að hann sjái fyrir sér blandaða leið. Sala ríkiseigna greiði hluta kostnaðar og þar lítur hann meðal annars til sölu banka – og „hinn hlutinn verði tekinn að láni hjá „sneisa- fullum lífeyrissjóðum“.“ Fulltrúar líf- eyrissjóðanna undirrituðu raunar vilja- yfirlýsingu árið 2009, ásamt þáverandi ríkisstjórn, um að hefja samstarf við undirbúning að fjármögnun og fram- kvæmdum við nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Rétt er að stefna að sölu ríkiseigna í þessu skyni en hvað á að selja, hversu hratt það gengur fyrir sig og hversu auðvelt það verður er óljóst. Heilbrigðis- ráðherra segir, vegna orða Kristjáns L. Möller um bankasölu, að vel kunni að vera „að það skapist hér aðstæður til að gera einhvern pening úr því.“ Skulda- staða ríkissjóðs er þannig að frekari skuldsetning hans er lítt fýsileg. Því er ekki annað að sjá en hagræða verði annars staðar í ríkisrekstrinum, til við- bótar við það sem mögulegt er að ná með eignasölu, svo áætlun um nýjan og endurbættan Landspítala nái fram að ganga. Forgangsröðun ríkisfjármuna verður að taka mið af þeirri þörf sem er á endurbótum á húsakosti og aðstöðu Landspítalans – og þeirri samstöðu sem er meðal þings og þjóðar um framgang málsins. Sala ríkiseigna og hagræðing Þjóðarsátt um spítalaframkvæmdir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þetta verður að stöðva Þetta er svona alþjóðleg keðja yfir staði sem gera út á fáklæddar konur. Það er ekki í samræmi við okkar siði að „gúddera“ slíkt. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylk- ingar, um skemmtistað- inn Shooters – Coyote Club sem brátt verður opnaður í Austurstræti Og þrjú ár í kosningar Eft ir fer tugt þarf maður að berj ast fyr ir hverj um 100 grömm um. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis- maður greindi frá því á Smartlandi Mörtu Maríu að hann hafi grennst um 5-7 kíló að undanförnu. Eigi skal höggva Þetta eru orðin hjaðninga víg ef þetta held ur svona áfram. Fram kvæmda stjóri fag sölu sviðs Byko í símtali við vörustjóra timburdeildar hjá Húsasmiðjunni þar sem þeir stilltu saman strengi sína til að halda verði á markaði uppi. Já, þetta er gleðidagur Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Vonir standa til þess að flest það öfluga starfs- fólk sem hefur unnið að þessu verkefni bjóðist áframhaldandi starf við fjölmiðla, og skiptir það höfuðmáli. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Sigmar Vilhjálmsson virtist hæstánægður með að samkeppnisaðilinn, 365, tók yfir rekstur sjónvarpsstöða Konunglega kvikmyndafélagsins, skömmu eftir að þær fóru í loftið. Allir upp úr Ég fór alltaf ein í sund og fór að spjalla við gamla fólkið því mér fannst svo gaman að heyra frá lífinu þeirra. Og ég spjallaði við þau alveg heillengi kannski klukkutíma. Og svo þegar þau spurðu mig hvað ég héti þá sagði ég Biljana Boloban. Og þá hættu þau bara að tala við mig og reyndu að fjarlægast mig eins og þau gátu. Íslensk kona af serbneskum uppruna kveðst mæta fordómum vegna nafns síns. En þeir eru svo góðir „Ég vil nú ekki halda því fram að prestar séu að svindla á kerfinu. Vonandi er það bara þannig að þeir gefa þetta allt upp til skatts, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ég get ekki ímyndað mér annað. Agnes M. Sigurðardóttir biskup um presta sem nýta sér hlunnindi kirkjujarða.  Vikan sem Var Snittur Brauðtertur Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! tertur Fylltar SúkkulaðiSkálar sími: 588 8998 14 viðhorf Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.