Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 24
20
SVEITARSTJÓRNARMÁL
ur ráðherra hverju sinni, hvernig hjálp
þeirri skuli hagað og hversu mikil hún
skuli vera til hvers þess aðila, sem
slíkrar hjálpar þarf.
Samkvæmt þessu bráðahirgðaákvæði
framfærslulaganna var varið af tekjum
Jöfnunarsjóðsins á s. 1. ári kr. 88 549.00.
Skiptist þessi»upphæð milli 11 sveitar-
félaga, sem sum hver áttu í svo miklum
fjárhagsörðugleikum, að krafizt hafði
verið sölu á eignum þeirra og tekjum.
Um helmingur þessa fjár fór þó til
styrktar einu sveitarfélagi, Eskifjarðar-
lireppi, sem nú um allmörg ár hefur not-
ið heins styrks frá ríkissjóði, en hjálpin
til hans var nú greidd af þessu fé, enda
fór fram fullnaðaruppgerð á öllum við-
skiptum og skuldbindingum þessa sveit-
arfélags, er það var sett undir sérstakt
eftirlit, scm þi»ð verður háð þar til séð er
fram úr fjárhags- og atvinnuörðugleik-
um þess.
Því fé, sem þá var eftir, var skipt upp
milli sveitarfélaganna í réttu hlutfalli við
framlög þeirra hvers og eins til fra.m-
færslumála, ellitrygginga og kennara-
Jauna, svo sem lög mæla fyrir.
Eitt af því, sem einna erfiðlegast geng-
ur með að fá upplýst, er, hve margir
menn raunverulega þiggja framfærslu-
styrk hér á landi.
í reikningum sveitarsjóðanna er
skýrsluform, sem ætlazt er til, að útfyllt
sé árlega í þessu skyni, en ákaflega mikill
misbrestur er á því, að það sé gert, og
þar, sem það er gert, er ekki nærri alltaf
farið eftir sömu reglum við útfyllinguna,
svo á þessum skýrslum verður ekkert
hvggt.
Hér á landi eru þvi ekki til neinar
skýrslur, sem hægt er að sanna með,
hversu margir verði aðnjótandi fram-
færslustyrks eða hafi orðið það á und-
anförnum árum.
Eina skýrslan um þetta, sem til er, er
frá árinu 1901, þegar nefnd sú, sem samdi
fátækralögin gömlu, safnaði slíkum
skýrslum fyrir allt landið og vann úr
þeim. Er sú skýrsla hin merkilegasta.
Voru þá taldir á fátækraframfæri á ís-
landi samtals 6098 menn. Eru þetta fjöl-
skyldur þær og einhleypt fólk, sem
styrksins varð aðnjótandi. Þá voru
samanlögð útgjöld til fátækramála á öllu
landinu 167 131 krónur. Landsmenn voru
þá alls 78 470 að tölu, svo styrks liafa
notið 7,8% af öllum íbúum landsins.
Fátækrabyrði á mann neinur þá kr. 2,13.
Á síðasta ári ATar ákveðið, að safna
skyldi skýrslum um alla þá, sem verið
hefðu á framfæri á landi hér árið 1939,
orsakir styrkþágunnar, aðstæður styrk-
þeganna og hve mikið hver hefur þegið.
Hafa nú skýrslur þessar borizt úr öllum
hreppum landsins, og er verið að vinna
úr þeim.
Verður þar mikinn fróðleik að fá um
framfærsluna í landinu 1939, þegar full-
unnið er úr þessum skýrslum. Samkv.
yfirliti, sem þegar hefur verið gert eftir
skýrslum þessum, hafa alls 10 246 manns
notið framfærslustyrks árið 1939.
Af þessu fólki eru:
í Reykjavik ........... 4 224
- öðrum kaupstöðum ... 2 448
- kauptúnunum ......... 1 216
- hreppsfélögum ....... 2 358
Nokkuð má deila um, hvernig upp skuli
taka slíkar skýrslur sem þessar, en aðal-
atriðið er þó, að sömu reglu sé ávalít
fylgt, svo samanburðurinn verði réttur.
Er hér fylgt þeirri reglu að telja á fram-
færslu alla þá meðlimi fjölskyldu þeirrar,
er þiggur, sem eru undir 16 ára aldri.
Hins vegar er þeirri reglu fylgt um óskil-
getin börn að telja aðeins börnin sem
þiggjendur styrksins, en hvorki föður né
móður harnsins, þar sem styrkurinn
gengur ekki til framfærslu þcirra, held-
ur eingöngu til framfærslu harnsins.
Tala „framfærenda", þ. e. þeirra, sem
taldir eru fyrir styrknum, og tala „fram-
færðra“, þ. e. þeirra, se.m ásamt fram-
færendum njóta hans, var í nokkrum
sveitarfélögum þessi: