Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 45
útivist og hlaup 45Helgin 23.-25. maí 2014
Þ eir sem ætla sér að hlaupa maraþon ættu að stefna á New York maraþon því
hlaupið er vægast sagt stórkost-
leg upplifun frá upphafi til enda,“
segir Þórey Gylfadóttir, hlaupari
hjá hlaupahópi Fjölnis í Grafar-
vogi, sem tvisvar sinnum hefur
hlaupið New York maraþon.
Hlaupið fer fram 2. nóvember og
í ár bjóða Bændaferðir í fyrsta
sinn upp á hópferð í hlaupið.
„New York maraþon er oft
nefnt áhorfendamaraþon, enda
eru mörg hundruð þúsund
manns meðfram allri braut-
inni að fylgjast með og hvetja
hlauparana áfram með hrópum
og dynjandi tónlist. „You can do
it“ eða „You are looking good“
heyrir maður gjarnan frá fólki
sem horfir með gleði og aðdáun
á okkur hlauparana,“ segir
Þórey.
Hlaupaleiðin, 42,2 km, liggur
um öll fimm hverfi New York
borgar. Frá Staten Island um
Brooklyn, yfir í Queens, inn á
Manhattan og þaðan yfir í Bronx
og aftur inn á Manhattan, í
Harlem áður en hlaupið endar í
Central Park. „Það er ævintýri
líkast að hlaupa í New York og
upplifa hversu ólík hverfin eru.
Það var sérkennilegt að fara úr
Brooklyn þar sem íbúar fagna
hlaupurum með gleðilátum og
hlaupa inn í hverfi strangtrúaðra
gyðinga, þar sem allt féll skyndi-
lega í dúnalogn því gyðingarnir
stóðu hljóðir og horfðu á. Kon-
urnar í kjólum með hárkollur og
karlarnir í svörtum frökkum og
virtist fátt um finnast þó gatan
fylltist af rúmlega 50.000 hlaup-
urum. Það var einnig magnað
að nálgast Manhattan og heyra
óminn í áhorfendum sem voru
meðfram First Avenue. Að enda
svo í Central Park var topppur-
inn.“
Bæði fyrir byrjendur og
lengra komna
Í New York maraþoninu er
hlaupið heilt maraþon, 42,2 kíló-
metrar, og hentar það bæði þeim
sem hlaupa hratt og ætla sér að
slá persónuleg met, sem og þeim
sem hlaupa eftir hjartanu og eru
ekki með hugann við tímann en
Þórey segir að byrjendur þurfi
ekki að hafa áhyggjur af því að
vera stoppaðir af því brautin er
KYNNING
Hlaup um öll hverfi
New York borgar
New York maraþonið er af mörgum talið skemmtilegasta
maraþon í heimi. Hlaupið hefst á Staten Island og endar í
Central Park. Þórey Gylfadóttir hefur tvisvar sinnum tekið
þátt og segir það algjörlega frábært að upplifa stórborgina á
hlaupum.
Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir
World Marathon Majors á Íslandi.
New York maraþonið er eitt af þeim
hlaupum. Hinar borgirnar eru
Tókýó
London
Berlín
Chicago
Boston
Margir hlauparar hafa það að mark-
miði að safna þessum hlaupum.
Þórey Gylfadóttir með hendur á lofti í New York maraþoninu. „Það er ævintýri líkast að hlaupa í New York og upplifa hversu
ólík hverfin eru,“ segir hún.
opin í átta klukkustundir frá því
hlaupið hefst.
Bændaferðir umboðsaðilar
New York maraþons á Íslandi
Erfitt getur reynst fyrir almenning
að komast að í svo vinsælu hlaupi
eins og New York maraþonið er.
Öruggasta leiðin er að bóka hjá
umboðskrifstofum sem fá rás-
númerum úthlutað sem einungis
eru ætluð til sölu í viðkomandi
landi. Þannig er tryggt að til leiks
komi hlauparar hvaðanæva að úr
heiminum.
Starfsfólk Bændaferða hefur
margra ára reynslu af skipulagn-
ingu hópferða í hlaup um allan
heim. Í haust verður í fyrsta sinn
boðið upp á hópferð í New York
maraþonið. Hópurinn leggur af
stað frá Keflavík föstudaginn
31. október og kemur til baka að
morgni dags miðvikudaginn 5.
nóvember. Gist verður á Comfort
Inn Manhattan hótelinu en þaðan
er aðeins nokkurra mínútna gang-
ur að helstu kennileitum borgar-
innar, eins og Times Square,
Empire State Building, Madison
Square Garden og Rockefeller
Center. Fararstjóri verður Matt-
hildur Hermannsdóttir.
Nánari upplýsingar um ferðina
má nálgast á vefnum www.
baendaferdir.is.
Yfirdýnur Starlux springdýnurSvampdýnur
STARLUX OG MEDILINE
HEILSURÚM
Stærðir:
80 x 200 cm
90 x 200 cm
100 x 200 cm
120 x 200 cm
140 x 200 cm
160 x 200 cm
180 x 200 cm
Dýnur og púðar
sniðnir eftir máli eða sniðum.
Með eða án áklæðis.
Mikið úrval áklæða
Dýnudagar
20%
afsláttur
20%
afsláttur
20%
afsláttur
20% afsláttur
Eggjabakkadýnur
mýkja og verma rúmið, þykktir
4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið,
ferðabílinn og tjaldvagninn
30% afsláttur
Mikið úrval af svefnstólum
og sófum í stöðluðum
stærðum eða skv. máli
20-40% afsláttur
Dýnudagarstanda til lok júní.