Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 80
4 viðhald húsa Helgin 23.-25. maí 2014 Síðumúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 517-6300 | www.verksyn.is Viðhald fasteigna – okkar sérgrein • Ástandsskýrslur • Útboðsgögn • Teikningar / hönnun • Verksamningar • Umsjón og eftirlit • Verkefnastjórnun Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Lántaka Hyggist húsfélagið taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar verður jafnframt að geta tillögu þar að lút- andi í fundarboði. Slík lántaka hús- félagsins getur verið með ýmsum útfærslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að kanna það hjá lánastofnunum hvaða möguleikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lántakandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að slík fjár- mögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðareigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum. Þegar sam- eiginleg framkvæmd er fjármögnuð með lántöku húsfélagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núverandi og fyrrverandi eiganda og húsfélagsins. Húsfélagið myndi alltaf og þar með taldir íbúðareig- endur á hverjum tíma verða ábyrg- ir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það meginregla að endan- leg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendurþegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Kaupsamningar og önnur gögn um kaup og sölu þ.á.m. gögn frá húsfélaginu geta leitt til annarra niðurstöðu. Þegar kaupandi kaupir íbúð í húsi sem nýmálað þá tekur hann það yfirleitt með í reikning- inn og er væntanlega reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir íbúð í ný- máluðu húsi en ef húsið væri allt í niðurníðslu að því leyti. Almennt má kaupandi búast við því að sé búið sé að greiða fyrir þær fram- kvæmdir sem lokið nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um annað sín á milli. Lögveð Húsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í Fjármögnun framkvæmda sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðist við gjalddaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skiln- ingi. Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki veðbókarvott- orði og getur rýrt og raskað hags- munum bæði veðhafa og skuld- heimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður. Best að hver eigandi fjármagni sina hlutdeild Best er og affarasælast að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameiginlegum framkvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum með fulltingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttar- staða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálfsagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatímanum með yfirdráttarheimild eða á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affara- sælast að hver eigandi geri upp við- húsfélagið sem svo gerir upp við verktakann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins í fjármögnuninni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og öruggari en ella. Ábyrgð út á við Fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í f jöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, t.d. banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig get- ur kröfuhafi að vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda sem ekki má vamm sitt vita fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira og minna óskilvísum sam- eigendum. og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leiðinda og fjárútláta í bráð a.m.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.