Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 50
50 matur & vín Helgin 23.-25. maí 2014  vín vikunnar Bordeaux rauður Frakkland er vagga vínmenningarinnar og allir víngerðarmenn með sjálfsvirðingu miða vín sín við það besta þaðan. En það fer létt með að æra óstöðugan að ætla að skilja víngerð blessaðra Frakkanna. Það eru ótal héruð og undirhéruð, mismunandi uppskerur svo ekki sé talað um fjölda framleiðandanna sem langflestir eru með einhvern rosa flottan kastala á miðanum. Bordeaux er engin undantekning. Bordeaux býr að frábærum jarðvegi og afar heppilegu loftslagi og þar eru ræktuð mörg af bestu vínum veraldar en líka aragrúi af meðalvínum og örugglega fullt af ekkert sérstökum vínum. Þar er talað um vín ræktuð á „hægri bakkanum“ og „vinstri bakkanum“ en þó ekki á bakka sömu árinnar og svo er það svæðið á milli ánna tveggja, Dordogne and Garonne, auk svæðisins sem er eitt af aðalsvæðunum sunnan við Gironde sem er ós ánna tveggja. Einmitt á því svæði er Medoc héraðið þar sem framleidd eru mörg frábær vín eins og Château Margaux og Châ- teau Mouton Rothschild sem koma frá svæði sunnarlega í Medochéraðinu sem kallast Haut-Medoc. Sagt er að á þessum hluta Medochéraðsins séu framleidd fleiri frábær vín á hvern hektara en annars staðar í heiminum. Vín vikunnar er ágætis fulltrúi Haut-Medoc svæðisins þó það teljist ekki til dýrari og frægari vína svæðisins. Það hjálpar eflaust að 2010 var gott ár í Bordeaux. Bordeaux-blöndur eru yfirleitt bragðmikil vín með dökkum ávexti og sólberjum og frekar miklum tannínum sem þurfa tíma til að mildast. Það lýsir þessu víni ágætlega. Þó er það í léttari kantinum auk þess sem það er smá eik í því. Gott með fitumeira kjöti, sérstaklega ef það er grillað eins og lamba prime með fiturönd.Chateau Hanteillan Gerð: Rauðvín Þrúga: Bordeaux blanda Uppruni: Frakkland, 2010 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.698 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Klassískir kokteilar Það var fyrst á bannárunum í Bandaríkjunum, í kringum 1920-30, sem kokteillinn fór virkilega á flug. Þá neyddust barþjónar til að finna upp leiðir til að gera nánast ódrekkanlegt bruggið drykkjarhæft og helst ljúffengt til að halda viðskiptavinum ánægðum. Blöndur þessar reyndust svo vinsælar að þær lifa góðu lífi enn í dag og hafa borist um heim allan. Hér eru nokkrir klassískir og góðir sem vel þess virði er að prófa. Mint Julep Drykkurinn á rætur sínar að rekja til suðurríkja Bandaríkjanna þar sem eig- endur plantekranna sátu á veröndinni og sötruðu hann bróðurpart dagsins. 1-2 msk. af sykursírópi 15 myntulauf Mulinn ís eða ískurl 6 cl Bourbon viskí (Jack Daniel’s) Setjið myntulaufin í glasið og bætið sykursírópinu við. Merjið varlega, það er líka ágætt að nudda myntuna létt í höndunum áður en hún fer í glasið til að losa um olíurnar. Mikilvægt er að fara varlega með myntuna og alls ekki að merja hana mikið. Myntan er viðkvæm og verður bitur ef hún er of mikið marin. Kúf- fyllið glasið af ískurli og hellið vel af bourbon yfir ísinn. Gott er að hræra létt upp í drykknum, annað hvort með röri eða skeið. Þannig blandast sírópið og myntan saman við bourbonið svo úr verður frábær blanda. Mojito Mojitoinn er með frægari útflutnings- vörum Kúbu en dregur þó nafn sitt af afríska orðinu mojo sem þýðir eitthvað á þá leið að vera tekinn töfrataki. 4 mintulauf 1 teskeið sykursíróp Safi úr heilli ferskri límónu 6 cl ljóst romm Ísmolar Sódavatn Límónubátur til skreytingar Blandið saman myntulaufunum, sykur- sírópinu og límónusafanum í hátt glas. Merjið myntulaufin þannig að olían í þeim losnar úr læðingi og blandast við sírópið og límónusafann. Passið að merja ekki of mikið því þá verður myntan bitur á bragðið. Fyllið glasið af klaka og hellið síðan romminu yfir og hrærið vel. Fyllið svo upp með sódavatninu og skreytið með límónubáti og myntugrein. Cosmopolitan Þessi kokteill á rætur sínar að rekja til San Francisco. Þar var hann vinsæll á börum samkynhneigðra á áttunda ára- tugnum. 4,5 cl vodka 3 cl appelsínulíkjör 3 cl trönuberjasafi 3 cl ferskur límónusafi Ísmolar Límónusneið til skreytingar Hálffyllið kokteil- hristara með ísmolum og hellið vodkanu, líkjörnum, trönuberjasafanum og límónusafanum út í. Hristið og síið svo í kælt martiniglas og skreytið með límónusneið á glasbrúninni. Daiquiri Þessi er algjör klassík og á uppruna sinn á Kúbu, líkt og mojito. Hann dregur nafn sitt af strönd einni á sunnanverðri eyjunni. Það voru bandarískir námuverk- fræðingar fluttu drykkinn yfir sundið til heimalandsins og sagan segir að drykkurinn hafi verið í miklu uppáhaldi hjá JFK sjálfum. 6 cl ljóst romm 2 msk. ferskur límónusafi 1 tsk. einfalt sykursíróp Ísmolar Límónusneið til skreytingar Setjið rommið, límónu- safann og nóg af klaka í hristara og hristið vel og duglega. Síið svo í kælt glas (helst á fæti) og skreytið með límónusneiðinni. Trivento Char- donnay Reserve Gerð: Hvítvín Þrúga: Chardonnay Uppruni: Argentína, 2013 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.799 Ágætis Chardonnay frá Mendoza í Arg- entínu á góðu verði. Ferskt og sýruríkt með suðrænum ávöxtum. Ekta fínt á sólríku síðkvöldi og passar vel með fiskmeti hvers konar, t.d. laxi með vænum skammti af hollandaise-sósu. Ramon Roqueta Reserva Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af Tempranillo og Ca- bernet Sauvignon Uppruni: Spánn, 2008 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.899 Spánverjarnir eru hrifnir af því að blanda saman hirðþrúgu sinni, Tempranillo, við hina erki frönsku Cabernet Sauvignon .Þetta vín hefur ágætis mýkt með ávexti og vanillu í bragði. Hér væri ekki úr vegi að fá sér góðan harðost eins og Primadonnu með. Appassimento Originale Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af Merlot og Primitivo Uppruni: Ítalía Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 6.599 3 lítrar Í þessu víni hefur hluti þrúgnanna fengið að þorna og þar með eykst áfengis- og sykurmagnið í víninu. Það er kröftugt og þétt og þú finnur fyrir tannínunum og gott að grilla heilmikið af rauðu kjöti og bjóða vinum í veislu þegar þú opnar kassann. Cheddar ostar verða varla betri en þessir Föstudagspizzan Pizza sælkerans er bökuð úr Kornax brauðhveitinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.