Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 32
 www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. Golfsumarið Eimskipsmótaröðin í golfi rúllar af stað um helgina með Nettómótinu. Þar mæta til leiks bestu kylfingar landsins sem á annað borð eiga heimangengt. Að venju verður keppt bæði í karla og kvennaflokki um helgina og spennandi að sjá hvernig íslenskir kylfingar koma undan vetri. Með betri völlum, betri æfingaaðstöðu og markvissu unglingastarfi eins og Íslandsbankamótaröðinni, þar sem ungu kylfingarnir fá dýrmæta keppnisreynslu, er golfið á Ís- landi við að færast upp á næsta stig. Fjöldi úrvals kylfinga sem keppa mun á mótaröðunum íslensku verður því í hæstu hæðum í sumar og aðeins tímaspursmál hvenær Íslendingar láta kveða að sér fyrir alvöru utan landsteinanna. En hverjir koma til með að eiga sviðsljósið í ár, verða það góðkunningjarnir eða munu nýgræðingarnir ná að koma á óvart og skáka gömlu refunum? Fréttatíminn rýndi í golfsumarið. Birgir Leifur Hafþórsson verður að teljast sigurstrang- legur þegar hann mætir til leiks. En hann er ólíklegur til að taka þátt í öllum stigamótunum og mun áreiðanlega leggja aðal- áherslu á að verja Íslandsmeistara- titilinn sem hann endurheimti síðasta sumar. Hann er nú þegar með fimm titla undir beltinu og stefnir að því að jafna metin við Úlfar Jónsson og Björgvin Þor- steinsson sem hafa báðir orðið Íslandsmeistarar sex sinnum. En ef hann kemur á óvart og tekur þátt í nokkrum stigamótum mun hann sennilega gera atlögu að báðum stóru titl- unum í sumar. Ólafur Loftsson er sá íslenski kylfingur sem er hvað harðastur í að koma sér að á atvinnumótaröð- unum í Evrópu og í Norður Ameríku. Ætlar sér að komast inn á Web.com mótaröðina í gegnum þá kanadísku. Stefnir svo þaðan á aðal sviðið til að leika með þeim bestu á PGA mótaröð- inni. Þess vegna er ólíklegt að sjá Ólaf í mörgum mótum í sumar en hann mun pottþétt reyna að halda Birgi Leifi áfram í fimm Íslands- meistaratitlum. Axel Bóasson, hafnfirðingur, er sjálfsagt á sínu síðasta tímabili sem áhugamaður og hann mun reyna að sækja stig á Eimskipa- mótaröðinni til að hækka á heimslistanum. Axel er búinn með háskólanám í Bandaríkjunum og mun koma sterkur inn í sumar eftir að hafa bætt sinn leik umtals- vert. Axel varð Íslandsmeistari í Leirunni árið 2011 og hungrar því sjálfsagt í annan titil. En til að það gerist þarf Axel að hætta pirra sig á því sem er að gerast í kringum hann og einbeita sé að sínum leik. Haraldur Franklín Magnús átti frábært ár árið 2012 þegar hann varð tvöfaldur Íslands- meistari auk þess að vinna meistaramót GR. Haraldur hikstaði þó aðeins síðasta sumar þegar hann gaf eftir á lokaholunum í baráttunni við Birgi Leif um Íslands- meistaratitilinn. Haraldur hefur æft af kappi í allan vetur í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og ef hann hefur náð að setja síðasta keppnis- tímabil upp í hillu er hann til alls líklegur þetta árið. Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð Íslands- meistari í holukeppni síðasta keppnis- tímabil. Það hefur án efa vætt tennurnar blóði til að ná þeim stærsta í sumar. Guðmundur verður að öllum líkindum ofarlega í öllum þeim mótum sem hann tekur þátt í þetta sum- arið. Reyndur kylfingur þrátt fyrir ungan aldur sem þekkir sigur- tilfinninguna eftir að hafa unnið á öllum stigum unglingakeppn- innar. Jafnt innan lands sem utan. Fannar Ingi Steingrímsson er sá kylf- ingur sem allir áhugamenn um golfíþróttina bíða eftir að sjá í sumar. Fannar er ekki nema 15 ára en er nú þegar búinn að skipa sér sess með þeim bestu á landinu. Fannar ku hafa verið duglegur við æfingar í vetur – meðal annars í golfhermi og ætlar sér stóra hluti á mótaröð þeirra bestu í ár. En eitthvað munu Íslands- bankamóta- röðin, mótaröð unglinga og Eimskipamóta- röðin stangast á þannig að fróðlegt verður að sjá hvað Hver- gerðingurinn ungi mun gera þegar þarf að velja og hafna. Valdís Þóra Jónsdóttir varð Íslands- meistari árið 2012 en stefnir nú á atvinnu- mennsku og þykir líklegt að hún muni þess vegna ekki taka þátt í öllum stigamótum Eimskipamótar- aðarinnar í ár. En hún mun þó pottþétt tía upp fyrir Íslands- meistaratitlinum og hala með honum inn stig til að færast ofar á heimslistanum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslands- meistari í högg- leik árið 2012 og Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra. Hún var einnig í umspilinu um þann stóra á Korpúlfsstöðum í fyrra ásamt þeim stöllum, Sunnu Víðisdóttur og Guðrúnu Brá. Hún veit því bæði hvað það er gaman að vinna og hversu fúlt það er að tapa með minnsta mun. Nái Ólafía að nýta þessa inneign í reynslu- bankanum má búast við henni ofarlega í á stigalistanum. Sunna Víðisdóttir varð nokkuð óvænt Íslands- meistari eftir brösuga byrjun í Korpunni síðasta sumar. Hún sýndi gríðar mikinn styrk eftir að hafa byrjað leik á 82 höggum og spilað sig hægt og rólega aftur inn í mótið. Hún veit því að það þarf þrautseigju til að spila á margra daga golfmóti og býr að því í sumar. Ragnhildur Kristinsdóttir er ein sú efnilegasta kvennagolfinu á Íslandi og mun án efa blanda sér í baráttuna á stigamótunum í sumar. Hún er þó, eins og Fannar Ingi, ennþá gjaldgeng í unglinga- keppnina á Íslandsbanka- mótaröðinni og áhugavert verður að fylgjast með hvernig Ragnhildi tekst að halda jafn- vægi á þessum tveimur þrepum golfheimsins. Guðrún Brá Björgvins- dóttir rétt missti af Íslands- meistaratitlinum eftir bráðabana á síðasta keppnis- tímabili og mun því mæta tvíefld til leiks í sumar. Hefur síðstu ár staðið svolítið í skugga þess að vera dóttir Björgvins Sigur- bergssonar, eins af sigursælustu kylfingum Íslands fyrr og síðar, en mun nú leggja allt kapp á að stíga út úr þeim skugga og skipa sér á bekk með bestu kylfingum landsins. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is 32 golf Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.