Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 13

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 13
Þversögnin Í Evrópuþingkosning- unum er kosið um 751 sæti samkvæmt kosningakerfi hvers ríkis fyrir sig. Stærstu ríkin kjósa fleiri fulltrúa en þau minni sem þó hafa hlutfallslega margfalt vægi á við þau stærri. Löndin fá hvert að lágmarki sex fulltrúa, til að mynda Malta, en stærsta ríkið, Þýskaland, kýs 96 Evrópuþingmenn. Fyrst var kosið til Evrópu- þingsins árið 1976 en þá var það aðeins ráðgefandi og áhrif þess smávægileg. Þversögnin nú er sú að eftir því sem völd og áhrif Evrópuþingsins hafa snaraukist – orðið eiginlegt löggjafarþing sem ákveður lagareglur ESB nokkurn veginn til jafns við Ráðherraráðið – hefur áhugi almennings á störfum þess minnkað. Allavega ef mið er tekið af kosningaþátttökunni sem fallið hefur úr 62 prósentum í upphafi niður í 43 prósent árið 2009. Og fellur líkast til enn neðar nú. Gangi kannanir eftir. Hingað til hafa meginátökin ver- ið á milli hægi og vinstri eins og hefðbundið er á þingum – svo sem um fjárhagsmál og þess háttar – en fari sem horfir má ráðgera að meiri átök verði á milli popúlista annars vegar og hefðbundnu flokk- ana hins vegar sem væntanlega munu stilla saman strengi í aukn- um mæli þvert yfir miðjuna. Því er óvíst að aukinn fjöldi popúlískra þingmanna og aukinn fjöldi and- stæðinga frekari Evrópusamruna muni ná miklu fram. Rannsóknir sýna enn fremur að samheldni popúlísku flokkanna er minni og óvíst að þeir muni ná saman. Vísir að slíkri misklíð og deilum hefur raunar nú þegar orðið. Í stað þess að æskja aðildar að þeim þingflokki Evrópuþingsins þar sem UKIP og fleiri popúlískra flokkar eru fyrir hafa þau Marine Le Penn í Frönsku þjóðarfram- varðarsveitinni og Geert Wild- ers í hollenska Frelsislfokknum tekið höndum saman og heitið því að stofna ásamt fleirum nýjan flokkahóp á Evrópuþinginu sem á að nefnast Evrópskt bandalag um frelsi – til þess þarf að lágmarki 25 fulltrúa frá sjö löndum. Í aðdraganda kosninganna hefur Nigel Farage, leiðtogi UKIP, kapp- kostað við að skilja sig frá Marine Le Penn, Geert Wilders og þeim hinum sem hann sakar um kyn- þáttahyggju – nokkuð sem hann þverneitar að vera haldinn sjálfur þó svo að fjölmörg ummæli hans gefi það samt sem áður sterklega til kynna. Áhrifin á Íslandi Sumum kann kannski að þykja sem þessi umræða um popúlista á Evrópuþinginu komi okkur á Ís- landi lítið við. En staðreyndin er samt sem áður sú að þróunin þar skiptir okkur sköpum. Evrópu- þingið hefur nú mjög aukið vægi í Evrópulöggjöfinni en samkvæmt nýlegri norskri rannsókn verða þrír þriðju hlutar Evrópuréttarins að lögum á Íslandi í gegnum aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu. Því skiptir það okkur næstum því jafn miklu og fólk í öðrum Evrópuríkjum hverjir sitja á Evrópuþinginu. Við Íslendingar höfum heldur ekki farið varhluta af popúlískum stjórnmálum þó svo að andstaða við múslímska innflytjendur hafi ekki gosið upp hér með álíka hætti og víða annars staðar – enda er hér enginn múslímskur minni- hlutahópur til að leggjast gegn. En flestalla aðra meginþætti í stefnu slíkra flokka er hér að finna; svo sem að stilla sér upp með því vin- sæla í stað þess að berjast af prin- sippfestu fyrir eigin afstöðu, and- stöðu við elítu, upphafningu hins þjóðlega, viðspyrnu við erlendum framleiðsluvörum og sverar tálm- anir við straumi innflytjenda. Og svo framvegis. 3Z Actavis Atfelrisgreining Belgingur Bláa Lónið Carbon Recycling International CCP Controlant Cooori Corpus Sanus DataMarket Dohop EcoTrophelia Iceland Einkaleyfastofa ErkiTónlist Fjarðanet Fjölblendir Flygildi Geosilica Iceland Giro Hafrannsóknarstofnun Hraðfrystihúsið Gunnvör Handpoint HR Hugdetta Iceland Geothermal IGI/Game Creator Íslandsstofa Kauphöllin Kazy Kerecis Kine Kjörís Klak Innovit Kúla Kvikna Landsbankinn Lauf Forks Lipid Pharmaceuticals Lífdísill Lífeind Lumenox MainManager Mannvit Marel Marorka Matís Meniga Menn og mýs Mentis Cura Mentor Microsoft MindStorm Mint Solutions Mjólkursamsalan MTT Nox Medical Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Nýsköpunarmiðstöð Íslands Oculis ORF Líftækni Oxymap Pólar togbúnaður ReMake Electric Risk Medical Solutions RóRó SagaMedica Samey Samtök iðnaðarins Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Set Sigurást Skema Ský Spilavinir Staðlaráð Stiki Stjörnu-Oddi Svinna-verkfræði Tóngreinir Trackwell Tulipop Tölvumiðlun VAKI Valka Verkís Videntifier Technologies Ýlfur Zymetech Össur Sýnendur: Um 90 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vörur og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Pollapönk tekur lagið kl. 15:30 Tækifæri í tækni - kynningar fyrirtækja kl. 12:20-15:00 Kubbað með Mindstorm Spilað með Spilavinum Fjögur vinningslið GameCreator kynna nýja tölvuleiki Mælingar á ástandi húðarinnar í boði EGF húðvara Prófaðu að hjóla með heimsins léttasta hjólagaffli frá Lauf Forks Hvernig verður rafmagn til? Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Ekta eða „fake“? - Falsaðar vörur til sýnis Taktu þátt í nýsköpun á orðavegg Ský Sýnishorn úr íslenskum kvikmyndum 2014 og margt fleira skemmtilegt... Laugardaginn 24. maí kl. 11-17 í Háskólanum í Reykjavík stjórnmál 13 Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.