Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 13
SVEITARSTJÓKNARMÁL 9 Fátækraframfærslan 1938 og 1939. Greinar Jiær, er hér fara á eftir, eru upphaf- lega samdar til flutnings i Rikisútvarpið. Birt- ast ]>ær hér nú, en nokluu er við aukið frá ]>ví, er ]>ær voru fluttar sem útvarpserindi. Er ætlan mín, ef riti ]>essu verður lífdaga auðið, að birta í ]>vi árlega yfirlitsgreinar um fátækramálin í landinu, svo að fást megi greinilegri vitneskja um ]>au almennt en kostur liefur verið á að undanförnu og meira heildaryfirlit, sem allir liafi aðgang að og geti notfært sér. Er í yfirliti ]>essu um fátækraframfærsluna að fá ]>ann fróð- leik, sem vinna má úr Jiinumi árlegu skýrslum oddvita og bæjarstjóra til félágsmálaráðuneyt- isins, um franifærslukostnað og útgjöld sveitar- félaga til elli- og örorkulauna og kennaralauna, uuk nokkurra atriða, sem tekin eru upp úr reikn- ingum sveitarfélaganna. 1938 Eitt þeirra mála, sem livað mestu um- tali hefur valdið manna á meðal og í opinberum umræðum síðustu árin, er fátækraframfærslan hér á landi. Er það vel farið, að því stórmáli sé mikill og góður gaumur gefinn, bæði vegna þess, að einn mesti útgjaldaliður hinna opinberu sjóða þjóðarinnar er fá- tækraframfærslan, en þó ekki síður af hinu, að af því má að nokkru marka menningu hverrar þjóðar, á hvern veg hún skipar því vandamáli sínu, að hæta úr þörfum hinna fátækustu og umkomu- lausustu meðal þjóðfélagsþegnanna. Nú liggja að mestu fyrir skýrslur um fátækraframfærsluna frá árinu 1938 og útreikningar á því, hvernig hún skiptist milli sveitarfélaganna, og tel ég rétt, að þær niðurstöður komi fyrir sjónir al- mennings. Eins og kunnugt er, hefur lengst af verið sú skipun á fátækraframfærslu hér á landi, að hreppsfélögin hafa ann- azt þau mál. Fátækralöggjöf landsins var í miklum brotum fram til 1905, en þá samþykkti Alþingi ný fátækralög, sem giltu liér með litlum breytingum frá 1. jan. 1907 til 1. janúar 1936, er framfærslulög þau, sem nú gilda, voru sett. Með setningu þeirra laga var að nokkru breytt til um þann grundvöll undir fátækraframfærslunni, sem verið 'hafði. Til þess tíma liafði þurft tiltekinn árafjölda til þcss að vinna sér sveit i einhverju sveitarfélagi. Lengstur var þessi tími 10 ár, en skemmstur 2 ár. Með framfærslulögunum var sveitfesti- tíminn afnuminn, svo að hver maður átti framfærslu í dvalarsveit sinni, ef hann var þangað kominn án sérstakra ráðstafana annars sveitarfélags. Með afnámi sveitfestitímans hlaut að vaxa að miklum mun fátækraframfærsla kaupstaða og kauptúna. Það var öllum Ijóst, er þau lög settu. Þróunin í þjóð- félaginu hafði verið sú, allt frá aldamót- um eða lengur, að fátækt fólk, sem þurfti opinheran styrk í sveitunum eða hjargaðist þar illa, fluttist til kaupstaða og kauptúna, eftir að það hætti að fara til Ameríku, í þeirri von, að þar gengi betur að bjargast hjálparlaust. Stundum tókst þetta, en oft var svo, að það tókst ekki, og þurfti það þá á opinberri hjálp að halda einnig í kaupstöðunum, en vegna sveitfestitímans lenti þetta fólk á þeim sveitum, sem það kom frá, en ekki á kaupstöðunum, sein veittu því styrk- inn, og gátu því kaupstaðirnir krafizt endurgreiðslu á styrknum eða mestum hluta hans frá hinni eiginlegu fram- færslusveit mannsins. Þetta fólk komst flest á framfærslu kaupstaðanna og kauptúnanna sjálfra, er breytingin var gerð á framfærslulögunum 1936, þegar sveitfestitíminn var afnuminn. Ef árferði hér á landi og viðskiptin við útlönd hefðu verið með eðlileguin hælti undanfarin ár, átti breytingin á framfærslulögunum ekki að hafa aðrar afleiðingar en þær í för með sér, að þetta fólk bættist við á hæina og kauptúnin, 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.