Sveitarstjórnarmál

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 57
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 53 Félag íslenzkra sveitarstjórnarmanna. Hjá frændþjóðum okkar á Norður- Jöndum hafa nú um langt skeið starfað félög, sem í hafa verið þeir menn, er á hverjum tíma hafa gegnt störfum í bæj- arstjórnum og hreppsnefndum í löndum þessum. Félög þessi hafa reynzt mjög þýð- ingarmikil fyrir málefni sveitarfélag- anna. Þau hafa orðið til þess að auka samheldni sveitarstjórnarmanna um málefni sveitarfélaganna, þó að menn greindi á að ýmsu leyti í stjórnmálum. Þau hafa og oft átt upptök að ýmsum þörfum nýmælum á sviði sveitarstjórn- armála og eins hafa þau beitt sér gegn vanhugsuðum tillögum, sem bornar hafa verið fram um málefni sveitarfélaganna, bæði af flokkum og einstaklingum. Félög þessi lialda venjulega aðeins einn fund á ári. Er til hans vandað eftir föngurn. Eru þar fluttir fyrirlestrar um ýmis málefni, sem sveitarfélögin varðar, rædd frumvörp að lögum, sem fram hafa komið eða fram eiga að koma á næstu þingum, rædd fjármál og viðskipti sveitarfélaganna o. s. frv., auk þeirra mála, sem félagið sjálft varðar sérstak- lega. Hér á landi hefur aldrei verið til neitt slíkt félag, og því, að ég held, aldrei verið hreyft að stofna það. En ekki væri þess síður þörf hér á landi en hjá frænd- þjóðum okkar, að slíkt félag yrði stofnað og starfaði ötullega. Svo má heita, að þeir menn, sem sveit- armálefnum landsins stjórna, þekkist ekkert. Þeir eiga þess engan kost að koma saman og ræða áhugamál sín á sviði sveitarmálefnanna, og ýmiss konar óþarfakritur á sér meira að segja oft stað þeirra í milli, sem gjarnan mundi liverfa við nánari kynni og meira sam- starf. líg vil nú hér á eftir láta í Ijós skoð- anir mínar á því, með hverjum hætti ég teldi, að koma mætti á fót slíku félagi og hvernig því yrði fyrir komið í megin- dráttum. Félagsmenn ættu allir að geta orðið, sem kosniá eru í hæjarstjórn, hrepps- nefnd og sýslunefnd, hvar sem er á landinu. Væru þeir félagsmenn meðan þeir gegndu störfum í þessum nefnduin, en ættu auk þess að eiga ]>ess kost að vera félagar áfram, þó að þeir færu úr nefndunum, en þá án þess að eiga at- það af því, að sum sveitarfélög halda rekstri og efnahag ýmissa fyrirtækja, er þau eiga og ireka, svo sem rafstöðva o. fk, alveg aðgreindum frá reikningum sveitarfélagsins, og kemur það því þar ekki fram. Eins og vænta má, eru eignirnar mest- ar í kaupstöðunum. Eru þær taldar vera þar 41.5 milljón krónur, og af því skuld- laus eign 26.5 milljón krónur. Þegar allar skýrslur hafa fengizt frá sveitarfélögunum fyrir árið 1939, verður yfirlit birt yfir fjárhagsafkomu þess árs. Getur það væntanlega orðið að mun full- komnara og ábyggilegra en þetta yfirlit er, því að nú er betri aðstaða fyrir hendi til þess að fá það rétt, þegar grundvöll- urinn hefur verið lagður. Væri óskandi, að sveitarstjórnum lærðist það að senda skýrslur sínar og reikninga svo fljótt sem verða má, því að það er vitanlega ekki af öðru en trassaskap, að fyrirskip- aðir reikningar herast ekki fyrr en tveim árum eftir að þeir eru gerðir, eins og því miður oft á sér stað, og fást þó því aðeins, að eftir þeim sé gengið mjög freklega. J. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.