Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 44
44 útivist og hlaup Helgin 23.-25. maí 2014 Gerður úr glænýjum lífrænum rauðrófum. Þessi safi er með sterku jarðarbragði en ískaldur verður hann sætur. Rauðrófusafi er einstaklega öflugur til að bæta heilsu og líðan fólks. Lækkar blóð- þrýsting, eykur kraft og orku, virkar vel fyrir kynhvötina og getur hægt á elliglöpum. Rannsóknir sýna að keppnisfólk sem notar rauðrófusafa fyrir keppni eru oft dugmeiri og ná lengra, aukin súrefnisupptaka er oft ástæða þess. Múltí sport er blanda vítamína og steinefna fyrir alla sem njóta þess að hreyfa sig. Náttúrulegur orkugjafi, sem eykur orku og eflir súrefnisupptöku en það er eitt það mikilvægasta til að ná árangri og gefa okkur aukinn kraft. Skammturinn dugar í 1-2 mánuði. Múltí sport kemur okkur lengra. Arctic root extra sterkt er fyrsta burnirótin á markað- inum og er framleidd í grænmetishylkjum svo að upp- takan í líkamanum verði betri. Þegar það vantar viljann til að koma sér af stað í göngutúrinn, ræktina, sundið, golfið eða eitthvað sem þér þykir skemmtilegt, þá er Arctic Root extra sterkt rétta bætiefnið. Það virkar innan tveggja tíma frá inntöku, eykur einbeitingu, frumkvæði, lífsgleði og minnkar streitu. 100% náttúrulegt rauðrófu „extrakt“ fyrir alla sem vilja viðhalda góðri heilsu. Rauðrófan eykur blóðflæði, súrefnisupptöku, snerpu, orku, úthald og fitubrennslu og er því sérlega áhrifarík fyrir íþróttafólk. Notkun: 2 hylki á dag með mat. Beetroot fæst í flestum apó- tekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar á: www.gengurvel.is Biotta rauðrófusafi nýtist betur í líkamanum Múltí sport orka í útivistina Arctic Root kemur þér í gang Ofurfæða í hylkum Mikið framboð er af alls kyns bætiefnum og ofurfæði sem sögð eru bæta líkama og sál. Bætiefni og ofurfæða fyrir útivistina KYNNING M argt bendir til þess að hollara sé að hreyfa sig úti en inni. Þegar sólin skín fáum við D-vítamín í kroppinn og svefninn verður betri sem hefur margvísleg góð áhrif á heilsuna. Þá mælist minna af streituhormóninu kortisól eftir hreyfingu utandyra en inni. Rannsókn sem gerð var fyrir þremur árum af vísindamönnum hjá Peninsula College of Medic- ine and Dentistry sýndi að andleg heilsa batnar til muna við það að stunda hreyfingu utandyra, sam- anborið við innandyra. Æfingar úti gefa meiri orku og minnka reiði og þunglyndi. Þegar við hlaupum, göngum og hjólum úti á margs konar undirlagi er álagið á vöðvana fjölbreytt en ekki einhæft eins og þegar æft er á upphitunartækjum í líkamsrækt- arstöð. Það er líka hressandi að fá á sig vindinn og regnið ef þannig viðrar. Öll útivera gerir okkur gott svo þó við séum ekki nema nokkr- ar mínútur á dag úti að hreyfa okk- ur skipta þær máli og gera okkur hressari. Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga Hvert sem leið þín liggur Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur. Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi. Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi. Gelhlíf fyrir hæl Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin. Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði. Gelhettur fyrir tær Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins. Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun. Undirbúðu fæturna fyrir gönguna! Betra að hreyfa sig úti en inni Það er að margra mati uppskrift að frábæru sumarkvöldi í Reykjavík að taka þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki. Í fyrra tóku um 2.000 manns þátt í hlaupinu en samkvæmt viðhorfs- könnun sem gerð var að hlaupi loknu myndu 96% þátttakenda mæla með hlaupinu við vini og ættingja. Erlendum þátttakendum hefur fjölgað ár frá ári og eru nú þegar á fjórða hundrað erlendra gesta skráðir. Hlaupið fer fram í 22. sinn kvöldið fyrir Jónsmessu, mánudaginn 23. júní. Miðnæturhlaup Suzuki hefst og endar í Laugardalnum og að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardals- laugina. Þrjár vegalengdir eru í boði; hálfmaraþon, 10 km og 5 km. Leiðin í hálfu maraþoni liggur um Elliðaárdal og Víðidal en einnig er hlaupið hjá Rauðavatni og gegnum golfvöllinn í Grafarholti. 10 km hlauparar fara hring í Elliðaárdalnum og 5 km hlaupa í Laugardalnum. Að mestu er hlaupið á stígum en allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt alþjóðlegum reglum. Fyrstu þrír hlauparar í hverri vega- lengd fá verðlaun auk þess sem fyrsti hlaupari í mark í hverjum aldurs- flokki er verðlaunaður. Sigurvegarar í hverri vegalengd fá einnig glæsilegan Camelback drykkjarbakpoka og brúsa ásamt gjafabréfi í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Allir þátttakendur í Mið- næturhlaupi Suzuki fá auk þess viku- passa í líkamsrækt í Laugardalnum en bæði World Class og Hreyfing heilsulind bjóða þátttakendum frían aðgang gegn Miðnæturhlaup Suzuki – frábært sumarkvöld í Reykjavík framvísun hlaupnúmers. Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum en það er mótaröð fimm hlaupa í Reykjavík þar sem hægt er að safna stigum og vinna til verðlauna. Nánari upplýsingar um mótaröðina má finna á www. marathon.is/powerade. Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki er í fullum gangi á vefnum www. marathon.is/midnaeturhlaup en þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um hlaupið. Forskrán- ingu á netinu lýkur sunnudaginn 22. júní, einnig er hægt að skrá sig á hlaupdag þar til hálftíma fyrir hlaup en þá er þátttökugjald hærra og eru því allir hvattir til að forskrá sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.