Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 86
10 viðhald húsa Helgin 23.-25. maí 2014 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.890 m2 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7 Reykjavík Þýsk gæði CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta. Þýsk gæðavara 41.990 Á MÚRBÚÐARVERÐI Hæglokandi seta Skál: „Scandinavia design“ 3-6 lítra hnappur LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN S ameiginlegum málum verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Húsfélög eru til í krafti laga og félagsaðildin er órjúfanlega tengd eignarrétti að séreignum. Sá sem kaupir eign í fjöleignarhúsi verður óhjákvæmi- lega félagi í húsfélaginu og enginn getur sagt sig úr því nema með því að selja eign sína. Þarf ekki að stofna Húsfélag þarf ekki að stofna formlega; þau eru til í sérhverju fjöleignarhúsi og ekki er þörf á eiginlegum stofnfundi. Eigendur bera sameiginlega og hver fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag gegni hlutverki sínu og starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að sérhver eigandi geti gert nauðsyn- legar ráðstafanir til að blása lífi í óvirkt húsfélag, þ.á m. að boða til húsfundar. Hlutverk og vald Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varðveislu, við- hald, endurbætur og rekstur sam- Húsfélagið og þú eignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar, sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. Vald húsfélagsins er fyrst og fremst bundið við sameignina og ákvarð- anir sem varða hana. Húsfélag hefur þröngar heimildir til að taka ákvarðanir sem snerta séreignir. Lýðræði og jafnræði Húsfélagið getur því aðeins gengt hlutverki sínu að í því ríki það skipulag sem boðið er í fjöl- eignarhúsalögum og að fundir fari fram samkvæmt fyrirmælum þeirra laga. Á því er byggt að allir eigendur séu með í ráðum og þeir hafi jafna aðstöðu til að setja fram sjónarmið sín og skoðanir en meirihlutinn ráði svo að megin- stefnu til. Í húsfélögum hefur meirihlutinn mjög mikið vald sem honum ber að fara vel með og virða rétt minnihlutans. Það er forsenda fyrir því að húsfélag geti starfað með réttum hætti að gætt sé lýðræðislegra gilda og aðferða við ákvarðanatöku. Húsfundir Æðsta valdið í málefnum hús- félags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Það er grundvall- arregla að ákvarðanir um sam- eiginleg málefni skuli taka á hús- fundi eftir að öll sjónarmið og rök hafa komið fram. Að ganga milli eigenda með undirskriftarlista fer í bága við þessa grundvallarreglu. Enn síður duga munnleg samráð og ráðagerðir utan formlegra funda. Fundi verður að boða skrif- lega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina kirfilega. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólögmætur og ákvarðanir hans óskuldbindandi. Einfaldur meirihluti Meginreglan er sú, að einfald- ur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir og það heyrir til undantekninga að aukinn meiri- hluti (2/3) eða allir eigendur þurfi að samþykkja ákvörðun. Túlka ber undantekningarnar þröngt þannig að jafnan eru líkur á því að til ákvarðana nægi samþykki einfalds meirihluta. Mikið vald á þröngu sviði Meginreglan er sem sagt sú að til ákvarðana nægi einfaldur meiri- hluti á fundi. Sem mótvægi við þetta mikla og vald er valdsvið húsfélags á hinn bóginn þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsyn- legar, venjulegar og eðlilegar til forsvaranlegs viðhalds og rekst- urs. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti slíkum ráðstöfunum jafnvel þótt þær séu mjög kostn- aðarsamar. Það er eitt höfuðein- kennið á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýj- ungar. Það vill segja að einfaldur meirihluti getur ákveðið og ráðist í vissar framkvæmdir á allra kostnað, sem ekki eru nauðsyn- legar eða venjulegar en meirihlut- inn telur æskilegar. Aukinn meirihluti – Samþykki allra Einfaldur meirihluti m.v. hlut- fallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar við- gerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endurbætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarðanir um óvenju- legar og meiriháttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þvingaðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sam- eign eða eru óvenjulegar, óhóf- legar og dýrar. Þarf samþykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsagerðar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verðmætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur talsvert svigrúm til að velja á milli mismunandi kosta, lausna eða leiða. Húsfélagsdeildir – Sameign sumra Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, t.d. stigahús, ráða við- komandi eigendur sameigin- legum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í ein- stökum stigahúsum fjöleignar- húsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða viðkomandi eigendur málum sínum innan vé- banda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhúsfélagsins. Stjórn og vald hennar Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar viðhald og viðgerðir og getur gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber stjórn áður leggja þær fyrir húsfund. Á það við um allar framkvæmdir, sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsynlegar ráðstaf- anir sé að ræða. Stjórn húsfélags hefur því afar þröngar heimildir, t.d. varðandi sameiginlegar fram- kvæmdir og þær eru því þrengri sem eigendur eru færri og húsið minna. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins. Átakið „Allir vinna“ framlengt til áramóta Átakið „Allir vinna“ hefur verið fram- lengt til næstu áramóta. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður því 100 prósent út árið. Átakinu er ætlað að hvetja til atvinnuskapandi framkvæmda og vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði og frí- stundahúsum. Með átakinu er jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðinu. Auka mætti skatttekjur ríkisins um 40 milljarða á ári með því að útrýma svartri vinnu, samkvæmt útreikningum Samtaka iðnaðarins. Einfalt er að sækja um endurgreiðslu skattsins en fylla þarf út eyðublað á vefnum www.skattur.is. Mikilvægt er að halda öllum frumritum reikninga til haga og þurfa þeir að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnu- kostnað hins vegar. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum allirvinna.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.