Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 35
SVEITARSTJÓRNARMÁL 31 Fjölnisoegnr og nœrliggjandi smáhýsalwcrfi („villubyggingar") eru til fyrirmijndar i/zii rúmgóða forgarða og snyriilega byggingu. ganga svo frá lieildaruppdrætti skipu- lags fyrir Reykjavíkurbæ, að ekki verði talsverðir árekstrar, og víða mjög til- finnanlegir, þar sem yfirsjónir fyrri ára tefja ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir. Gatnakerfi Reykjavíkur var upphaf- lega iniðað við einlyft hús og hestvagna- umferð, og meðan svo var, að ekki voru önnur hús byggð, og byggðin auk þess strjál, þá fór ekki illa á þessu, og má segja, að breidd gatnanna hafi verið vel hæfileg. En síðar byggist bærinn upp úr varan- legu efni, — steinsteypu —. Húsin verða marglyft, en gatnakerfið látið haldast nær óbreytt. Húshæðin er því, auk þess sem hún er mjög óregluleg, of mikil fyrir hreidd götunnar, en slíkt hefur mikil á- hrif á hirtu til húsanna, svo og alla um- ferð í liænmn. Gallarnir koma þó eink- um fram í umferðinni, því hún rúmast ekki á hinum þröngu götum. Gatnamót- in, hvort sem þau nefnast torg eða torg- laus gatnamót, eru óskýrt mörkuð fyrir umferðina. Gatnamót eiga að vera þannig gerð, að vel sjái fyrir horn húsa frá akbraut til aðliggjandi brauta, og á fjölförnustu gatnamótum (t. d. við Lækjartorg) væri rétt að hafa hringakstur. En í Reykjavík eru gatnamótin þröng, götuhornin „hlind“, eins og það er nefnt, og veldur það mörgum slysum, meiri háttar eða minni. Það, sem þó einkum skapar glundroða í umferð miðbæjarins í Reykjavík, eru hin fjölmörgu bifreiðastæði á víð og dreif um hið þrönga gatnakerfi. Tala þeirra slysa, sem orðið hafa á liinum ýmsu gatnamótum um þessar slóðir, bendir vissulega á, hvar skórinn kreppir að, og þarfnast skjótrar lagfæringar. Ýmsar tillögur hafa fram komið um „hráðabirgðalausn“ þess „bráðahirgðaá- stands“, sem ríkir í þessum efnum, en lausn þess að finna endanleg bifreiða- stæði fyrir hina fjölmörgu stöðvabíla á þó enn langt í land, því allir vilja vera þar, sem umferðin er fjölskrúðugust — eða i sjálfum miðbænum. Tillögur hafa komið fram þess efnis, að bifreiðastöðvum þeim, sem verst eru

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.