Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 14
10
SVEITARSTJÓRNARMÁL
og það, sem það þægi þar, yrði ekki
endurkræft frá öðrum sveitarfélögum.
Gátu þær breytingar ekki talizt óvið-
ráðanlegar fjárbagslega vegna þess, að
sveitarfélögin, sem endurgreiða áttu
styrk framfærsluþurfa sinna til kaup-
staða og kauptúna, voru hætt að greiða
að miklu leyti, og skuldir vegna þessara
mála hrúguðust upp. Kom þetta mjög
greinilega í ljós við uppgerð þessara
skulda í Kreppulánasjóði bæjar- og
sveitarfélaga árin 1936 og 1937.
Komu þá fram á hendur 82 hreppsfé-
lögum framfærsluskuldir við önnur
sveitarfélög, er námu samtals 880 þúsund
krónum, og er þó alveg víst, að allar
skuldir komu ekki fram, þvi þau sveitar-
félög, er ekki fengu lán úr sjóðnum,
munu hafa skuldað öðrum sveitarfélög-
um allmildar upphæðir, eins og síðan
hefur komið á daginn.
En einmitt um það bil, er framfærslu-
lögin nýju komu til fullra framkvæmda,
hófst hér í landinu það atvinnuástand,
sem öllum er kunnugt og landsmenn
hafa stunið undir, einkum við sjávar-
síðuna. Fiskmarkaðirnir þrengdust eða
jafnvel lokuðust alveg. Vöruskiptaverzl-
unin (clearing-viðskiptin) með öllum
sínum stórkostlegu óþægindum komst í
algleyming, aflinn brást víðast hvar á
landinu og atvinnuleysið, sem þessu öllu
var samfara, lagðist með meginþunga
sínum á sveitarfélögin og kom þar fram
í aukinni fátækraframfærslu. Ýmsir hafa
viljað kenna framfærslulögunum nýju
um hið aukna fátækraframfæri síðustu
ára. Þeir telja, að lögin hafi gert mönn-
um hægara um vik að komast á sveitina
en áður hafi verið, og sérstaklega hafi
þau ýtt undir, að fátælct fólk streymdi
til kaupstaða og kauptúna.
Að mjnum dómi er þetta ekki rétt
nema að sáralitlu leyti. Það eru áreiðan-
lega hinir miklu erfiðleikar atvinnu- og
viðskiptalífsins, sem sök eiga mestrar
aukningarinnar. Nákvæmlega hið sama
hefur átt sér stað á öllum erfiðleikaár-
um, sem yfir þjóð vora hafa gengið, að
fólkið streymir þá að sjávarsíðunni, því
þar er lielzt von um hetri afkomu, ef ár-
gæzka verður til sjávarins. Þar raknar
fljótar fram úr, ef aflinn glæðist.
Hér er ekki tími til þess að rökstyðja
þetta nánar. Hins vegar er það rétt, að
fullkunnugt er, að nokkrar sveitar-
stjórnir hafa reynzt svo vanþroska, að
þær hafa misnotað frelsið, sem fékkst
með framfærslulögunum, til þess bein-
línis að ýta fátæku fólki af sér í kaup-
staðina. Þetta gerðu þær að vísu áður en
lögin komu, en vegila sveitfestitimans
var það erfiðara þá.
Með slíkri skammsýni hafa þær nú
unnið það, að ný ákvæði hefur orðið að
setja um sveitfesti þeirra, er áður hafa
á sveit verið, ef þeir flytjast búferlum, og
er illa farið, að til þess þurfi að koma,
og engu um að kenna öðru en skamm-
sýni nokkurra hreppsnefnda.
Það liggur í hlutarins eðli, að þegar
landið allt er gert að einu framfærslu-
héraði, eins og gert var með framfærslu-
lögunum 1936, verður þeirri hreytingu
að fylgja það, að fátækraframfærslan sé
á einhvern hátt jöfnuð, þannig að sum
hæjar- eða hreppsfélög beri ekki allt of
miklar byrðar, og fái þau því endur-
greiðslu, svo útgjöld þeirra verða í hlut-
falli við efni þeirra og ástæður eða af-
komumöguleika.
Fyrir því var það, að í framfærslulög-
unum 1936 var svo ákveðið, að fram-
færslan skyldi jöfnuð eftir sérstökum
reglum, er ákveðnar voru í lögunum, og
var ætlazt til, að ríkissjóður hæri þau
útgjöld. Sú óheillabreyting komst þó inn
í lögin, að þessi jöfnun var bundin við
ákveðna fjárupphæð, — 250 þúsund
krónur —, og reyndist hún þegar á fyrsta
ári allt of lág. Með lögum 1937, um tekj-
ur bæjar- og sveitarfélaga, fékkst loks
ákveðið, að af tekjum ríkissjóðs skyklu
renna 700 þúsund krónur til sérstaks
sjóðs, er héli: „Jöfnunarsjóður bæjar-
og sveitarfélaga," og skyldi hlutverk
hans fyrst og fremst vera það að
jafna til fulls fátækraframfærsluna I