Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 10
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL „Samkvæmt ályktun Alþingis 10. apríl 1940 um æðsta vald í málefnuin ríkisins var ráðuneyti íslands falin með- meðferð þess valds, sem konungi var fengið í stjórnarskránni. Með ályktun um sama efni frá 17. maí 1941 og lögum frá 16. júní sama ár hefur sama vald verið falið rikis- stjóra, er Alþingi kýs. Þér, herra Sveinn Björnsson, hafið nú verið kjörinn ríkisstjóri og undirritað lögboðið heit að stjórnarskránni. Fyrir hönd ráðuneytis íslands afhendi ég yður þvi iir höndum ráðuneytisins meðferð þess valds, er ráðuneytið hefur haft með höndum frá 10. apríl 1940.“ Forseti sameinaðs Alþingis mælti því næst: „Hinn kjörni ríkisstjóri hefur nú tekið við starfi sínu. Ég vil óska þess, að lionum megi auðnast að rækja svo ríkisstjórastarfið, að landi og þjóð verði til heilla." Að þessari athöfn lokinni flutti ríkis- sljórinn ávarp til þings og þjóðar, en að því búnu risu allir viðstaddir úr sætum sínum, en Karlakór Reykjavíkur söng þjóðsönginn, „Ó, guð -vors Iands“. Ríkisstjóri gekk þvi næst út. á svalir alþingishússins og ávarpaði mannfjöld- ann, er safnazl hafði fyrir framan húsið, nokkrum orðum og hað þess að lokum, að fólkið hrópaði ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni. Var jiað gert, en að því loknu bauð mannfjöldinn ríkisstjórann velkominn til starfs síns með ferföldu liúrrahrópi. Var þá athöfninni lokið, og sleit forseti fundinum. Allt hafði þetta farið fram með virðu- leik og yfir þessari langþráðu stund i sögu íslands hvíldi hátíðlegur blær, sem fæstir munu gleyma, þeir er viðstaddir voru. Iþróttafélögin i Reykjavík, sem jafnan liefja allsherjar íþróttamót sitt 17. júní, stóðu fylktu liði undir fánum sínum á götunum Adð Austurvöll, meðan athöfnin ior fram, en gengu að henni lokinni í fararbroddi fyrir mannfjöldanum að gröf Jóns Sigurðssonar. * Sveinn Björnsson, fyrsti ríkisstjóri ís- lands, er fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881, og voru foreldrar hans Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar og siðar ráðherra, og kona hans, Elísabet Sveinsdóttir. Sveinn Björnsson lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1900, las síðan lög í Kaupmannahafnarháskóla og útskrif- aðist þaðan árið 1907. Frá þeim tíma og til ársins 1920 var hann málaflutningsmaður við yfirdóm- inn og síðar hæstarétt í Reykjavík, en var auk þess mjög fljótt hlaðinn ýms- um opinberum störfum. — Þingmaður fyrir Reykjavík var hann árin 1914— 1915 og aftur árið 1920. Árið 1915 var liann kosinn í velferðarnefnd, sem slofnuð var vegna heimsstyrjaldarinnar. í ársbyrjun 1916 var hann skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands, og gegndi liann því starfi í fjögur ár. Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn var hann skipaður á miðju sumri 1920 og hefur verið það alla tíð síðan, að tveimur árum undanteknum, 1924— 1926, þegar sendiherraembættið var um stundarsakir lagt niður. Sveinn Björnsson kom hingað heim eftir hertöku Danmerkur í fyrravor og liefur síðan starfað hér í sambandi við utanríkismálaráðuneytið að því að skipuleggja sjálfstæða, íslenzka utan- ríkismálaþjónustu. Sveinn Björnsson er kvæntur Georgíu Henriksdóttur Hansen, lyfsala í Hobro í Danmörku, og á með henni sex börn, öll upp komin: Björn, skrifstofumann í Hamborg, Önnu Kathrine Aagot, gifta Sverri Patursson frá Færeyjum, dýra- lækni í Danmörku, Henrik, lögfræðing í Reylcjavik, Svein, tannlækni í Dan- mörku, Ólaf, lögfræðinema í Reykjavík, og Elisabet, sein útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum 17. júní. *

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.